Selfoss - 04.12.2014, Blaðsíða 14

Selfoss - 04.12.2014, Blaðsíða 14
14 4. Desember 2014 Frumkvöðlasetur opnað á Selfossi Frumkvöðlasetrið FRUSS opnaði formlega á Selfossi sl. fimmtudag, 27. nóvember. Frumkvöðlasetrið er samstarfsverk- efni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og SASS, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og er staðsett í húsa- kynnum SASS við Austurveg 56 á Selfossi. Á frumkvöðlasetrinu geta frum- kvöðlar fengið aðstöðu til að vinna að framgangi hugmynda sinn gegn vægu gjaldi. Einnig stendur þeim til boða aðstaða á öðrum starfsstöðvum SASS á Suðurlandi, sem og á öðrum frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmið- stöðvar Íslands. Hægt er að sækja um aðstöðu á heimasíðu SASS. Hálfdán kembdi í holunni Hvað maðurinn gerir sér að viðfangi á lítil takmörk eins og við kynntumst vel sem fórum að horfa í Selfoss- bíó á Vikingo, myndina Þorfinns Guðnasonar. Þetta var sexsýning á laugardagskvöldið, 10-15 manns í salnum, röbbuðu saman sín í milli meðan beðið var eftir sýningunni og þegar hún birtist sáum við sam- anburð á menningu Dóminikana og Tungnamanna. Oftast var fyrir sjónum gesta hanaat Dóninikana og endalaust hanastúss þeirra en á hinu leitinu komu myndskeið af Jarlhettum, heimafljótunum í Biskupstungum ásamt réttaragi og rembilæti Tungnamanna og myndum heiman frá Kjarnholtum, æskuheimili Jóns Inga söguhetju myndarinnar. Við heyrðum gítar- slátt og ballöðu við hvíta fjörusand og sönglagið Áskels söngstjóra í tvísöng og glæsibrag með Tungna- réttaumgjörð: Ég sé þig aðeins eina. Það sýnist ekki vera aðlaðandi myndefni að sjá hænsnfugl hálf- drepa eða ganga frá keppinautnum, en það var tilvinnandi til að njóta handleiðslu að menningu þessarar eyþjóðar og samanburði við okkar. Við gestirnir vorum líka vel minnt- ir á að hanaat á uppruna í dölum Indus fyrir mörg þúsund árum. Annar handleggur en þó kannski ekki alveg óskyldur er græðgisvæng- ur er kom upp úr kösinni í síðustu viku þegar stjórnarþingmaður ætlaði að sópa átta virkjunum úr biðflokki yfir í framkvæmdaflokk. Að hlaupa of hratt eftir gróðan- um og hirða hvorki um reglur né siðsemi varð þjóðinni að falli fyrir örfáum árum og tillöguflutn- ingurinn er dapur vitnisburður um ótrúlegt minnisleysi nema vera kynni hirðuleysi að slík hlaup skuli koma strax upp sex árum eft- ir hrun. En svo aftur sé vikið að Víkingó og hanaatinu þá erum við örugglega nær sagnamenningunni í Tungnaréttum og þeim átrúnaði okkar að þess yls þurfi Íslendingur að njóta í elli sinni. Þá sjáum við kannski Tungnamanninn koma heim úr sinni víkinga- og vinaför til karabiska hafsins og fá sér hús upp undir Jarlhettum eða í nánd við brimið og Stokkseyrarfjöruna. Einar Kárason var gestur þeirra Ævars í morgunútvarpi á sunnu- dag og minnti okkur á verðmætin sem eftir standa meðan fjárglæfrar fjúka og þann stóra ávinning að við skulum skáka stóru og ríku menn- ingarþjóðunum í Evrópu með því að vera læs á Sturlungu, Njálu og Hávamál, þessar aldagömlu bók- menntir. Við þraukuðum í holunni og áttum einlægt nokkra sem sóttu í skriftir. Hálfdán kembdi í holunni húsfreyjan var að spinna biskupinn svaf í sænginni. Sitt hefur hver að vinna. Í bætifláka Gísla Magnússonar – og undir sæng skákað – skal minnt á Hóladómkirkju sem reist var á starfsferli hans á aðeins sex árum, bygging hófst 1757. Úr Harð Haus (22)þekkirðu bæinn? Myndin af bænum sem við birt- um að þessu sinni kemur frá Ottó Eyfjörð. Kannist þið við myndina? Hver er sagan á bak við? Hverjir bjuggu þarna? Allar ábendingar eru vel þegnar.Vinsamlegast setjið ykkur í samband við ritstjóra í síma 8942098. Þá má líka banka upp á í Héraðsskjalasafni Árnes- inga sem er á Selfossi. Hraðastaðir. Síðasta bæjarmynd reyndist vera af Hraðastöðum í Mosfellssveit (Mosfellsbæ). Guðbrandur Jó- hannesson segist hafa alist upp á bænum og þar búa foreldrar hans núna. Eins og sjá má er ekki kom- ið rafmagn í bæinn þegar myndin er tekin. Auk húss er fjós og hlaða á myndinni. Gamla bæinn vildi heimafólk gefa sveitarfélaginu en það þáði ekki. Morgunblaðið segir frá þvi 10. desember 1988 en þá leit bærinn út eins og þessi mynd ber með sér. Fyrirsögnin var: Sögulegt gildi Hraðastaða ekki talið vera 3 m. kr. virði - segir Páll Guðjónsson bæj- arstjóri. Það var sem sé talið að það myndi kosta þetta mikið að endurbyggja. Sigurður Vigfússon rannsak- ar fornleifar í Borgarfirði 1884 og segir um Hraðastaði í Árbók fornleifafélagsins 1884: Hraða- staðir sýnast vera landnámsjörð og snemma bygðir; eru þeir lík- lega kendir við Hraða þann, er Landn. nefnir bls. 53, sem fyrr segir. Hraðastaðir eru fyrir sunn- an ána, er rennur fyrir sunnan Mosfell, enn standa nokkuð ofar undir Grímmannsfelli (Grrímars- felli réttara). Skamt fyrir neðan Hraðastaði, suður viðs yðri ána, er dálítill hóll, sem kallaðr er Hraðaleiði. Hraðablettur er og kallaðr fyrir ofan Hraðastaði upp með Grímmannsfelli. Hýsi - Merkúr hf. / Völuteigi 7 / 270 Mosfellsbær / Sími 534 6050 / merkur@merkur.is / www.merkur.is • Stærðir frá 2,4 upp í 2500 kVA. • Fjölmargar stærðir til á lager. • 1 fasa og 3ja fasa. OutdOOr Wall Sign Wall sig s should be suitable for external fixing and ca be replicated in a variety of sizes. These signs are designed to be visible at a minimum distance of 100m. Recommendations: Wall signs should be anufactured from powder coated 3mm aluminium panels. Small Wall Sign 2000mm x 362mm Medium Wall Sign 3500mm x 634mm Large Wall Sign 4000mm x 724mm Anybody Engineering OutdOOr illuminated PrOjecting Sign 760mm 31 2m m These signs are available in either single or double sided formats for flat or projected fitting. Recommendations: The illuminated sign should be manufactured from extruded aluminium and have a powder coated finish. The panels should be 3mm thick opal perspex and both the logo and the background are illuminated. Size 760mm x 312mm HVAÐ GERIR ÞÚ ÞEGAR RAFMAGNIÐ FER ? RAFSTÖÐVAR FJÖLMARGAR STÆRÐIR TIL Á LAGER Ingi Heiðmar Jónsson Íbúafundur um frekari nýtingu á vindorku í Þykkvabæ Íbúafundur um nýtingu á vind-orku innan Rangárþings ytra verður haldinn þann 8. desember 2014, klukkan 20.00 í íþróttahús- inu í Þykkvabæ. Fulltrúar sveitarfélagsins ásamt forsvarsmönnum Bíokraft ehf munu sitja fundinn og svara spurningum eftir þörfum. Fundar- stjóri verður Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. Næsta blað kemur út 18. desember Efni þarf að berast fyrir 10. desember!

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.