Selfoss - 18.12.2014, Blaðsíða 2

Selfoss - 18.12.2014, Blaðsíða 2
2 18. Desember 2014 Frábær gjöf fyrir dömur á öllum aldri Fáanleg í 12 litum Nánar um sölustaði á facebook Verð: 3390 kr. og 3190 (barnastærð 3-9 ára) Ústölustaðir: Mótívó Selfossi, Lyf og heilsa Vestmannaeyjum Þær unnu allar afrek á árinu. Konurnar sem segja frá jólahaldi í blaðinu í dag. Jólum fyrir hálfri öld í Þorlákshöfn og allt til jólanna í fyrra á íslenskri grund. Á leiðinni heim úr námi - „með litlu fjölskylduna“. Þær eiga það sameignlegt að hafa lagt sig fram hver á sinn hátt. Þannig verður hvunndagurinn sérstakur í hvert eitt sinn. Og þannig boða jólin gleði, kærleika og umhyggju. Sigþrúður í Þorlákshöfn er upp á hvern dag að fræða og skapa börnunum öryggi í skólanum þar sem hún vinnur. Anna Birna lauk lista- og arkitektanámi og hélt eftirminnilega sýningu í Listasafni Árnesinga á árinu. Rannveig Anna er frumkvöðull og rekur konubókastofu á Eyrarbakka. Árný Erla er kynningarfulltrúi síns sveitar- félags, Rangárþings eystra. Mikils virði að sveitin sé á kortinu. Halldóra er í framvarðasveit síns verkalýðsfélags. Fimm konur, fimm frásagnir. Hverjar eru þessar framsæknu konur? Þær sækja fram á eigin forsendum. Á öllum tímum hafa konur sótt fram. Á jólunum eru þær fulltrúar þess fagra, þess umfaðmandi. Jólin eru tákn þess sem er mest virði. Gleði, góðra minninga, umhyggju, öryggis. Hvers virði er lífið? Jólin. Minning um fæðingu. Minning um tíma og ókomna tíma. Við segjum hvert við annað: Gleðileg jól. Jón úr Vör orti svo fallega: Jól, kertaljós í bláum fjarska, bak við ár, æskuminning um fegurð. Þorlákur Helgi Helgason. Kertaljós í bláum fjarska LEIÐARI það var og... Sú gleðí er þó opt eigi eins saklaus og alvarleg. Á aðfangadagskveldið fyrir jól sópar og prýðir hver húsmóðir heimili sitt og uppljómar hvert herbergi með ljósum eptir því, er föng eru á. Í sveitum er þetta kveld opt hin gleðilegasta stund á árinu, þá er friður og rósemi ríkjandi á hverju heimili, þá gleðst hið örvasa gamalmenni sem æskumaðurinn og allir sem geta gleðja sig með saklausum skemmtunum, þar er ekkert heimili, er eigi minnist hátíðarinnar með andlegum söngvum og bænariðju. Í kaupstöðunum skipar gleðin einnig öndvegi þetta kveld og eigi síst hér í Reykjavík, en sú gleðí er þó opt eigi eins saklaus og alvarleg, og fremur blandin hégómadýrð en í sveitinni, hér skemmta menn sér meira með spilum og vínföngum og getur það líka ef það fer vel og hófiega fram verið saklaus skemmtan, en opt verður hætt við því, að slíkar skemmtanir hafi eigi hinar heppilegustu afleiðingar í för með sér og þótt þær séu byrjaðar með friði og ánægju, leiða þær opt til sundurþykkis og óánægju eins á jólanóttina sem endrarnær. Einkum eru það guðræknisiðkanirnar, er eigi eru jafn almennar það kveld1 hér og í sveitunum, reyndar er haldinn hér kveldsöngur í kirkjunni, hún uppljómuð af ljósum og mjög fjölsótt af tilheyrendum, en sú guðsdýrkun það kveld verður þó opt eigi eins kyrrlát og þýðingarmikil sem húslestrarnir í sveitunum. (Máni 1879) „Í minningunni hreinlega stoppaði klukkan á meðan messan stóð yfir“ Jólin, jólin eru að koma hljómar alls staðar og mikil tilhlökkun í gangi. Það er mikil stemning í gangi og margar freistingar. Flest- ir eru það heppnir að eiga góðar minningar um þennan tíma og geta yljað sér og öðrum með því að rifja upp liðinn tíma. Jólin eru hefðbundin hjá flestum og almennt er haldið í hefðirnar þegar kemur að þessari hátið ljóss og friðar. Jólin á mínu æskuheimili byrjuðu alltaf þegar bróðir minn átti afmæli 20. des. Þá byrjaði fyrsta smakkið af smákökum, lagtertum, rúllutertum og kakói. Ég var svo heppin að alast upp í Þorlákshöfn með stórfjölskyldunni í móðurætt. Það var mjög skemmtilegur siður í götunni okkar um hver jól, Þor- láksmessukvöld kveiktu allir í einu á útiseríum í rauðum og gulum litum. Í framhaldinu var skreytt innandyra. Skreytingar voru mjög látlausar í þá daga og var ein inn- isería í stofuglugganum, jólatré í stofunni og borðskreyting á stofu- borðinu með hýasintu, yndislegt og fallegt. Á þorláksmessukvöldi fórum við krakkarnir að bera út jólakort og jólagjafir sem við bár- um í stórum bala á milli okkar um allt þorp. Spennan stigmagnaðist á aðfangadag og gott að gleyma sér smá stund yfir jólastund sjónvarps- ins milli klukkan 14: 00 og 16: 00. Klukkan stoppaði á meðan messan stóð yfir. Móðir mín Lilja Bóthildur söng í Söngfélagi Þorlákshafnar og vor- um við alltaf í kirkju þegar jólin voru hringd inn. Í minningunni hreinlega stoppaði klukkan á meðan messan stóð yfir og var búið að telja allt sem hægt var að telja í kirkj- unni þegar loksins var farið heim í rjúpurnar. Stórfjölskyldan kom saman í kvöldkaffi hjá Halldóru ömmu minni sem var ómissandi liður í jólahaldinu. Í fjölskyldunni var mikið spiluð vist og það má segja að allt hafi verið undirlagt öll jólin í spilamennsku. Stundum var hreinlega allt vitlaust því allir voru svo tapsárir og vændu hvorn annan um að spila af sér. Eftir spila- mennskuna, ef niðurstaðan varð ekki frú Halldóru ömmu minni í vil þá lét hún okkur krakkana leggja saman aftur því hún var viss um að svindlað hefði verið á sér og ætlaði ekkert að gefa eftir. Á „kalkúnatímabilinu“ varð einu sinni mikið uppistand. Hefðbundinn jólamatur á heim- ilinu voru rjúpur sem eru algjört lostæti. Það hefur nú alltaf verið partur af tilverunni að fylgjast með nýjum straumum og stefnum. Móðir mín var ekki undantekn- ing í þeim efnum og farið var að hafa kalkún á jólunum. Í þá daga var ekki farið út í næstu verslun að kaupa gripinn því opinberlega var þetta ekki til í verslunum. Þetta var innflutt matvara eftir einhverjum krókaleiðum og ég held hreinlega að menn hafi verið komnir í áskrift. Á þessu „kalkúnatímabili“ varð einu sinni mikið uppistand á heimilinu. Snemma á aðfangadag fengum við upphringingu frá kaupmanninum og okkur tilkynnt að við yrðum að skila gripnum því einhverjir ónefndir hryðjuverkamenn hefðu sprautað einhverjum óskapnaði í framleiðsluna. Drottinn vor var títtnefndur þennan morgun, „guð minn góður Svenni (faðir minn) ég býð ekki eftir því hver dettur fyrst niður dauður við jólaborðið“. Nú voru góð ráð dýr. Farið var með skepnuna í höfuðstaðinn henni skil- að á „ákveðinn stað“ og í staðinn fenginn hamborgarahryggur eftir sömu krókaleiðum því ekki fékkst hryggurinn í verslunum. Þetta var í fyrsta skipti sem við fengum þennan hefðbundna íslenska jólamat en upp frá því fór hryggurinn að að verða algengur jólamatur á heimilinu eins og á öðrum heimilum á Íslandi. Eitt er víst að jólin koma alltaf hvað sem umgjörð og öðru líður. Tíminn þýtur áfram og þrátt fyrir válind veður og ýmislegt sem getur truflað okkur í hinu daglega lífi þá er svo mikilvægt að njóta hverrar stundar. Að lokum við ég senda bestu óskir um gleðileg jól, farsæld og frið á komandi ári. Halldóra Sigr. Sveinsdóttir, formaður Bárunnar, stéttarfélags. Pakkaþjónusta jólasveinanna í Ingólfsfjalli Eins og áður mun Ungmennafé-lag Selfoss aðstoða við pakka- þjónustu jólasveinanna fyrir þessi jól en jólasveinarnir hafa lengi séð um að bera út pakka á Selfossi á að- fangadagsmorgun milli kl. 10-13. Tekið er á móti litlum pökkum í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss að Engjavegi 50, á Þorláksmessu kl. 18-21. Gjald fyrir systkinahóp er kr. 1.000. Ungmennafélag Selfoss JÓLaHaLD Þarna erum við systkinin á aðfangadagskvöld nýbúin að taka upp pakkana. Halldóra og Dagbjartur. SELFOSS-SUÐURLAND kemur næst út 15. janúar 2015

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.