Selfoss - 18.12.2014, Blaðsíða 9

Selfoss - 18.12.2014, Blaðsíða 9
918. Desember 2014 Eins og svart og hvítt „Nú er staða ríkissjóðs allt önnur og kominn tími til að byggja á þeim mikla árangri sem við náðum í vinstri stjórninni.“ Aðstæður ríkisstjórnar Jó-hönnu Sigurðardóttur og þeirrar sem nú situr eru gjörólíkar, nánast eins og svart og hvítt. Vinstri stjórnin var að róa lífróður á þjóðarskútunni til að forða þjóðargjaldþroti. Og okkur tókst að rétta þjóðarbúið við þó að staðan virtist um tíma nánast vonlaus. Nú er staða ríkissjóðs allt önnur og kominn tími til að byggja á þeim mikla árangri sem við náðum í vinstri stjórninni. En hvað gerir þá ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar? Hækkar matarskatt á almenning í landinu og kostnaður einstaklinga vegna þjón- ustu heilbrigðiskerfisins er hækk- aður um tæpa tvo milljarða króna. Á sama tíma er gefinn stórafsláttur á veiðigjöldum til útgerðarinnar sem skiptir milljörðum. Það væri nú hægt að gera ýmislegt fyrir þá peninga til dæmis í öldrunarmálum, heilbrigðiskerfinu eða skólunum. Leynt og ljóst er verið að færa kostnað frá ríkinu til sjúklinga. Og fjöldatakmarkanir eru boðaðar í framhaldsskólum. Það er ekki gert í nauðvörn til að ná mikilvægu mark- miði um hallalaus fjárlög. Þetta ger- ist núna þegar staða ríkissjóðs er jákvæð og meðan að ríkisstjórnin tekur ákvarðanir sem leiða til minni tekna ríkissjóðs. Þessa þróun þarf að stöðva strax. Annars fylgir enn meiri ójöfnuður og misskipting í kjölfarið. Samtaka stjórnarandstaða Stjórnarandstaðan hefur sameinast um breytingartillögur við fjárlaga- frumvarp ríkisstjórnarinnar. Það er tilraun til að stöðva nokkrar verstu tillögurnar sem margar hverjar vega að grunngildum samfélagsins sem áralöng sátt hefur ríkt um. Þar á meðal eru tillögur um að skerða réttindi langtíma atvinnulausra með því að stytta bótatímabil at- vinnuleysisbóta um hálft ár. Ekkert samráð hefur verið haft við verka- lýðshreyfinguna um þetta og óá- sættanlegt er með öllu að réttindi sem samið hefur verið um séu skert einhliða með fjárlögum. Stjórnar- andstaðan leggur til að hækkanir á gjaldskrám í heilbrigðiskerfinu gangi til baka ásamt því að hætt verði við fjöldatakmarkanir í framhaldsskólum. Við leggjum til að framlög verði veitt til viðhalds bygginga Landspítala og til að vinna á biðlistum vegna verkfalls lækna, sérstakt framlag til BUGL og aukin framlög til lífeyrisþega. Við leggjum til stóraukin framlög í sóknaráætlun landshluta ásamt nýframkvæmdir í vegamálum og hafnamálum. Verði tillögur stjórnarandstöðunnar sam- þykktar verður Ríkisútvarpinu gert kleift að sinna skyldum sínum og sinna menningarhlutverki, öryggis- og lýðræðishlutverki og að halda úti fjölbreyttri dagskrá um dreifikerfi sem fær nauðsynlegt viðhald og endurnýjun. Ríkisstjórnin ætlar aðeins að leggja rúmar 140 milljónir króna í Framkvæmdarsjóð ferðamannastaða og allir sjá að það framlag dugar skammt til að mæta þörf fyrir upp- byggingu á ferðamannastöðum og til að verja þá skemmdum. Stefnuleysi stjórnvalda í málefnum ört stækk- andi ferðamálageirans er algjört. Í sameiginlegum breytingartillög- um stjórnarandstöðunnar er einnig tekið á ýmsum réttlætis og mann- réttindamálum og tillögur settar fram um tekjur til að fjármagna aukin útgjöld. Það skiptir miklu máli að tillögurnar fái hljómgrunn og að sem flestir leggist á árarnar með okkur til brjóta á bak aftur áform ríkisstjórnarinnar sem fela í sér aukinn ójöfnuð og misskiptingu í landinu. Með góðum jólakveðjum til ykkar allra, Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi Julefrokost á danskri grund Það hafa allir sína mynd af því hvernig jólin eiga að vera og hún má helst ekki breytast mikið á ævinni. Barnamyndin er hvað sterkust og á fullorðinsárum getur verið erfitt að halda í þessa sömu mynd. Undarleg var því sú tilfinning er okkur fjölskyldunni hlotnaðist sá heiður að vera boðið til danskrar fjölskyldu á aðfangadag árið 1997. Já, fyrir okkur hjónin og eins og hálfs árs gamalli dóttur okkar henni Halldóru Guðlaugu, var það heiður því Danir eru svona upp til hópa ekki að bjóða hinum og þessum heim til sín á aðfangadag. Förinni var heitið til Silkiborgar frá heimili okkar í Árósum þar sem við vorum í námi. Við fengum lánaðan bíl til fararinnarinnar og ókum sem leið lá á gráum og rökum degi með eilítililli föl yfir jörðinni. Á leiðinni fórum við samviskusamlega yfir tékk- lista borðhaldsins, að ekki gleyma smjörhnífnum i smjördollunni og beita hringaðferðinni við að rétta hvert öðru matinn yfir matarborðinu. Kominn tími á fyrsta lið í dönsku jólahaldi. Eftir smá þjark og leit fundum við loks staðinn og húsráðendur tóku á móti okkur, vinkona okkar, systir hennar og foreldrar þeirra. Við fórum úr skónum að íslenskum sið og svo vorum við leidd inn í stofu. Þar var án efa heitasta rýmið í húsinum þessa stundina, enda kynda Danir ekki mikið upp önnur herbergi en þau sem þeir hafast við að einhverju ráði svona rétt yfir háveturinn. Í stofunni var hljótt og indælt. Það snarkaði í kamínunni og við urðum að beita ýmsum ráðum til að forða dóttur okkar frá þessu heita og forvitini- lega fyrirbæri sem stóð eins og æstur skipstjóri í brú sinni. Við spjölluðum um heima og geima og bar Ísland oft á góma enda fannst gestgjöfum okk- ar það afar áhugavert land, með alla þessa sögu og náttúru. Önnur systirin átti meira að segja íslenska hesta þar sem hún bjó á eyju fyrir utan Jótland. Eftir gott spjall var tíminn kominn á fyrsta lið í dönsku jólahaldi en það er hádegismaturinn eða „julefrokost“ einsog margir kannast við. Okkur var þar með vísað inn til borðstofu. Julefrukostinn var hreint út sagt hlað- borð af alls kyns brauði og bollum, heimalöguðu saltati, áleggi, síld og tilbehør. Öllu þessu raðaði maður í mismunandi lögum á brauðið. Í messu með missparilegum Dönum. Við reyndum varfærnislega að fylgj- ast með hvað heimamenn settu á brauðið sitt, hvað átti saman og hvað ekki. Valdi hafði gert sig sekan nokkrum dögum áður í jólahlaðborði í skólanum að setja „risalamande“ - hrísgrjónaábætinn sjálfan, saman með brúnum og sætum frikadellum. Hann hélt að þetta væri hrísgjróna- meðlæti, og það sem var hlegið að þessu uppátæki. Með jólahlaðborðinu í Silkiborg var borinn fram snaps, ískaldur. Eftir matinn var haldið til messu og þar áttum við afar ánægjulega stund með missparilegum Dönum sem sungu marga jólasálma sem við þekktum, nema núna voru þeir bara á dönsku. Eftir messuna var arkað heim á leið og boðið í smá hressingu inni í stofu, jólasmákökur, kaffi og heimagert konfekt. Það leið að kvöldverði og ilmurinn af jólakalkúninum magn- aðist með hverrri mínútu. Við tókum eftir að hjónin á heim- ilinu voru alsæl með að hafa lítið kríli með þennan aðfangadag og hringsnerust um Dóru Gullu. Þau áttu þessar tvær fullorðnu dætur en engin barnabörn. Þá kom að öðrum óvæntum lið í jólahaldinu. Komið var að kvöldverði og risastór kalkúnninn var framreiddur með brúnni sósu og fleiru góðgæti. Því- líkt lostæti og þvílíkur hátíðarmatur. Og gott rauðvín drukkið með. Að venju var hrísgrjónaábætirinn og heit kirsuberjasósa sett í skálar og allir biðu spenntir eftir möndlunni, hver skyldi nú hreppa hana. Hún kom nú aldrei í ljós því svo virtist sem hún hafði orðið græðginni að bráð. Þegar máltíðinni var lokið, sem hafði þá staðið í tvo tíma, var staðið upp og haldið inn í stofuna aftur. Kveikt var á jólatrénu og órafmögnuð kertasería lýsti upp tréð sem skreytt var allskyns klemmupappaskrauti. Húsbóndinn skaraði í eldi kamínunnar. Hefði nú einhver orðið stressaður á því að hafa logandi kerti um allt jólatréð, en svo lengi sem varlega er farið ætti öllu að vera óhætt. Við biðum í óþreyju eftir að fá að koma hrömmunum yfir pakkana en þá kom að öðrum óvæntum lið í jólahaldinu. Nú átti að dansa í kringum jólatréð og syngja jólasálma. Við tókum þessari ný- breytni opnum örmum og kyrjuðum hástöfum „Heims um ból“ á dönsku. Þá voru pakkarnir loks opnaðir og það vakti mikla ánægju að sjá litla krílið myndast við að opna pakka og sjá gleðina í andlitinu þegar það loks tókst. Margir pakkanna innihéldu bækur. Þó að það sé ekki eins algeng jólagjöf í Danmörku eins og á Íslandi. Höldum í margar danskar hefðir. Aftur var svo haldið til borðstofu og tók þá jólakvöldkaffi við með tilheyrandi samræðum. Á boðstól- um voru allskyns jólasmákökur og jólaterta. Það var orðið vel áliðið þegar haldið var heim til Árósa á ný. Í marga klukkutíma höfðum við innbyrt og melt jólakræsingar og átt skemmtilegar og fræðandi samræður með gestgjöfum okkar. Við kvödd- umst í faðmlögum og ókum af stað úr í myrkrið, yndislega södd og ánægð. Aðfangadagurinn í Silkiborg hafði sett sitt mark á jólamynd okk- ar. Svo mikið að við höldum núna, mörgum árum seinna og einni stelpu ríkari, í margar danskar hefðir um jólin. Steikjum eplaskífur og drekk- um jólaglögg með á aðventunni. Höfum lifandi kerti á jólatrénu, borðum „julefrokost“ í hádeginu á jóladag og alltaf er „rísallamande“ í eftirrétt á aðfangadag. Jólakveðjur frá Önnu og Valda í Túni, Eyrarbakka „Aðfangadagurinn í silkiborg hafði sett sitt mark á jólamynd okkar.“ Ljósmynd; Linda Ásdísardóttir Oddný G. Harðardóttir JÓLaHaLD

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.