Selfoss - 18.12.2014, Blaðsíða 12

Selfoss - 18.12.2014, Blaðsíða 12
Hlökkum til ánægjulegra viðskipta á komandi ári Krás kjötvinnsla, Selfossi Skötuveisla rauða hússins 23. desember, kl. 18:00 verð 3.200 kr á mann borðapantanir: 483-3330 raudahusid@raudahusid.is Bjórflóðið dansleikur 27. desember, kl. 23:00 Bjórbandið spilar létt hlaðborð fyrr um kvöldið Gjafabréf jólagjöfin í ár gefðu ógleymanlega kvöldstund með gjafabréfi á Rauða Húsið gjafabréfasími: 483-3333 rauða Búðarstíg 4 • 820 Eyrarbakka 483-3330 • raudahusid.is raudahusid@raudahusid.is Fjórhjólalagerinn Stapahrauni 7 • 220 Haf • S. 588 3355 www.4h.is Eigum til reimar í miklu úrvali í flestar gerðir snjósleða og fjórhjóla. Fjórhjólalagerinn Stapahrauni 7 • 220 Hfj • Sími 588 3355 www.4h.is Mikið úrval auka og varahluta í flestar gerðir hjóla. 18. Desember 2014 Eins oft áður leitaði ég til dóttur minnar og tengda-sonar í Hollandi eftir góðri uppskrift en þau eru miklir mat- gæðingar. Þetta er mjög góður kjúklingur og fín tilbreyting þegar við borðum salta og reykta matinn sem fylgir jólunum. Þau voru með litla kjúklinga sem ég hef ekki séð í búðum hér en það er einfalt að hafa heilan kjúkling eða bita og stækka þá uppskrift- ina eftir því en hún er ætluð fyrir tvo. Þau styðjast við uppskrift af vef BBC. UPPSKRIFT FYRIR TVO. Innihald • 2 x 450g poussin kjúklingar, (litl- ir baby kjúklingar, í hæsta lagi 28 daga gamlir) heilir eða heill kjúklingur. Marinering • 5-6 grænar kardimommur • 1 tsk kóríanderfræ • 2 tsk cumin fræ • 1 tsk túrmerik • 5 cm ferskt engifer • 2 hvítlauksgeirar • 4-5 msk ólífuolía • Salt og svartur pipar Í Chillisultuna • 750 g kirsuberjatómatar skornir í tvennt • 150 ml hvítvínsedik • 150 ml vatn • 375 g sykur • 3 hvítlauksgeirar • 1 tsk chilliflögur • 1 tsk sinnepsfræ Sætar kartöflur • 400 g sætar sartöflur • 1 tsk malað kóríander • 1 tsk malað cumin • 6 hvítlauksrif • Ólífuolía • Salt og svartur pipar • Borið fram með Naan brauði Aðferð 1. Klippið eða skerið bakið úr fugl- inum og fletjið út með því að þrýsta ofan á bringuna létt. 2. Fyrir marineringuna, setjið kardimommur, kóríanderfræ og cuminfræ í mortél. Malið fræin í duft. Takið hýðið af kardimommunum úr duftinu, þannig að aðeins fræin eru eftir. 3. Bætið túrmerik við. Afhýðið og skerið engiferið smátt og bætið við. 4. Saxið hvítlaukinn smátt og bætið við. Merjið allt saman í mortél- inu þar til allt er orðið blandað saman í mauk. Bætið olíunni við, saltið og piparinn og blandið öllu vel saman. 5. Setjið kjúklingana á fat og berið marineringuna vel á. Setjið plast- filmu yfir og látið marinerast í að minnsta kosti 30 mínútur. 6. Hitið ofninn í 180°C og bak- ið fuglinn í uþb 40 mínútur (ef notaður er heill fullvaxinn kjúklingur þarf u.þ.b 60 mín- útur). Gott er að stinga hníf í fuglinn undir lærin og gá hvort safinn sem kemur úr sé ekki glær til að kanna eldunina. 7. Fyrir kartöflurnar, afhýðið og skerið kartöflurnar í bita og setjið í eldfast mót. Afhýðið hvítlaukinn og skerið hvert rif í tvennt. Setjið hvítlaukinn, kryddin og salt og pipar á kart- öflurnar. Bætið við nægri ólífu- olíu til að hylja allar kartöflurn- ar. Blandið öllu saman og setjið mótið í 180°C ofn í 60 mínútur. 8. Fyrir chillisultuna, Setjið tómatana í pott. Bætið við ediki og vatni og kveikið undir. Bætið við sykrinum og hrærið saman. 9. Saxið hvítlaukinn og bætið í pottinn. Bætið við chilliflögum og Sinnepsfræjum. Sjóðið rólega í um það bil klukkutíma, þar til sultan er orðin þykk. Passið að sultan brenni ekki við. Hægt er að gera sultana fyrirfram og geyma í kæli. Sultuna á að bera fram við herbergishita. 10. Berið fram með naan brauði. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu. Kveðja, KS 12 Að hætti hússins Kristjana Sigmundsdóttir kristjanasig@simnet.is FRÁBÆR KJÚLLI

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.