Hafnarfjörður - Garðabær - 30.05.2014, Blaðsíða 1

Hafnarfjörður - Garðabær - 30.05.2014, Blaðsíða 1
N O R Ð U R L A N D Mitt á milli Reykjavíkur og Akureyrar Opið allt árið Sumarhús með heitum pottum og mismunandi stærðir húsa Stutt í alla þjónustu verslun sund, veitingar og söfn Perla norðursins Hrútey við hlið sumarhúsanna mikið fuglalíf Glaðheimar sumarhús á bökkum Blöndu við þjóðveg 1 Símar 820-1300 & 690-3130 gladheimar@simnet.is - larus@krakur.is gladheimar.is „Við höfum farið í yfir 700 ferðir síðan við byrjuðum og aðeins í tvö skipti ekki séð sel þannig að við segjum óhikað að farþegar okkar komi til með að sjá seli. Ásókn í að skoða seli er alltaf að aukast og við höfum tvöfaldað farþegafjöldann milli ára síðan við byrjuðum,“ segir Kjartan Sveinsson hjá Selasiglingum ehf. á Hvammstanga. Fyrirtækið er á sínu fimmta starfsári og hefur yfir að ráða 30 tonna eikarbát í skoðunarferðirnar en hann tekur 30 farþega. Ásamt Kjartani eru eigendur fyrirtækisins þau Eð- vald Daníelsson, Sigurbjörg B. Sölvadóttir og Anna María Elías- dóttir. „Við gefum okkur út fyrir sela- og náttúruskoðun þar sem selirnir eru í aðalhlutverki. En einnig er mjög fjölbreytt fuglalíf á Miðfirði.“ segir Kjartan. Selir eru hópsálir Siglt er frá Hvammstanga og tek- ur hver ferð um klukkutíma og þrjú korter. Siglt er að ströndinni við vestanverðan Miðfjörð þar sem urtur halda sig með kópa sína í látrum en bændur sem land eiga að sjónum hafa friðað fjöruna og verður selurinn því ekki fyrir neinum ágangi frá landi. „Selirnir eru orðnir mjög vanir bátnum og við komumst mjög nálægt þeim og þannig gefst farþegum gott tækifæri til að virða þá fyrir sér og taka myndir. Þetta er mikil upplifun fyrir farþegana. Selir eru miklar hópsálir og við höfum á þessum árum lært heilmikið um ganginn í tilveru þeirra,“ segir Kjartan. Siglingar hefjast hjá fyrirtæk- inu um miðjan maímánuð en á þeim tíma eru urturnar að kæpa. Þær eru með kópana í fóstri í um sex vikur og uppeldið er strangt. Vaxtarhraði kópanna á þessum tíma er mikill. „Síðan gerist það að urturnar hreinlega yfirgefa kópana og þeir verða að bjarga sér upp á eigin spýtur. Þær bókstaflega bíta þá undan sér af hörku en skilja þá eftir á stað hér í firðinum þar sem þeir hafa gott aðgengi að æti og eru í góðu yfirlæti. Það er oft mikil skemmtun að vera á bátnum í návígi við þetta „barnaheimili“ á sumrin því kóparnir eru óttalegir óvitar, synda upp að bátnum og eru með alls kyns uppátæki. Urt- urnar færa sig aftur á móti hér út með firðinum og við getum fylgst þar með fengitímanum og þeirri miklu baráttu sem er hjá brimlunum um urtuhópana,“ segir Kjartan. Best að skoða selinn á sjó Miðfjörðurinn hentar afar vel til skoðunarferða af þessu tagi. Mikið er af sel og þar sem skoð- unarsvæðið er innfjarðar segir Kjartan að alla jafna sé mjög gott í sjóinn og lítil alda. „Það er hægt að sjá seli víða frá landi en vilji fólk skoða þessi dýr í návígi þá er besta leiðin til þess að koma í þessar ferðir,“ segir hann. Selasiglingar fara þrjár ferðir á dag yfir sumartímann, þ.e. kl. 10, 13 og 16. sealwatching.is Komast má á sjó mjög nálægt selunum og virða þessar skemmtilegu skepnur fyrir sér. Brimill, eikarbátur Selasiglinga ehf. á Hvammstanga. Selasiglingar ehf. á Hvammstanga: Upplifun að vera í návígi við selina Þingeyrakirkja í Austur-Húna- vatnssýslu er meðal glæsilegustu kirkna landsins. Þingeyrar var áður höfuðból og þingstaður Húnaþings, líkt og nafnið bendir til, en fyrsta klaustrið á Íslandi var stofnað á Þingeyrum árið 1133. Síðar voru rituð mikil bók- menntaverk á staðnum, kon- ungasögur og guðfræðileg rit þýdd og nokkrar Íslendingasög- ur ritaðar þar. Kirkjan var vígð árið 1877 og lét Ásgeir Einarsson, bóndi og alþingismaður reisa hana en til verksins réð hann Sverri Run- ólfsson, færasta steinhöggvara landsins. Grjótið var tekið í Ás- bjarnarnesbjörgum og dregið á sleðum yfir ísilagt hópið, um 8 km leið. Kirkjan er byggð í róm- verskum stíl og tekur 100 manns í sæti. Hvelfing hennar er boga- dregin og blámáluð, prýdd yfir 1000 gylltum stjörnum en í gluggum kirkjunnar eru einnig um 1000 gler. Þingeyrakirkja er ríkulega bú- in gömlum og merkum munum. Má þar nefna altaristöflu frá 15. öld sem keypt var í Englandi, mikið skreyttan predikunarstól sem talinn er hollenskur að uppruna, kaleik, altærisklæði, róðukross og koparstjaka – allt muni sem eiga sér nokkur hundruð ára sögu. Opið er í Þingeyrakirkju alla daga kl. 10-17 frá 1. júní til 31. ágúst og fá gestir leiðsögn um kirkjuna gegn gjaldi. Við kirkj- una er þjónustuhús þar sem selt er kaffi og sýningar eru uppi yfir sumarmánuðina. Þingeyrakirkja. Merk kirkja og kirkju- munir á Þingeyrum 28 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 30. maí 2014 10. tölublað 4. árgangur g a r ð a b æ r UMHVErFISVOTTUð PrENTUN Gleraugnaverslun Strandgötu, Hafnarfirði / Sími 555 7060 / www.sjonlinan.is Gleraugnaverslun Strandgötu, Hafnarfirði / Sími 555 7060 / www.sjonlinan.is Fjarðargötu 17 - Haf arfirði Sími 520 2600 - Fax 520 2601 Netfang: as@as.is - Heimasíða: www.as.is OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17 Vaxandi spenna fyrir kosningarnar á morgun: Fylgið á hreyfingu Nokkur hreyfing hefur verið á fylgi við flokkana sem bjóða fram í bæjarstjórnarkosningunum á morgun og næstum einn af hverjum fimm kjósendum er óákveðinn. Ef marka má nýjustu kannanir um fylgi við flokkana í Hafnarfirði þá ná hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Samfylkingin sambærilegu fylgi og í kosningunum 2010. Fylgi Samfylkingarinnar virðist vera aðeins á uppleið, miðað við kannanir vetrarins, en fylgi við Sjálfstæðisflokkinn hefur dalað lítillega. Þó mælist Sjálfstæðisflokkurinn með mestan stuðning í Hafnarfirði. Fylgi við Bjarta framtíð mældist hátt í 20 prósent í könnun Félagsvísindastofn- unar um miðjan mánuðinn. Það var heldur minna í könnun 365 miðla, sem birtist fyrir viku. Þar mátti enn fremur merkja tölu- vert stökk hjá Vinstri grænum, sem hafa í könnunum Félagsvísindastofnunar mælst með í kringum 8 prósenta fylgi, en fá tæp 13 prósent samkvæmt nýjustu könnun 365. Kjörsókn í síðustu kosningum mældist 65 prósent. Í nýjustu könnun Félagsvís- indastofnunar sem gerð var fyrir miðjan mánuðin sögðust 17 prósent enn vera óákveðin. Í Garðabæ hefur stuðningurinn við Sjálfstæðisflokkinn verið töluverður, og hefur hann mælst með hreinan meirihluta í öllum könnunum sem gerðar hafa verið í vetur. Sjá ítarlega umfjöllun á bls. 7. Vorverkin. Þessar stúlkur ásamt mörgum fleiri ungmennum vinna að því að snyrta og bæta í bænum. Mynd: Svavar Halldórsson.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.