Hafnarfjörður - Garðabær - 13.06.2014, Blaðsíða 4

Hafnarfjörður - Garðabær - 13.06.2014, Blaðsíða 4
4 13. júní 2014 HAFNARFJÖRÐUR / gARÐAbæR 11. TbL. 4. ÁRgANgUR 2014 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is, Veffang: fotspor.is, Ritstjóri: Ingimar Karl Helgason, sími: 659-3442 netfang: ingimarkarlhelgason@gmail.com, Matarblaðamaður: Svavar Halldórsson. Sími. 869-4940. Netfang. svavar@islenskurmatur.is, Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 13.500 eintök. dreifing: Póstdreifing. Fríblaðinu er dreiFt í 13.500 e intökum í allar íbúðir í HaFnarFirði / Garðabæ Eitt hið ánægjulega við sveitarstjórnarkosningarnar í vor var aukið hlutfall kvenna í bæjarstjórn. Konur eru nú ekki aðeins meirihluti kjörinna full-trúa í Hafnarfirði, heldur tveir þriðju bæjarfulltrúa. Það eitt og sér gæti verið vísbending um nýja tíma; fyrir utan auðvitað þá staðreynd að hafnfirskir kratar eru nú í fyrsta sinn um langa hríð ekki í forystu bæjarstjórnarinnar. Drög að málefnasamningi Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar hafa verið kynnt. Þetta eru frekar almennt en síðan er birtur listi yfir brýnustu verkin. Þar er ýmislegt ágætt að finna. En um leið má halda því til haga að þar er margt sem þegar er komið í ferli og á leið í framkvæmd, og sömuleiðis þættir sem hingað til hefur verið samstaða um í bæjarstjórninni. Spurning hvort nýr meirihluti geti skreytt sjálfan sig með slíkum fjöðrum? Um leið er jákvætt að almennri yfirlýsingu sé rætt um samstarf, bæði þvert á flokka og ekki síst við íbúa bæjarins. Það er einnig mikilvægt að meirihlutinn einangrist ekki og keyri áfram mál án tillits til sjónarmiða annarra. Það eru ýmis góð dæmi um gott samstarf þvert á flokka og um að gera að hvetja fulltrúa til að vinna saman yfir flokkslínur. En það merkir ekki að hinum formlega meirihluta eigi ekki að veita öflugt aðhald. Sömuleiðis er skiptir máli, t.a.m. ef hugmyndir skyldu koma fram um einkavæð- ingu á eigum bæjarbúa eða einkarekstur í grunnþjónustu, að slík mál verði rædd vel og vandlega. Kostir og gallar verði kannaðir ítarlega í samtali og samráði. Dæmin um misheppnaðar frjálshyggjutilraunir eru fjöldamörg og brýnt að nýta vel lærdóm reynslunnar annars staðar frá. Hugmyndir um langtímaáætlun fyrir Hafnarfjarðarbæ eru góðar og gildar. Slíkar áætlanir verður að vinna í samstarfi og sátt. Vonandi er að því fólki sem falin hefur verið sú ábyrgð að stýra bæjarfélaginu næstu fjögur árin, beri gæfa til þess. Ingimar Karl Helgason Nýir tímar í Hafnarfirði? Leiðari Skorað á bæjaryfirvöld „Það er óásættanlegt að raddir sem ala á tortryggni og andúð í garð einstaklinga eða hópa vegna trúarskoðana þeirra hafi hafið innreið sína í íslensk stjórnmál. Ísland á að vera samfélag fyrir alla,“ segir í yfirlýsngu frá stjórn ASÍ-UNG. Fram kemur í til- kynningu frá Alþýðusambandinu að skorað sé á sveitarstjórnir að standa vörð um mannréttindi og almennt umburðarlyndi í samfélaginu. Í ljósi niðurstöðu nýafstaðinna kosninga í Reykjavík og þeirra ummæla sem einn nýkjörinn borgarfulltrúi Framsóknar- flokks og flugvallarvina lét falla um meint tengsl þvingunarhjónabanda og bænahúss fólks af ákveðinni trúar- skoðun, skori stjórn ASÍ-UNG á borg- arfulltrúa í Reykjavík sem og önnur stjórnvöld í landinu að standa vörð um mannréttindi og almennt umburðar- lyndi í samfélaginu. Skipulag og framtíðin Mikilvægt er að vandað sé til verka og hugsað til fram-tíðar þegar stærri svæði sem minni eru skipulögð. Nútíma- borgin varð til með iðnbyltingunni og þessari þróun fylgdu ýmis vanda- mál þar sem skipulag varð fljótt tæki til að bæta lýðheilsu fólks. Hugtökin skipulagsfræði og skipulagsfræðingur eru þó tiltölulega óþekkt. Skipulagsfræði er sjálfstæð og þverfagleg fræðigrein sem m. a. fæst við landnotkun ásamt byggðarþróun og tengist fjölda annarra faggreina. Markmið skipulagsfræði er að tryggja að skipulagsáætlanir séu byggðar á breiðum vísindalegum grunni og að samræmd séu hin fjölmörgu sjónar- mið fólks um notkun lands og nýtingu auðlinda. Starfsheitið skipulagsfræðingur er lögverndað og starfa skipulags- fræðingar víðsvegar við skipulagsgerð, rannsóknir, eftirlit og ráðgjafastörf. Sérhæfing skipulagsfræðinga felst m. a. í því að samhæfa niðurstöður sérfræðinga og ólík sjónarmið hags- munaaðila. Skipulagsfræðingar þurfa því að eiga góða samvinnu við, og nýta sér sérþekkingu þeirra sem við á hverju sinni. Einnig er mikilvægt er að skipulagsfræðingar hafi þekkingu á séreinkennum íslensks umhverfis. Skipulagsfræðingafélag Íslands var stofnað árið 1985, í dag eru félagsmenn yfir fimmtíu talsins og hafa tæplega fjörtíu skipulagsfræðingar fengið lög- gildingu ráðuneytisins. Fjölgun fólks í þéttbýli skapar meiri kröfur á skipulag til framtíðar og sjálf gerum við auknar kröfur til umhverfis- ins sem við búum í. Því er ljóst að vax- andi þörf er fyrir menntaða skipulags- fræðinga á Íslandi. Skipulagmál hafa verið mikið í umræðunni undanfarið og hefur hún töluvert snúist í kringum einstakar skipulagsáætlanir sveitarfé- laga eða smærri breytingar sem mælst hafa misvel fyrir. Oft á tíðum verða skipulagsmál að pólitísku bitbeini án þess að stuðla að upplýstri umfjöllun. Skipulagsfræðingafélagið vill hvetja til faglegrar umræðu um skipulagsmál og minnir á mikilvægi fagþekkingar þegar unnið er að skipulagi og að horft sé til framtíðar við skipulagsgerð. Illa ígrundað skipulag getur haft víðtæk áhrif til langs tíma og að sama skapi getur vel skipulagt svæði stuðlað að bættri líðan og umfram allt gæða byggð. Fjölbreytt starf í Vinnuskólanum „Þetta er virkilega öflugur hópur. Stóra startið var á mánudaginn og þetta fer virkilega vel af stað,“ segir Axel Guðmundsson, skólastjóri Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Um 700 unglingar á aldrinum 14- 16 ára og 300 til viðbótar 17 ára og eldri verða við störf í Vinnuskólanum í sumar. Axel segir að krakkarnir taki að sér mjög fjölbreytt verkefni. „Þau eru bæði að vinna við almenna fegrun í bænum, en starfa líka hjá íþrótta- félögunum, FH, Haukum og Björk- unum, svo ég taki dæmi, en líka á gæsluvöllum og víðar,“ segir Axel. Hann bætir því við að list og menn- ing komi líka inn í starf vinnuskól- ans. „Við erum líka með fjölmiðlahóp, graffitihóp, listahóp og jafningja- fræðslu, þannig að krakkarnir eru að taka þátt í alls konar skemmtilegu starfi. Þetta er ekki bara garðvinna, enda þótt hún sé bæði nauðsynleg og skemmtileg.“ Höfundur er Erla Margrét Gunnarsdóttir, formaður Skipulags= fræðingafélags Íslands skipulagsfraedi.is Búist er við því að mikið verði um dýrðir í Hafnarfirði og Garðabæ á þjóðahátíðardeginum sem haldinn verður hátíðlegur eftir helgi. ítarlegar dagskrár má finna á vefsíðum bæjarfélaganna. Hér má sjá mannfjölda í miðbæ Hafnarfjarðar, 17. júní í fyrra. Nýsköpun í vanda Í tísku er að hrósa nýsköpun í vísindum og atvinnurekstri og hampa henni í ræðum sem einni af leiðunum út úr efnahagskreppunni. Og nýsköpun á Íslandi er vissulega öflug, spennandi og lofar góðu. Um fimmtíu nýsköpunarfyrirtæki velta orðið sam- anlagt á við mjög öflugt stóriðjufyr- irtæki. Nokkur fyrirtæki, hvert með álíka marga starfsmenn og fjölda nema í skólabekk velta 500 til 1.500 millj- ónum per fyrirtæki á ári. Sum þeirra grónustu og umsvifamestu eru orðin stórveldi á mælikvarða okkar. Svo virðist sem nýsköpunarfyrirtækjum, er tengjast sjávarútvegi, gangi einna best við innri uppbyggingu og mark- aðsmál. En líka eru mörg önnur að störfum sem ýmist berjast í bökkum (samt með söluhæfa vöru) eða standa kyrr við háan þröskuld. Allt og mörg. Af hverju? Af því að þau skortir fjár- magn til að taka næsta, eðlilega skref. Það snýst oft um að koma vöru í fram- leiðslu, kynna hana og ýta áfram inn á markað. Sem sagt: Að brúa bilið milli nýsköpunar og framleiðslu/ sölu. Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) og Nýsköpunarsjóður hafa gegnt merku lykilhlutverki við að hlúa að nýsköpun, aðstoða menn á alla lund og klekja út fjölda fyrirtækja í samvinnu við hugsuðina. Aukið fjármagn til fullnustu ný- sköpunar gæti komið úr tveimur ólíkum áttum. Frá bönkum eða öðrum lánastofnunum og frá fjárfestum eða fjárfestingarsjóðum. Þar stendur hnífurinn oft í kúnni. Því miður sýna íslenskir bankar allt of mikið aðhald í lánafyrirgreiðslu. Lánveitendur al- mennt hafa ekki mótað eðlilega stefnu gagnvart nýsköpunarfyrirtækjum sem ekki eiga öflug veð. Sennilega ræður mismikil áhætta nokkru um lánatregð- una eða þá ótti um að lítill hagnaður fylgi. Ekki bæta gjaldeyrishöftun úr skák. Fjárfestar hika og horfa fremur á sjávarútveg eða ferðaþjónustu en ný- sköpun sem getur falið í sér áhættu. Sennilega líta einstaklingar og sjóðir fyrst og fremst til tryggra fjárfestinga og þeirra sem mest gefa af sér á skömmum tíma. Samfélagshugsjónir og þolinmæði koma oftast í annað eða þriðja sæti, Hér þar af taka til hendinni, móta stefnu og finna leiðir til þess að ýta undir tugi, fyrirtækja sem nýta hugkvæmni og sköpunarafl svo margra. Þetta á raunar líka við um mörg önnur lítil fyrirtæki sem ekki fá lán. Ríkisvaldið er mikil- vægur ísbrjótur. Með nýjum tilhliðr- unum í innheimtu skatta og breyttum reglum um afskriftir eða með sérstökum sjóðum getur samfélagið tekið ábyrgð á sjálfu sér og leyft nýsköpun að eiga auð- veldari leið framávið en nú tíðkast. Svo á ríkið banka, bólginn af fé. Hafi hann forgöngu fylgja hinir á eftir. Nýjasta áætlun stjórnvalda um aukið opinbert fé til nýsköpunar hrekkur skammt ef þau standa svo kyrr með útrétta hönd við lokaðar dyr banka og fjárfesta. Höfundur er Ari Trausti Guðmundsson

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.