Hafnarfjörður - Garðabær - 13.06.2014, Blaðsíða 14

Hafnarfjörður - Garðabær - 13.06.2014, Blaðsíða 14
 TÍMAREIMAR – BREMSUR – BILANAGREINING - OLÍUSKIPTI ÁSAMT ÖLLUM ALMENNUM BÍLAVIÐGERÐUM Tjónaviðgerðir fyrir öll tryggingafélöginBílaspítalinn – Kaplahrauni 1 – Hafnarfirði Sími 565 4332 – bsp@bsp.is CABAS tjónaskoðun 14 13. júní 2014 Grafíker á heimsmælikvarða Á morgun opnar sýningin Svona geri ég í Hönnunarsafni Íslands á verkum Hjalta Karlssonar. Hjalti er grafískur hönnuður og sitt eigið hönnunarstudíó, Karlssonwilker, í New York ásamt Þjóðverjanum Jan Wilker. En þótt sýningin sé kennd við Hjalta á hann erfitt með að tala um sig í eintölu þar sem þeir Jan vinna saman að öllum verkefnum fyrirtækisins, þar með talið verkunum á sýningunni. „Við skiptum sýningunni í tvennt, annar helmingurinn er tímalína sem sýnir og segir hver ég er og hvað ég hef verið að gera, sýnir nokkur gömul verk og til dagsins í dag. Verkin í tímalínunni eru mjög fjölbreytt þar sem notast er við hina ýmsu miðla. Hinn hluti sýningarinnar er byggður á sýningunni í Gautaborg [sýningin kemur beint þaðan], þar var henni skipt í tvennt líka. Þá hönnuðum við 14 plaggöt sem voru tengd Svíþjóð, svo sænskir áhorfendur fengju eitthvað um landið, sjö myndir og sjö portrait myndir af random fólki í Svíþjóð. Okkur fannst ekki passa að flytja hana þannig til Íslands svo við yfirfæðrum verkin, gerðum 7 plaggöt af random pælingum um Ísland og svo eru sex skissur af íslenskum einstaklingum, bæði þekktum og óþekktum.“ Hildur Björgvinsdóttir, blaðamaður, ræddi við Hjalta Karlsson. Perónulegra að sýna á Íslandi Hjalti hefur verið búsettur erlendis í yfir tuttugu ár en Karlssonwilker var stofnað árið 2000. Sýningin í Hönnunarsafninu er hans fyrsta einka- sýning hér á landi en áður hefur hann tekið þátt í samsýningum auk þess að kenna og halda fyrirlestra á Íslandi í gegnum tíðina. Hann segir talsvert persónulegra að sýna á Íslandi þar sem hann þekkir marga og nálægðin við gesti sé meiri. Viðurkenningin mikilvægust Í nóvember síðastliðnum hlaut Hjalti hin virtu Torsten och Wanja Söderberg- verðlaunin sem eru stærstu verðlaun sem veitt eru hönnuði á hverju ári,1 milljón sænskra króna. Tilgangur verð- launanna er að efla, hönnun, handverk og tísku á Norðurlöndunum en þau eru aðeins veitt Norrænum hönnuðum. Hjalti segir að þegar hann hóf nám í grafískri hönnun hafi hann ekki órað fyrir að ná þetta langt. Aðspurður hvort verðlaunin hafi breytt einhverju segir hann peningana sem slíka ekki hafa verið það sem skipti hann mestu heldur viðurkenningin sjálf. „Þetta var eitthvað sem ég bjóst alls ekkert við að fá og aðalega rosalegur heiður að vera valinn úr öllum þessum stóra hóp hönnuða, gríðarleg viðurkennig á minni vinnu. Þetta er bara eins og hjá flestum, maður kemur á skrifstofuna og svo kemur maður heim og manni finnst eins og fólk viti ekkert hvað maður er að gera en viðurkenningin segir mér að það er ekki rétt“. Hann bætir við að hann sé annar grafíski hönnuðurinn frá upphafi sem hljóti verðlaunin sem voru fyrst veitt 1994 og það sé merki um að grafíkin skipi æ stærra hlutverk í hönnunarheiminum. Pantaðir af Time tímaritinu Verkefni Karlssonwilker, sem Hjalti segir litla stofu á New York mælikvarða með sjö starfsmenn, eru afar fjölbreytt. Meðal þess sem þeir Jan hafa tekið að sér er grafík á skó fyrir Puma auk ver- kefna fyrir MTV sjónvarpsstöðina og hönnun fyrir Our choice, rit Al Gore fyrrverandi varaforseta Bandaríkj- anna. Þá var haft samband við þá frá tímaritinu Time og þeir beðnir um að sjá um hönnun forsíðu og 12 blaðsíðna upplýsingagrafík fyrir eitt tölublað. Í því verkefni fengu þeir meðal annars pabba leikarans Ben Stiller til að sitja fyrir á mynd. Þetta var í fyrsta sinn sem Time fékk utanaðkomandi hönnuði til að sjá um útlit blaðsins. „Það er mikið frelsi á skrifstofunni, við erum að hanna alls- konar verkefni, engin sérhæfing, höfum verið heppnir að fá allskonar verkefni. Fáum mjög oft verkefni sem eru til- raunaverkefni, erum að prófa hluti sem við höfum ekki gert áður, kúnnar treysta okkur fyrir verkefnum sem við höfum ekki gert áður.“ Hjalti og Jan hafa einnig unnið fjölda verkefna á Íslandi. Þau nýju- stu eru hönnun fyrir Hverfisgallerí á Hverfisgötu 4 og heildarútlit fyrir nýútkomna plötu hljómsveitarinnar Gusgus, Mexíkó. Grafíkin fjölbreytt Hjalti segir að starf grafíkersins sé að verða æ fjölbreyttara og færast yfir í fleiri og fleiri miðla sem sé mjög já- kvætt. Flestar hönnunarstofur séu farnar að gera videoverk, teiknimyndir og jafnvel innsetningar en síðasta verk- efni Karlssonwilker var 20 metra langur skúlptúr sem hengdur var í loftið hjá stofnun í Chicago. Í umsögn dómnefndar Söderberg- verðlaunanna segir: „Breið nálgun Hjalta Karlssonar á leturgerð, grafískri hönnun og sjónrænum samskiptum byggir á húmanískum og listrænum grundvelli. Verk hans spanna allt frá smáhlutum til heildstæðrar, umfangs- mikillar grafískrar upplýsingamiðlunar. Frá tímaritssíðum til hreyfimynda, frá hönnun sýninga með fræðslugildi yfir í staðbundnar listinnsetningar – sjónrænt tungumál Hjalta Karlssonar í samtíma er markað bæði af klassískri menntun og íslenskri sagnahefð.“

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.