Hafnarfjörður - Garðabær - 27.06.2014, Blaðsíða 11

Hafnarfjörður - Garðabær - 27.06.2014, Blaðsíða 11
1127. júní 2014 svavar@islenskurmatur.is reynslu liðinnar helgi. Svona rétt í lokin má skjóta því að til gamans - af því heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu stendur yfir - að rabarbari er borðaður að segja má í öllum heimshornum. Matarblaðamaður veit með vissu að hann er vinsæll víða í bæði Suður- og Norður-Ameríku, Asíu og Evrópu. Menn líta hann reyndar mismunandi augum og framreiða hann hver með sínu nefi. Ólík rabarbaramenning Í Chile þykir rabarbari góður í samspili við chili pipar þótt við séum vanari honum með einhverju sætu. Í Evrópu er rabarbari skilgreindur sem græn- meti samkvæmt opinberum stöðlum en í Bandaríkjunum er hann áxöxtur. Við íslendingar getum svo skeggrætt yfir grautnum hvort réttast sé að segja rabarbari, rabbarbari eða rabbabari! Jafnvel má halda slíkum umræðum áfram eftir matinn yfir góðu glasi af rabarbaralíkjör og kaffi. Einhver gæti líka freistast til að troða dálítlu rabar- baralaufi í pípu og reykja það. Matar- blaðamaður mælir hins vegar ekki með því, enda getur það valdið sárindum í munni og hálsi og fleiri leiðindum - ef marka má frétt í Morgunablaðinu frá 1918. lengi lifi rabarbarinn! Rabarbaraafurðirnar eru fjölbreyttar eins og glöggt má sjá. Kræsingar úr rabarbara blöstu við hvert sem litið var á rabarbarahátíðinni í Reykholti. Það er um að gera að skoða sig vel um og smakka.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.