Hafnarfjörður - Garðabær - 27.06.2014, Blaðsíða 12

Hafnarfjörður - Garðabær - 27.06.2014, Blaðsíða 12
Bæjarlind 6 | 201 Kópavogi | 564 2013 | Bazaa r-r.is | Startarar og alternatorar Fyrir flestar gerðir fólksbíla, jeppa, vörubíla og vinnuvélar. Varahluta og viðgerðaþjónusta, gerum föst verðtilboð í viðgerðir Bíldshöfða 14 sími 553-1244 55ár í þjónustu við bíleigendur! ljosboginnehf@simnet.is 12 27. júní 2014 Garðbæingur og Hafnfirðingur gerðu góða ferð til Svíþjóðar: Komu heim með gullið Birgir Þór Stefánsson,23ja ára Garðbæingur og Þórður Bjarkar Árelíus- son,23ja ára Hafnfirðingur, komu gulli prýddir heim af alþjóðlegu móti í tælensku boxi eða Muay Thai, sem haldið var í Svíþjóð á dögnum. Þeir stunda íþrótt sína í aðstöðu VBC við Smiðjuveg í Kópavogi. Þar eru jafnframt stundaðar ýmsar aðrar bardagaíþróttir og fleira sport, líkt og brasilískt Jiu Jitsu, box, Spartanþrek, Cupueira og Yoga. Auk Þórðar og Birgis keppti Keflvík- ingurinn Sæmundur Ingi Margeirs- son einnig á mótinu, en með í för voru Þjálfarinn Kjartan Valur Guðmunds- son og Róbert Elís Erlingsson, sem tók myndirnar sem hér birtast á síðunni. Mótið ber nafnið Supremacy League og haldið var í One Cuai í Stokkhólmi fyrir rúmum hálfum mánuði. Íslensku keppendurnir þóttu standa sig með prýði og unnu þeir allir til gullverð- launa. „Það er lítið um að fólk slasi sig á æfingum eða keppni. Menn verða kannski örlítið marðir í keppni, en það er vel haldið utan um þetta,“ segir Kjartan Valur í samtali við blaðið, og bætir því við að ýmsar hefðir og venjur tengist íþróttinni, eins og að sýna and- stæðingnum djúpa virðingu. Um 60 manns eru við æfingar hjá VBC í Kópavogi en um 170 manns eru í klúbbnum. „Við fluttum hingað í nóvember og Kópavogsbúum er líka að fjölga. Með haustina verða haldin unglinganámskeið, bæði í glímunni og öðru. Það er töluvert af stelpum að æfa þetta úti, og þeim fer líka fjölgandi hjá okkur.“ Keyrir í Kópavoginn Birgir Þór 23 ára Garðbæingur hefur keppt í Muay Thai síðan 2012 og á sein- ustu 14 mánuðum keppt 6 sinnum er- lendis með góðum árangri í Danmörku og Þýskalandi, samhliða æfingum og keppnum stundar hann nám við Úr- smíði í Danmörku og vinnur í Meba/ Rhodium. Þórður Bjarkar 23 ára Hafnfirðingur hefur stundað hnefaleika frá 14 ára aldri og færði sig yfir í Muay Thai í kringum 2009. Þetta var í þriðja sinn sem Þórður keppir á erlendri grundu. Sæmundur Ingi 25 ára er Keflvíkingur sem leggur á sig að keyra í Kópavog- inn oft í viku á æfingar en hann hefur stundað Muay Thai í 3 ár og dvaldi meðal annars í Tælandi í 6 mánuði við æfingar. Sæmundur keppti í sitt fyrsta skipti um helgina og vann í annari lotu með tæknilegu rothöggi. Samhliða æfingum er Sæmundur í skóla og vinnur á Keflavíkurflugvelli í sumar. Þjóðaríþrótt Tælendinga Muay Thai eða Tælenskt box er þjóðaríþrótt Tælendinga og ríkir sterk hef og siðir í kringum íþróttina sem gefur til kynna en lítið er vitað um sögu íþróttarinnar þar til á sextándu öld þar sem saga hennar brann í árás Búrma á Tæland í lok fimmtándu aldar. Muay Thai hefur borist á seinustu áratugum meir og meir til vestrænna þjóðar og er í dag keppt um öll Norð- urlöndin, bæði þá innan hverrar þjóðar sem og Norðalanda, Evrópu og heimsmeistaramótum. Svíar eru eru sagðir mjög sterkir í íþróttinni og meðan á dvöl hópsins í Svíþjóð stóð æfði hann með fyrrum lög- reglukonunni og heimsmeistaranum í Muay Thai 2006 Pernilla Johannson og Isu Tidsblad núverandi heimsmeistara 2014 ásamt Norðurlandameisturum og Sænskum meisturum. NÝ SENDING AF SÓFASETTUM Teg. Giulia 3 - 1 - 1 og 3 - 2 - l leður. Reykjavíkurveg 66 220 Hafnarfirði sími 565 4100 Birgir Þór í keppni. Ýmsum aðferðum er beitt til að auka einbeitinguna. Hér stendur Sæmundur á öðrum fæti. Myndir: Róbert Elís Erlingsson. Þórður lyftir höndum til himins eftir sigurinn. Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði: Lítið afdráttarlaus stefnuyfirlýsing „Það kom mér og eflaust flestum á óvart hversu stutt og lítið af-dráttarlaus þessi stefnuyfirlýs- ing er í öllum meginatriðum,“ segir Gunnar Axel Axelsson, oddviti Sam- fylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar. Stefnuyfirlýsingin var kynnt á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar eftir kosningar, undir yfirskriftinni „Hafnarfjörður – horfir móti sól“. „Sem betur fer eru þarna nokkur verkefni sem síðasta bæjarstjórn setti af stað og nýr meirihluti sér tilefni til að nefna sérstaklega að fái áfram- haldandi stuðning, svo sem að áfram verði herjað á fjármálaráðherra um að hann svari margítrekuðum fyrir- spurnum bæjarins um að hvað rík- isvaldið ætli sér í málefnum fyrrum St. Jósefsspítala,“ segir Gunnar Axel.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.