Hafnarfjörður - Garðabær - 11.07.2014, Blaðsíða 11

Hafnarfjörður - Garðabær - 11.07.2014, Blaðsíða 11
1111. júlí 2014 Kartöflurnar inn í borgarann HM borgarinn að þessu sinni er með steiktum kartöfluklöttum. Það þýðir að kartöflurnar eru innifaldar í borg- arnum sem gera hann einfaldari til átu fyrir framan sjónvarpið. Hér á opnunni er uppskrift að kartöfluklöttunum sem finna má í Íslensku hamborgarabókinni sem undirritaður gaf út í fyrra. Byrjið á því að gera þá. Haldið þeim heitum í ofni við svona 100 gráður. Gerið svo borgarana. Hér er töfraráð úr bókinni. Gott er að kæla borgarana fyrir eldun. Best er að þeir séu u. þ. b.4 gráðu heitir – s. s. beint úr ísskáp. Þá tolla þeir í fyrsta lagi betur saman en aðalmálið er að þá verða þeir ekki of eldaðir að innan þegar þeir eru orðnir passlega steiktir að utan. Töfrabrauð Veljið annað hvort gróft eða fínt brauð. Hér er annað töfraráð. Bræðið dálítið smjör og penslið brauðin – báða hluta – og hitið svo. Þetta gerir gæfumuninn! Saxið niður eitthvað af góðu grænmeti til að setja á milli. Steikið svo borgarana. Tíminn fer eftir þykkt þeirra. Svo er líka afskaplega gott að gera vel við sig í osti – nota til dæmis hvítmygluosta eins og Camenbert. Raðið svo öllu heila á klabb- inu saman; neðra brauði, grænmeti, borgara efra brauði. Svo má setja líka sósu ef menn vilja. Þótt á myndinni sé notuð Heimsins besta hamborgarasósa úr Íslensku hamborgarabókinni, mælir matarblaðamaður með því að nota kalda bearnaisesósu – svona í tilefni af HM. Uppskriftin fylgir með hér á opnunni. . . og í guðs bænum þrífið nú grillið og notið almennileg áhöld. Gleðilegan úrslitaleik! svavar@islenskurmatur.is HM borgarinn með kartöfluklöttum er ekkert slor. úrvals meðlæti með úrvals borgara á HM grillinu. Hreint grill og góðar græjur skipta máli.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.