Hafnarfjörður - Garðabær - 22.08.2014, Blaðsíða 8

Hafnarfjörður - Garðabær - 22.08.2014, Blaðsíða 8
8 22. ÁGÚST 2014 menningin Stuð á harmon- ikkuballi Bræðurnir Sigurður, Rúnar og Sævar Hannessynir ásamt Gunnlaugi Valtýssyni stóðu fyrir harmonikkutónleikum og dansleik í glaðasólskini í garði Ísa- foldar í Garðabænum á dögunum. Sigurður Hannesson, einn af fjöl- mörgum velvildarmönnum Ísafoldar, hefur staðið fyrir ýmsum skemmti- legum viðburðum á Ísafold sem er afar vel metið. Íbúar og starfsfólk Ísafoldar nutu tónlistarinnar úti í sólskininu, eins og sjá má á þessum myndum af vefsíðu Ísafoldar. Dramatík með kolsvörtum húmor „Ég held að allstaðar í heiminum sé erfitt að vera listamaður og lifa á því, og ég er ekki viss um að Ísland sé mjög frábrugðið öðrum löndum.“ segir Aríel Jóhann, nemandi í tæknivinnslu við Kvikmyndaskóla Íslands. „Ísland hefur sína kosti og galla fyrir kvikmyndagerðarmenn, en það eru einmitt þeir sem gera okkur að íslenskum kvikmyndagerðarmönnum með okkar sérstöðu, einstöku þolinmæði, bjartsýni og þrautsegju. Maður þarf að vera nett geðveikur til að vera kvikmyndagerðarmaður til að byrja með. Með íslenskri veðráttu verður geðveikin bara meiri.“ Aríel er einn þeirra þriggja sem fékk úthlutað styrk úr Hvatningasjóði ungra listamanna í Garðabæ árið 2014. Styrkurinn er veittur árlega og geta hópar og einstaklingar á aldrinum 15-25 ára, búsettir í Garðabæ, sótt um fyrir hvers kyns verkefnum eða listviðburðum. „Lifandi boxpúði“ Aríel hlaut styrk til að vinna að nýrri stuttmynd í sumar. Myndin ber titil- inn „Sól“ og fjallar hún um samnefnda stelpu á tvítugsaldri. „Hún er leigð út af systur sinni sem einskonar „lifandi boxpúði“, í þeim tilgangi að vera útrás fyrir blæti ýmissa karla, og er þeim því leyft að berja hana til óbóta. Þetta er ein af mörgum ólöglegum gróðraleiðum systranna til að borga fyrir aðstæður sínar, en móðir systranna liggur í dái eftir hjartaáfall, afleiðingar hrikalegs drykkjulífernis.“ Nú þegar eru leikararnir Þóra Kar- ítas, Unnsteinn Garðason og Pétur Óskar Sigurðsson tengdir verkefn- inu. Framleiðendur eru Aríel Jóhann, Sigurður Anton og Silja Ástudóttir, en sagan er upprunalega eftir Sigurð Anton. Hoppar út í djúpu laugina Aríel segir það mikinn heiður að hljóta styrkinn og þar með traust og trú þeirra sem sitja í stjórn menningarsjóðs Garða- bæjar. Það sé ekkert sem hann hefur jafn mikla ástríðu fyrir og kvikmyndagerð og verkefnið gefi honum frelsi til að skapa myndina á þann hátt sem hann þurfi. Hann kjósi að gera dramatískar myndir með kolsvörtu gríni, sem sýni grófar og jafnvel ógeðslegar hliðar á mannlegu eðli. „Ekki beint hinar týpísku léttmetis myndir, heldur ekki auðveldustu mynd- irnar í framkvæmd - en ég lærði snemma í þessu námi að best væri að hoppa beint út í djúpu laugina. “Aríel segir styrkinn frá Garðabæ hafa hjálpað mjög, en nóg sé eftir af framleiðsluferlinu. „Við erum enn að safna styrkjum til að fjármagna myndina, en þetta er stærsta stuttmynd sem ég hef gert hingað til.“ Ekkert er ómögulegt Að sögn Aríels eru aðstæður í Kvik- myndaskóla Íslands vel til þess fallnar að leyfa listamönnum að blómstra. Það að hann skuli hafa haft þolinmæði og hugrekki til að halda áfram í kvik- myndagerð þakkar hann stuðningi kennaranna. „Þar ber helst að nefna Sindra Þórarins, Jonney Devaney & Ágústu Margréti - en líka andinn úr bransanum sem endurrómar í skól- anum; Ekkert er ómögulegt.“ Hræðilegt að velja Aríel forðast að sérhæfa sig of mikið innan kvikmyndagerðarinnar þar sem honum finnst flest störf henni tengd vera áhugaverð. Hann hefur fram til þessa skrifað nokkur handrit, framleitt, leikstýrt, tekið upp og klippt myndir, auk þess að hafa lært grunninn í hljóð- og eftirvinnslu. „En ef í einhverjum hræðilegum heimi, ég yrði að velja eina grein og skilja hinar eftir, myndi ég þó velja leikstjórn… eða kvikmynda- töku.“ Auk fjölda verkefna innan Kvik- myndaskólans hefur Aríel gert þrjár stuttmyndir og var sú nýjasta, Tönn fyrir tönn, frumsýnd á kvikmynda- hátíðinni Reykjavík Shorts & Docs í apríl síðastliðnum. Þá vann hann að stuttri heimildamynd í samstarfi við Possunt og Össur, um Helga Sveins- son gullverðlaunahafa í spjótkasti á Heimsmeistaramóti fatlaðra 2013. Mikil gróska Aríel segir stefnuna vera að búa til kvikmyndir það sem eftir, en segist þó ekki ætla flytja út fyrir landsstein- anna til að svo megi verða „Mér dytti ekki til hugar að flytja út, og miðað við gróskuna í kvikmyndagerð á síðustu árum, þá finndist mér það líka út í hött. Með tilkomu Bjarnfreðarson, Svartur á leik, og nú síðast Vonarstræti, erum við að sýna heiminum hversu stórkostlegt íslenskt bíó er orðið, og hef ég gífurlega mikla trú á bransanum hér á landi.“ Skrautlegar æfingar Enda þótt Aríel vilji helst vinna við fagið sitt öllum stundum þá telur hann sig vera afar lánsaman að deila fram- tíðar atvinnugreininni með ungum syni sínum sem hann eignaðist áður en hann vissi fyllilega hvað hann vildi verða. „Ólíkt mörgum listamönnum sem ég þekki, þá get ég ekki fókusað allri minni orku og einbeitingu í listina - ég sinni syni mínum Krumma líka og er hann alltaf númer eitt í mínu lífi, nákvæmlega eins og ég var fyrir frábærum foreldrum mínum. Þó það hefur boðið upp á nokkrar skrautlegar leikaraæfingar með Krumma minn í eftirdragi, þá hefur okkur einhvern- veginn tekist að láta það virka.“ Von er á að Sól verði fullkláruð og frumsýnd í lok ársins. Hægt er að fylgjast með á facebook.com/solstutt- mynd. Hildur björgvinsdóttir „Við erum enn að safna styrkjum til að fjármagna myndina, en þetta er stærsta stuttmynd sem ég hef gert hingað til,“ segir Ariel Jóhann.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.