Hafnarfjörður - Garðabær - 22.08.2014, Blaðsíða 11

Hafnarfjörður - Garðabær - 22.08.2014, Blaðsíða 11
Ótrúlegt úrval húsgagna Syrusson Hönnunarhús Síðumúla 33 syrusson.is 1122. ÁGÚST 2014 Frábær matarhátíð í Hafnarfirði Um liðna helgi var haldin í fyrsta skipti matarhátíð í miðbæ Hafnarfjarðar. Mikið var að gerast eftir endilangri Strand- götunni og á Thorsplani var breskur farandmarkaður sem seldi tyrkneskt sælgæti, ólífur og fleira góðgæti. Veðrið lék við bæjarbúa og aðra gesti og sólin bakaði menn jafnt og málleysingja. Mikið var við að vera, skottsala við Fjörð, veitingastaðir færðu sig út og götulistamen settu líka svip sinn á bæinn. Sjálfur stóð matarblaðamaður vaktini á laugardaginn og grillaði úr- vals hamborgara ofan í í soltna Hafn- firðinga. Í Verður örugglega fastur liður Ingvar Björn Þorsteinsson, aðal skipu- leggjandi hátíðarinnar, segir alla hafa verið yfir sig ánægða með niðurstöð- una. „Gat ekki farið betur“ segir hann „troðfullur bær og mikil stemming.“ Þettta var í fyrsta skipti sem þessi hátíð er haldin en næsta víst að framhald verður á ef marka má viðtökurnar og mætinguna. Hvert sem litið var mátti sjá brosandi andlit. Segja má að það hafi verið stappfullt í bænum á laugar- deginum og þó nokkur fjöldi fór líka ofan í bæ á sunnudaginn. Báða dag- ana voru matartengdar bíósýningar í Bæjarbíóii. „Við erum þegar farin að huga að framhaldinu á næsta ári“ segir Ingvar Björn. Svavar Halldórsson svavar@islenskurmatur.is Allir fengu að smakka. Matarblaðamaður stóð vaktina. Ekki vantaði áhugann. Sumum þótti gott að læðast aðeins út úr mannfjöldanum.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.