Hafnarfjörður - Garðabær - 05.09.2014, Blaðsíða 4

Hafnarfjörður - Garðabær - 05.09.2014, Blaðsíða 4
4 5. SEPTEMBER 2014 Stjarnan tók bikarinn Stjarnan hampaði bikarmeistaratitl-inum á laugardag þegar stelpurnar unnu Selfoss 4-0 á Laugardalsvelli. Harpa Þorsteinsdóttir íþróttakona Stjörnunar fór á kostum í leiknum og skoraði þrjú mörk. Þetta er í annað sinn sem meistaraflokkslið Stjörnunnar hampar þessum eftirsótta titli. HAFNARFJÖRÐUR / gARÐAbæR 16. TbL. 4. ÁRgANgUR 2014 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is, Veffang: fotspor.is, Ritstjóri: Ingimar Karl Helgason, sími: 659-3442 netfang: ingimarkarlhelgason@gmail.com, Matarblaðamaður: Svavar Halldórsson. Sími. 869-4940. Netfang. svavar@islenskurmatur.is, Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 13.500 eintök. dreifing: Póstdreifing. Fríblaðinu er dreiFt í 13.500 e intökum í allar íbúðir í HaFnarFirði / Garðabæ Haraldur L. Haraldsson, nýr bæjarstjóri, bendir á að Hafnarfjarðarbær hafi verið rekinn með afgangi á síðasta ári. Enn megi samt gera betur, án þess að draga úr þjónustu eða segja upp fólki, en um 1900 manns starfa hjá bænum. Hann segir í ítarlegu viðtali hér í blaðinu frá hugmyndum sínum. Fyrst þurfi að taka stöðuna. Síðan ákveða aðgerðir. Þetta er ágæt aðferð. Ekkert hefur verið ákveðið um aðgerðir að sögn, en samt blasir við að einhverjar hugmyndir eru á sveimi. Haraldur flutti ræðu á bæjarstjórnarfundi í vikunni og ræddi meðal annars um áætlun til að jafna laun kynjanna. Það er gott markmið og vonandi sjáum við árangur. En sömuleiðis kom hann inn á umræðu um „að auka þátt kvenna í atvinnurekstri.“ Sveitarfélög geti þar sýnt frumkvæði. Hann nefndi sem dæmi að hátt hlutfall kvenna starfaði á leikskólum, við heimaþjónustu og hjúkrun. „Ef á að úthýsa slíkum verkefnum tel ég það frumskilyrði að áður verði þau boðin út, í þeim tilgangi meðal annars að gefa fleiri aðilum tækifæri á að bjóða í slík verkefni. Þar eiga að skapast möguleikar, meðal annars til dæmis fyrir konur í atvinnurekstri.“ Það er sannarlega áhugavert að bæjarstjórinn nefni einkavæðingu grunnþjónustu sveitarfélagsins í sinni fyrstu ræðu. Þetta er pólitík. Maður fær á tilfinninguna að stefnan sé að fara í aðgerðir af þessu tagi. En það er jákvætt að menn séu óhræddir við að lýsa hugmyndum. Þá er hægt að ræða þær og fara yfir kosti og galla. Og þá ekki síður að vandlega verði farið yfir reynslu af slíku fyrirkomulagi. Auk þess sem fólk getur spurt sig hvort það vilji að skattféð sem fjármagnar grunnþjónustuna, endi sem arðgreiðslur hjá hluthöfum einka- fyrirtækja. Þetta er pólitík. Við skulum líta á þessa hugmyndafræði einkarekstrar í öðru samhengi. Haraldur segir í viðtali hér í blaðinu að það sé engin pólitík í sveitarstjórnum. En hvað er það annað en pólitík að fela einkaaðilum að reka grunnþjónustu. Þetta er ekki bara pólitík, heldur sjálfur kjarninn í því hvernig við högum samfélaginu. Við höfum nýleg dæmi úr nálægum sveitarfélögum að neysluvatnið var selt einkafyr- irtæki sem fékk neitunarvald í ákvörðunum fyrirtækisins, þrátt fyrir minnihlutaeign. Þetta fyrirtæki heitir HS veitur og á Hafnarfjarðarbær hlut í því. Sjálfstæðismenn, sem voru í stjórnarandstöðu fyrir kosningar, vildu á sínum tíma selja hlut bæjarins, en ekki þeir sem þá voru við stjórn. Dreifing á rafmagni til bæjarbúa er í höndum þessa fyrirtækis. Þar vill bærinn gæta hagsmuna íbúanna og færa ekki ákvörðunarvaldið í málefnum þessa mikilvæga fyr- irtækisins úr höndum fólksins. Áhrifaleysi fyrir tímabundinn gróða. Þetta er pólitík. Sveitarstjórnir þurfa sannarlega að takast á við ýmis lögbundin verkefni. Það þýðir ekki að þar sé engin pólitík. Það er við úrlausn slíkra verkefna sem við sjáum grunn- pólitíkina í samfélaginu. Menn ættu að varast að reyna að telja fólki trú um annað. Ingimar Karl Helgason Þetta er pólitík Leiðari Við erum til Við fögnum þeirri umræðu sem var áberandi í að-draganda kosninga og ekki síst kosningaloforðum um breiðara samstarf og aukna samvinnu í bæj- arstjórn Hafnarfjarðar. Með áherslu á eflingu lýðræðis, opnari stjórnsýslu og aukna þátttöku íbúa í ákvörðunum sem varða þeirra líf og aðstæður hefur samvinna sömuleiðis aukist milli fulltrúa ólíkra stjórnmálaflokka í bæjarstjórn Hafnarfjarðar síðustu ár. Á síðasta kjörtímabili eru þannig fjölmörg dæmi um vel heppnuð samvinnuverkefni þar sem öll bæjar- stjórnin hefur unnið heilshugar saman, sbr. verkefnastjórn um byggingu nýs hjúkrunarheimilis, atvinnuátaksver- kefnið Áfram, úttekt og skýrslu um fjárhagsleg samskipti Hafnarfjarðar- bæjar og íþróttafélaganna, vinnu að umhverfis- og auðlindastefnu, Aðal- skipulag Hafnarfjarðar og svo mætti lengi telja. Haustið 2008 tók fulltrúi Vinstri grænna sömuleiðis fullan þátt í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009 og aftur fyrir árið 2010 með þáverandi meirihluta. Fráfarandi meirihluti lagði sig sér- staklega fram um að ná samstöðu með fulltrúum minnihluta um allar stærri tillögur sem fluttar voru í bæjarstjórn eða í einstökum ráðum og nefndum. Það átti meðal annars við um allar þær tillögur sem samþykktar voru á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar vorið 2010, af bæjarstjórninni sem einni samstæðri heild. Sú samstaða spratt ekki af sjálfu sér heldur byggði hún á virku frum- kvæði, markvissri vinnu og jákvæðum samskiptum. Orð og athafnir Ef tryggja á jafna aðkomu þeirra sem koma að starfi bæjarstjórnar verða orð og athafnir að fara saman. Umfram allt verður fólk að gæta sanngirni og virðingar í samskiptum hvert við annað. Þegar flokkar skiptast í meiri- og minnihluta hvílir mikil en ólík ábyrgð á báðum aðilum. Meirihluti sem vill raunverulega stuðla að breiðri samvinnu og þátttöku fulltrúa allra flokka verður að sýna skýrt frumkvæði í verki og gefa minnihluta raunverulega aðkomu að undirbúningi ákvarðanna og mótun hins formlega dagskrárvalds. Það er ekki sjálfgefið að þeir sem eru í minnihluta taki slíku boði um beina þátttöku og mörg dæmi eru um það á vettvangi íslenskra stjórnmála að flokkar velji fremur að vera í hefð- bundinni „stjórnarandstöðu“, hafni samvinnu og þar með ábyrgð á þeim ákvörðunum sem teknar eru. Öðruvísi bæjarstjórn Í nýlegri grein sem oddviti Bjartrar framtíðar ritaði og birtist í þessum miðli er því haldið fram að ekki hafi verið vilji til að mynda breiða sam- stöðu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eftir kosningarnar í vor og látið að því liggja að það hafi átt jafnt við um alla flokka. Slíkar fullyrðingar koma okkur í minnihlutanum á óvart þar sem fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna voru sannarlega tilbúnir til að láta á slíkar viðræður reyna og lögðu jafnframt til aðkomu allra framboðanna að slíku samstarfi. Sjálfstæðisflokkurinn var hins vegar ekki tilbúinn til viðræðna um annað en hefðbundið meirihlutasamstarf og hefðbundin skil milli meiri- og minni- hluta. Engar raunverulegar viðræður fóru því fram um þann möguleika að mynda meirihlutasamstarf á breiðari grunni, heldur völdu fulltrúar Bjartrar framtíðar einfaldlega að leita eftir meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðis- flokk. Það er því hvorki rétt né sann- gjarnt að okkar mati að gefa það í skyn að hugmyndin um breiðari samvinnu og „öðruvísi“ bæjarstjórn hafi strandað á þeim flokkum sem voru slíkum við- ræðum raunverulega fylgjandi. Önnur tilraun Þrátt fyrir skýr fyrirheit og á köflum allt að því hástemmdar yfirlýsingar hefur nýr meirihluti haldið spilunum þéttar að sér en tíðkast hefur í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar, ekki kallað eftir samstarfi eða leitað eftir samráði með sama hætti og venja hefur verið til. Tillögur eru bornar fram án kynningar og án þess að reynt sé að ná um þær samstöðu fyrirfram og jafnvel ætlast til þess að bæjarstjórn samþykki þær um- ræðulaust. Þrátt fyrir yfirlýsingar um bætt vinnubrögð og aukna samvinnu hefur veruleikinn því verið allt annar og í þveröfuga átt þessar fyrstu vikur og mánuði nýs kjörtímabils. Þeir sem hafa reynslu af setu í bæjarstjórn upplifa því sumpart afturhvarf til fortíðar, fyr- irkomulags sem margir myndu segja að tilheyrði valdapólitík liðinna ára- tuga miklu fremur en nútímalegum og framsæknum umbótastjórnmálum. Við erum hins vegar hvergi af baki dottin og erum langt í frá tilbúin að slá breiðara og aukið samstarf í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar út af borðinu. Við erum jafn tilbúin og áður til að gefa þeirri hugmynd tækifæri að fulltrúar ólíkra stjórnmálaflokka geti unnið saman að stórum málum til hagsbóta fyrir bæjarbúa alla. Við erum líka til- búin til að gefa nýju fólki og nýjum flokkum svigrúm til að kynnast um- hverfinu, verkefnunum og nýrri bæjar- stjórn tækifæri til að vinna saman. Við skorum því á nýjan meirihluta að koma með okkur í það verkefni og leggja það í sem þarf. Við erum til. Höfundur eru Adda María Jóhanns- dóttir, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Gunnar Axel Axelsson og Ófeigur Friðriksson, bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna í Hafnarfirði. Frístundabíllinn ekur af stað Byrjað er að skrá á Frístundabíl-inn í Garðabæ. Bíllinn hefur það hlutverk að aka börnum frá tómstundaheimilum grunnskóla í bænum í íþrótta- og tómstunda- starf. Hann ekur á starfstíma skól- anna alla virka daga frá 14:15-17:30. Aksturinn hófst í byrjun vikunnar og stendur til 19. desember, og hefst aftur 5. janúar. Í vetur verða tvær leiðir á vegum Frístundabílsins. Leið 1 fer frá Mýr- inni til Sjálandsskóla með viðkomu í Tónlistarskólanum í Kirkjulundi og að Ásgarði á hverjum 30 mínútum. Fyrsta ferð dagsins er frá Mýrinni kl. 14:15. Leið 2 fer á klukkutíma fresti frá Álftanesi með viðkomu í Ásgarði, Tónlistarskólanum í Kirkjulundi og að Mýrinni. Fyrsta ferð frá Álftanesi er kl. 14:45, segir á vef Garðabæjar. Aðgangskort í frístundabílinn eru persónugerð rafræn kort, sem kall- ast Garðakort, sams konar og notuð eru í sundlaugunum. Í umsókn um frístundabíl sem fyllt er út á vef Garða- bæjar er hægt að panta kort og þar er einnig hægt að kaupa inneign á kort, eigi barnið kort fyrir. Kortið kostar 700 krónur. Akstur með Frístundabílnum kostar 15 þúsund krónur fyrir allan vet- urinn, en annars 8 þúsund á haustönn, en 10 þúsund á vorönn. Einnig er hægt að kaupa 30 stakar ferðir á 7 þúsund krónur, segir á vef Garðabæjar. Skáning stendur yfir á vef Garða- bæjar auk þess sem þar má finna frekari upplýsingar um bílinn og ferðir. Hækkun hjá Jólaþorpi Menningar- og ferðamálaráð leggur til að leigugjald fyrir söluþorp í Jólaþorpinu í Hafnarfirði verði hækkað úr 10 þúsund krónum í 15 þúsund. Ráðið ákvað að leggja þetta til við bæjarráð. Mynd: Stjarnan.is

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.