Hafnarfjörður - Garðabær - 05.09.2014, Blaðsíða 12

Hafnarfjörður - Garðabær - 05.09.2014, Blaðsíða 12
ER BÍLSÆTIÐ RIFIÐ ? Viðgerðir á öllum gerðum af bíla-, mótorhjóla og snjósleðasætum. Húsbílaklæðningar og öll almenn bólstrun. Við erum þekktir fyrir fljóta og góða þjónustu. Hamraborg 5 kóp, Hamrabrekkumegin S. 544 5750 www.hsbolstrun.is Formbólstrun Rau ðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 106.900 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 125.765 Meira en bara blandari! Svefnsófar - Svefnsófar. Áklæði svart , með 2 bakpúðum lime/svart stærð 90 x 200 / 150 x 200 5. SEPTEMBER 201412 Hljómsveitir í fæðingu Um 520 nemendur verða við nám í tónlistarskóla Garða-bæjar í betur, en kennarar eru hátt í 50. Í vetur verður boðið upp á tónlistarval við skólann í samstarfi við Garðaskóla, en verkefnið kallast rytmísk Hringekja og er fyrir nem- endur í 9. og 10. bekk. Tíu nemendur munu hafa sótt um. Kennt verður á skólatíma. Fjórir kennarar frá tónlistarskólanum munu kenna þátttakendum á rafgítar, rafbassa og trommur. Kennt verður á hvert hljóðfæri í einn og hálfan mánuð, og eftir það verða stofnaðar hljómsveitir og lög leikin eftir getu hvers hóps. 50 ára afmæli Tónlistarskóli Garðabæjar hóf starfsár sitt á ný í lok ágúst og að venju er fjöl- breytt starfsemi framundan í skóla- starfinu, segir í umfjöllun um skólann á vef Garðabæjar. 50 ára afmæli skólans hefur verið haldið á og voru af því til- efni meðal annars haldnir hátíðartón- leikar, sem þóttust heppnast vel. Söngsmiðja Í Tónlistarskólanum verður boðið upp á sérstaka söngsmiðju fyrir 9-12 ára. Nemendur sækja hóptíma einu sinni í viku og einnig söngtíma þar sem eru þrír nemendur saman, auk þess að stúdera tónfræðitíma. Í söngsmiðjunni fá þau að læra eðlilega og áreynslu- lausa raddbeitingu auk þess að syngja í röddum. Unnið verður með íslensk sönglög, dægurperlur og söngleikjalög. Einnig verður farið í leikræna tjáningu og túlkun með skemmtilegum og örvandi leiklistaræfingum. Skráning er enn í gangi, eftir því sem segir á vef Garðabæjar. Hlutfall fargjalda of lágt í bókum Strætó bs. Vilja hækka fargjöld um 10 prósent Stjórnendur Strætó bs. vilja að far- gjöld verði hækkuð um 10 prósent og að hækkunin taki gildi 1. des- ember næstkomandi. Þetta kemur fram í minnisblaði Reynis Jónssonar, framkvæmdastjóra, sem lagt var fyrir stjórn byggðasamlagsins nýlega. Þar segir að samkvæmt eigendastefnu Strætó bs. eigi fargjöld að standa undir 40 prósentum af rekstrarkostnaði, en 60 prósent komi frá eigendum. Fargjöldin standa nú undir 26 prósentum kostn- aðarins, en þetta hlutfall var 30 prósent í fyrra. Bryndís Haraldsdóttir, stjórnarfor- maður Strætó bs. bendir á þetta hlutfall í svari sínu við fyrirspurn blaðsins, sem greint er frá á bls. 2 hér í blaðinu. Frestuðu hækkun Megin ástæðan fyrir lægra hlutfalli var frestun á fyrirhugaðri 7 prósenta hækkun á gjaldskrá sem gert var ráð fyrir að tæki gildi 1. desember í fyrra. Fram kemur í minniblaðinu að stjórn- endur Strætó vilji einfalda gjaldskrána, en einnig að hún verði hækkuð um „10% að meðaltali 1. desember nk,“ segir í minniblaðinu. Þar segir einnig að gjald- skráin hafi ekki verið hækkuð í meira en ár og almennt fargjald, sem nemur 350 krónum, ekki í þrjú ár. Hundruð milljóna fjárfestingar Til stendur að fjölga vögnum og auka akstur á bæði álagstímum, sunnudögum og á rauðum dögum. Raunar átti að auka sunnudagaaksturinn nú í ár en því var frestað vegna óvissu um efndir ríkisins á samningi um almenningssamgöngur. Nú gera stjórnendur Strætó ráð fyrir því að 1. janúar byrji vagnarnir að ganga klukkan hálfátta á sunnudagsmorgnum og helgidögum, í stað 11:30 eins og nú tíðkast, ef marka má minnisblaðið. Skuldlaus Strætó Áætlað er að viðbótarakstur á álagstímum og helgidögum muni kosta 300 milljónir króna. Þá er stefnt að því að endurnýjun vagna verði ekki fjár- mögnuð með lánum, en í minnisblaðinu segir að til þess að svo megi vera, sé „í áætlunum gert ráð fyrir að handbært fé frá rekstri verði ekki lægra en 350 m.kr. á næstu árum“. Gangi áætlanir eftir verði Strætó skuldlaus árið 2018. Sam- kvæmt nýjasta ársreikningi Strætó bs. nema skammtíma- og langtímaskuldir rúmum 877 milljónum króna. Hafnarfjörður og Garðabær greiða um 15 prósent Hafnarfjarðarbær greiðir upp undir 10 prósent af framlögum sveitarfé- laganan og Garðabær 5,6 prósent, eins og sjá má á yfirlitinu sem er skjámynd úr minnisblaði stjórn- enda strætó. Krafa sveitar- félaganna að hækka Sigrún Edda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi og fulltrúi bæjarins í stjórn Strætó bs., segir að það hafi verið rætt í nokkurn tíma í stjórninni að hækka fargjöld í almenningsvagna. „Það er krafa frá eigendum Strætó bs. að far- gjaldatekjur komi til með að skila um 40% af tekjum Strætó bs.,“ segir hún í svari við fyrirspurn blaðsins. Sig- rún Edda segir langt um liðið síðan fargjöld voru síðast hækkuð en það einnig áformað að einfalda fargjalda- uppbyggingu samhliða ásamt því að við náum vonandi að bjóða upp á fjölbreyttari greiðslumáta en verið er að byggja upp greiðsluapp þannig að hægt sé að greiða á rafrænan máta fargjöld.“ Einar Birkir Einarsson, fulltrúi Hafnarfjarðar og bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar, segir að segir að vega þurfi og meta hversu mikið eigi að koma frá sveitarfélögum og hversu mikið í gegnum fargjöld í bókum Strætó bs. „Þetta þarf að vega og meta áður en ákvörðun verður tekin,“ segir hann í svari við fyrirspurn blaðsins. Málið sé í skoðun í tengslum við fjárhagsáætlun sem ekki hafi verið afgreidd. Blaðið sendi fulltrúum allra sveitarfélaga fyrirspurn um hugs- anlega fargjaldahækkun. Bryndís, Sigrún Edda og Einar höfðu svarað þegar blaðið fór í prentun. Ekki hefur komið fram hvort hugur farþega til hækkunar fargjalda hafi verið kannaður.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.