Hafnarfjörður - Garðabær - 05.09.2014, Blaðsíða 14

Hafnarfjörður - Garðabær - 05.09.2014, Blaðsíða 14
14 5. SEPTEMBER 2014 Hafnfirskum ljóðskáldum gert hátt undir höfði Staksteinar við fjöruborðið kallast sumarsýning Bókasafns Hafnar-fjarðar sem er um hafnfirsk ljóð- skáld. „Okkur fannst tímabært að minna á kveðskap þekktra sem óþekktra hafnfirska ljóðskálda,“ segir Brigitte Bjarnason bókavörður, en hún og samstarfskona hennar, Sigrún Sigur- jónsdóttir, sjá um sýningar á vegum safnsins. Þær stöllur fundu verk eftir þekkt ljóðskáld, eins og til dæmis Örn Arnarson, Stefán Hörð Grímsson og fleiri, „en einnig nokkra gullmola eftir minna þekkt ljóðskáld eins og Jóhannes Jóhannesson og Jón Berg- mann,“ segir Brigitte og heldur áfram: „Við vildum gjarnan sýna fleiri verk eftir skáldkonur, en það fannst því miður frekar lítið í hillum safnsins.“ En það er ekki bara boðið upp á ljóð eftir hafnfirsk skáld á bókasafninu því gestum safnsins gefst líka tækifæri á að spreyta sig í ljóðlistinni – settur var upp „ljóðaveggur“ á annarri hæð safnsins - og hefur það mælst vel fyrir. „Þar kom margt á óvart og sýnir með afgerandi hætti að ljóðið er ekki í dauðateygjunum – fólk hefur verið duglegt að skrifa á ljóðavegginn. Unga kynslóðin hefur til dæmis greinilegan áhuga á að tjá sig um ýmis málefni eins og ástandið á Gaza, og ætti að fá fleiri tækifæri til þess.“ Sýninginn er á fyrstu og annari hæð safnsins og stendur til septemberloka. Hér má lesa eitt ljóðið sem skrifað var á vegginn góða, en það er eftir Ísak Henningsson, sem gaf góðfúslegt leyfi til birtingar á því. (Texti frá Bókasafni Hafnarfjarðar). Ármann Þorgrímsson yrkir um Siðareglur Umboðsmann með eðli grátt ætti að setja á steglur. Framsókn hefur alltaf átt eigin siðareglur. Hreinn Guðvarðarson orti undir sjónvarpsfréttum: Oft eg sit við sjónvarpið þar sýnist andinn slíkur. Okkur kemur ekkert við utan Reykjavíkur. Kristján Runólfsson varð fyrir handarskaða og orti: Úlnliðurinn bólginn, blár, blæðir inn í holdið, þó að ég sé kappi klár, kvalinn er ég „soldið“ Davíð Hjálmar Haraldsson orti á Grenivíkurgleði á Grenivík. Hann tók þátt í viðburðum dagsins með því að ganga/skokka í kringum Þengilshöfða í grenjandi rigningu og roki: Oft er hált á Höfðans slóð og hætt er þar við foki. Drulluna í ökkla óð í úrhelli og roki. Og Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir áfram: Breti sem við Barentshaf berja vildi Olgu hrasaði í hrúgu af hreindýrstaði volgu. Kerlingin á Skólavörðuholtinu orti í vætunni í Reykjavík Regnið vætir nára og nef, nauð er við að búa, ryðskán ég á rumpi hef, rakaskemmd og fúa. Gunnar Kr. Sigurjónsson yrkir Það var eitt sinn rauðhærður Rússi, sem reiddist í viðskiptastússi. Hann barði í borðið og bað svo um orðið, en fór síðan burtu í fússi. Sá Gamli yrkir: Svo var það framsækinn Finni sem fórnaði konunni sinni; hnýtti´henni hnút og henti svo út því hann vildi vera með hinni. Ingólfur Ómar Ármannsson yrkir sléttuband: Stakan góða léttir lund lífgar gróður dagsins, Vakan ljóða styttir stund styrkir glóðir bragsins. vísnastund Pétur Stefánsson pest@visir.is Fréttirnar frá Palestínu Fólk segir að allt sé í fínu Þau hafa þá ekki heyrt fréttirnar frá Palestínu Ísraelsmenn stríð heyjandi Palestínumenn deyjandi Við getum ekki bara leyft þessu að gerast Frekar leyfum við orðinu að berast Að þetta gengur ekki lengur Of margir svangir Veröldin á bláþræði hangir Slökum ekki á! Látum þetta ekki á okkur fá! Ef allur heimurinn leggst saman á eitt Þá getum við fengið þessu breytt (Ísak Henningsson) Smiðsbúð 10 | 210 Garðabær Sími: 554 4300 | www.solskalar.is hf Sólskálar Svalaskjól Gluggar og hurðir Smiðsbúð 10 | 210 Garðabær Sími: 554 4300 | www.solskalar.is hf Sólskálar Svalaskjól Gluggar og hurðir

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.