Hafnarfjörður - Garðabær - 19.09.2014, Blaðsíða 4

Hafnarfjörður - Garðabær - 19.09.2014, Blaðsíða 4
4 19. SEPTEMBER 2014 Jaðarsett kirkja? Ef samtíminn væri vídeóleiga þá væri kirkjan í bláu möppunni undir borði sem þú getur fengið að skoða ef þú biður afgreiðslumann- inn fallega og þá borgar sig líka að hvísla svo að hinir viðskiptavinirnir sjái ekki hvurslags týpa þú ert.“ Þannig skrifar Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur á Akureyri, í pistlinum „Á kirkjan að skammast sín?“ á vefsíð- unni akv.is 25.8. s. l. Af samlíkingunni sem hún velur má ráða að hún telji kirkjuna orðna að feimnismáli og sæta fyrirlitningu í samfélaginu; í færslu á Facebook fyrir nokkrum dögum talaði Hildur Eir um að andstaðan við að RÚV hætti bænalestri á Rás 1, ákvörðun sem var svo afturkölluð að hluta, snerist um „að jaðarsetja ekki kristindóminn.“ Þetta hugtak – jaðarsetning – skaut upp kollinum hjá fleirum sem gagnrýndu bænamálið, bæði lærðum sem leikum, innan um orð eins og „árás“, „kirkju- fóbíu“, „kúgun“, „þöggun“ og „áfall“. Og allt eru þetta orð sem er meira en furðulegt að sjá notað um stofnun sem hefur jafn gríðarlega sterka stöðu og íslenska þjóðkirkjan sannarlega hefur. Hvernig birtist sú staða? Hildur Eir Bolladóttir, sem finnst kirkjan hennar sé jaðarsett í samfélaginu og líður eins og hún starfi í klámiðnaðinum, er op- inber starfsmaður, eins og allir kollegar hennar innan Þjóðkirkjunnar og bisk- upinn með. Í hverju hverfi er kirkja og þar fer fram mikið, metnaðarfullt og sýnilegt starf fyrir börn, unglinga og eldri borgara og allt þar á milli, yfirleitt í sterkum tengslum við samfélagið í hverri sókn. Það er messa í beinni í Ríkisútvarpinu á hverjum sunnudegi og á stórhátíðum og biskup á frátekið sæti við helstu opinberar samkomur, við hlið kjörinna fulltrúa og embætt- ismanna ríkis og bæja. Kristnifræði er skyldunámsgrein í grunnskólum frá 1. og upp að 10. bekk og um það ríkir almenn sátt. Þegar ég sótti um á frístundaheimili fyrir nokkrum árum þurfti ég að haka við að stelpan ætti EKKI að taka þátt í kirkjulegu barna- starfi, en ekki velja að hún ætti að gera það. Þjóðsöngurinn er sálmur. Meirihluti unglinga fermir sig í kirkju og meirihluti hjóna giftir sig í kirkju. Svo gott sem allir eru jarðsungnir frá kirkju, af presti, með kristilegu ritúali. Til að kóróna sköpunarverkið nýtur Þjóðkirkjan, ein allra stofnana, bein- línis stjórnarskrárbundinnar verndar íslenska ríkisins. Og það var það ákvæði sem þeir sem kusu um tillögu að nýrri stjórnarskrá árið 2012 virt- ust helst vilja halda óbreyttu. Kristni og kirkja eru normið, ekki frávikið, og kirkjan er sýnileg og áhrifamikil á öllum sviðum samfélagsins. Ég stend því skilningsvana gagn- vart þeirri skoðun eða upplifun, að kirkjan sé á einhvern hátt, í einhverjum skilningi, jaðarsett og skipað í felur. Vissulega er hún ekki lengur það laun- helga yfirvald sem hún áður var, þegar orð hennar og gjörðir, tilveruréttur og forréttindastaða voru sjálfgefin stað- reynd og aldrei dregin í efa. Það hefði ég haldið að væri af hinu góða, því eins og Hildur Eir segir sjálf á ekkert að vera hafið yfir gagnrýni – og það á alveg sérstaklega við um opinberar stofnanir. En eins og oft er minnt á í þessu samhengi – og virðist einkennilega oft þurfa að minna á – felur afnám forréttinda ekki í sér neins konar brot á mannréttindum. Heldur eiginlega þvert á móti. Og það er eitthvað bogið við það hvernig starfsmenn kirkj- unnar henda á lofti til skiptis tveimur fullyrðingum – annars vegar því að kirkjan sæti fordómum, jaðarsetningu og kúgun og hins vegar því að kristni og kirkja sé svo samofin við samfélag okkar, menningu, siðferði og gildi að eigi verði annað frá hinu skilið. Þetta er dæmi sem gengur eiginlega ekki upp. Jaðarsetning er orð sem eðlilegt er að nota um hópa sem sæta mismunun, eru valdalausir, hafa lítil eða engin áhrif á eigin réttarstöðu eða samfélagsstöðu, eru undirskipaðir. Og notkun þess orðs, í þessu samhengi, styður sannar- lega ekki málefnalega og skynsamlega samræðu milli fólks með mismunandi skoðanir á málefnum Þjóðkirkjunnar. Til að þessi orð ættu við þyrftu að eiga sér stað stórfelldar breytingar á bæði stjórnskipun, skattkerfi, aðal- námskrá grunnskóla, samfélaginu öllu og kirkjunni sjálfri. Ég sé ekki að það það sé aðsteðjandi alveg í bráð. Þangað til er engum til góðs að gjaldfella mik- ilvæg orð. Að einhverjir agnúist út í kirkjuna og gagnrýni hana - jafnvel harkalega, stundum dónalega, lýsi sig jafnvel beinlínis á móti henni – er nefnilega hvorki jaðarsetning, árás né þöggun. Flestar, ef ekki allar, opinberar stofn- anir fá á sig annað eins og meira til. Að einstakir prestar upplifi að þeir hafi ekki lengur þá óvefengdu valdastöðu sem kirkjan naut á árum áður, er ekki heldur næg ástæða til að nota slík orð - þótt einhverjum þeirra svíði eflaust, og stundum skiljanlega, gagnrýnin og þrasið. HAFNARFJÖRÐUR / gARÐAbæR 17. TbL. 4. ÁRgANgUR 2014 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is, Veffang: fotspor.is, Ritstjóri: Ingimar Karl Helgason, sími: 659-3442 netfang: ingimarkarlhelgason@gmail.com, Matarblaðamaður: Svavar Halldórsson. Sími. 869-4940. Netfang. svavar@islenskurmatur.is, Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 13.500 eintök. dreifing: Póstdreifing. Fríblaðinu er dreiFt í 13.500 e intökum í allar íbúðir í HaFnarFirði / Garðabæ Það eru ekki margar góðar fréttir sem okkur berast þessa dagana. Slíkt er raunar algengt þegar frumvarp til fjárlaga er lagt fram. Tíðindin eru samt óvenju slæm að þessu sinni. Það endurspeglast meðal annars í viðbrögðum Alþýðusambands Íslands sem greint er frá hér í blaðinu. Rætt er um aðför að fólki með aðgerðum sem munu auka fátækt. Því miður hefur Alþýðusambandið rétt fyrir sér. Það er engin lausn á þeim erfiðleikum sem langtímaatvinnuleysi sannarlega er, að færa vandann frá ríkinu til sveitarfélaga. Það er jákvætt að bæjarfulltrúar Hafnfirðinga, bæði úr meiri og minnihluta, skuli taka þetta alvarlega og muni grípa til aðgerða. *** Siðað samfélag býður upp á leiðir til að jafna aðstöðumun; mun sem stundum getur átt sér eðlilegar skýringar, og sem stundum er afleiðing af vondri stefnu sem byggist á ósanngjarnri hugmyndafræði. Íslendingar vilja hafa sterkt og öflugt velferðarkerfi. Við viljum ekki að fólk líði fyrir ólíka efnahagslega stöðu. *** Í siðuðu samfélagi leggjum við ekki aðeins upp með að jafna aðstöðuna. Mark- miðið er ekki síður að passa upp á að enginn verði útundan. Því miður höfum við um það skýr dæmi að börn í Hafnarfirði eru útilokuð frá frístundastarfi, vegna vangreiddra reikninga. Þetta er dæmi um að okkur hafi mistekist. Samfélagsgerð okkar gengur út frá því að fólk sé almennt úti á vinnumark- aðnum, báðir foreldrar og líka einstæðir foreldrar. Og fólk vinnur almennt lengi. Hvers vegna að hafa þessi gjöld? Er í alvörunni óhugsandi að bæjarfélag einfaldlega bjóði börnum upp á þessa þjónustu. Þá gætu allir komist að, óháð efnahag foreldra sinna. Nóg er um að þeir sem lakar og lakast standa í samfélaginu neiti sér og börnum sínum um gæði sem öðrum standa til boða. Er ekki hægt að jafna aðstöðuna enn frekar? Tryggja öllum jöfn tækifæri? Getum við ekki verið sammála um að skilja engan útundan? Ingimar Karl Helgason Þegar okkur mistekst Leiðari Höfundur er Halla Sverrisdóttir, þýðandi 11. september í héraðsdómi Ég bar vitni í Héraðsdómi Reykjaness þann 11. septem-ber og það var merkilegt að koma inn í dómshús í fyrsta sinn. Ég þekki ekki vel hvernig dómstólar vinna eða hvað þeir meta. Mér fannst skipta miklu máli að jarðýtan sem mætti í hraunið þennan eina dag hefði ekki verið þarna nema vegna þess að þarna voru mótmælendur, hún kom vega- gerðinni sjálfri ekkert við. Jarðýtan ruddist gegnum hraunið – alla veg- línuna og sárið eftir þessa einu umferð gegnum hraunið stóð óhreyft tveimur mánuðum síðar. Jarðýtan hafði aðeins það hlutverk að ógna fólkinu, ryðja því burt og eyðileggja í leifturárás það sem fólkið vildi vernda og taldi með rökum að væri hægt að vernda í dóms- máli sem lá fyrir – en lá ofan í skúffu í dómskerfinu. Aukafjárveiting var ekki veitt til að flýta málinu og útkljá það heldur kusu yfirvöld að fara mun dýrari leið valdbeitingar (ofbeldis) þar sem 60 lögreglumenn niðurlægðu fólkið og ógnuðu á sama tíma og hraunið sem þeim var heilagt var troðið niður og rústað fyrir augum þeirra af fádæma ruddaskap. Markmiðið var ekki að semja, fólk fékk kærur sem höfðu verið prentaðar út og dagsettar á föstudegi, þegar blitzvegagerðin var á mánudegi. Þeir sem voru kjarkaðir og staðfastir (og undir 100kg) voru settir í kalda ein- angrunarklefa og síðan fyrir dómstóla. Hvert er markmiðið? Hverjum datt í hug að í þessu litla landi ætti að byggja upp kalt og ópersónulegt lögregluríki? Eru þetta skilaboð til samfélagsins? Er skilyrðislaus hlýðni æðsta dyggðin og reyndist hún 20. öldinni vel? Hefur ekki svona fólk einmitt verið fyrirmyndir í öllum viti bornum sam- félögum? Og það sem ég hugsaði í þessum dómssal var – eru dómstólar til að verja fólk eða valdakerfið? Meta þeir hvort þessi jarðýta hafi verið þarna að óþörfu og jafnvel ólöglega, til þess eins að storka fólki og búa til glæpamenn úr þeim sem eru með heilbrigða rétt- lætiskennd – meta þeir meðalhófsreglu og mannúð – eða er þetta meira eins og lögfræðivél – 01010110: Hlýddirðu skipunum? Ef NEI – þá ertu sekur. Og með nákvæmlega þessari aðferð – væri ekki hægt að handtaka hvern sem er hvar sem er og gera að glæpamanni? Birtist fyrst á vefsíðu höfundar andrisnaer.is Höfundur er Andri Snær Magnason, rithöfundur Hjólað um Garðabæinn Börn og fullorðnir hjóluðu saman á dögunum um hjóla- og göngustígaleiðir í Garða- bænum. Meðal annars var farið um Garðahraun og nýlagðan stíg meðfram Vífilsstaðavegi. Hjólaferðin var farin á vegum umhverfisnefndar Garðabæjar í upphafi samgönguviku sem stendur fram á mánudag og er hluti af evrópsku átaki um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Metaðsókn á Unglinginn Yfir sex þúsund manns sáu sýn-ingar á Unglingnum í Hafnar- fjarðarleikhúsinu á síðasta leikári. Verkið var sýnt þrettán sinnum síðasta haust og komu þá yfir 2000 manns. Sýningar héldu áfram eftir áramótin og voru haldnar 27 sýn- ingar frá janúar til maí, og komu yfir 4000 gestir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu leikhússins. Þar er greint frá 19 viðburðum sem leik- húsið stóð fyrir á síðasta leikári, en alls komu yfir 12.500 gestir í Hafnar- fjarðarleikhúsið.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.