Hafnarfjörður - Garðabær - 03.10.2014, Blaðsíða 12

Hafnarfjörður - Garðabær - 03.10.2014, Blaðsíða 12
Jólaþorpið í Hafnarfirði óskar eftir söluaðilum og dagskráratriðum, tökum öll þátt Nánar á www.hafnarfjordur.is Hátíðarsamkoma í hátíðarsal Íþróttahúss Álftaness laugardaginn 4. október 2014 kl. 14:00 - 16:00 BESSASTAðIR OG BJARNASTAðASKÓLINN Kynnir Gunnar Valur Gíslason Tónlist Haukur Heiðar Ingólfsson Setning Kristinn Guðmundsson ERINDI Vigdís Finnbogadóttir „Bessastaðir og Bjarnastaðaskólinn” Guðmundur Andri Thorsson „Benedikt Gröndal og Bessastaðaskóli” Pétur H. Ármannsson „Skólahúsið á Bjarnastöðum” Anna Ólafsdóttir Björnsson „Bjarnastaðaskóli - menntastofnun með mörg hlutverk” VEITINGAHLÉ Kynnir Sæbjörg Einarsdóttir MINNINGAR Klemenz Gunnlaugsson „Klemens Jónsson skólastjóri” Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir „Já, þá var öldin önnur á Álftanesinu, eins og víðar” Úlfar Ármannsson „Starf Ungmennafélagsins í Bjarnastaðaskóla” LOKAORÐ Sturla Þorsteinsson, forseti bæjarstjórnar BJARNASTAÐIR Opið hús og sýning á myndum og munum sem tengjast skólanum, að lokinni dagskrá Dagskráin er skipulögð af Félagi áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla og Fugla- og náttúrúverndarfélagi Álftaness, í samvinnu við Garðabæ. ALDARAFMÆLI SKÓLAHÚSSINS ER BÍLSÆTIÐ RIFIÐ ? Viðgerðir á öllum gerðum af bíla-, mótorhjóla og snjósleðasætum. Húsbílaklæðningar og öll almenn bólstrun. Við erum þekktir fyrir fljóta og góða þjónustu. Hamraborg 5 kóp, Hamrabrekkumegin S. 544 5750 www.hsbolstrun.is Formbólstrun 3. OKTÓBER 201412 Meiriháttar matargat Senn líður að því að jólabókaflóðið hellist yfir okkur eins og venjan er á hverju hausti. Í fyrra komu út einstaklega margar bækur um mat og allt sem honum tengist. Flestar voru þær bæði vandaðar og áhugaverðar og gleðilegt hversu mikinn metnað útgefendur leggja í þessar bækur. Ekki er víst að jafn margar bækur af þessu tagi komi út í ár en þó má reikna með fjölbreyttri flóru. Matarblaðamaður lætur ekki sitt eftir liggja og mun fjalla um nokkrar þeirra á þessum stað í blaðinu. Reynslubolti heldur um pennann Bókaforlagið Veröld hefur nýlega gefið út Matargatið eftir Theodóru J. Sig- urðardóttur Blöndal. Þetta er fyrsta bók höfundar, en hún er leikskóla- og heimilisfræðikennari að mennt. Enda er bókin sérstaklega skrifuð fyrir börn. Hún er hins vegar bæði gagnleg og skemmtileg fyrir fullorðna. Theodóra hefur getið sér gott orð fyrir matinn sem hún galdrar fram handa börnunum á Hjallastefnuleikskólanum Laufásborg. Þar hefur hún satt rúmlega 150 svanga munna á hverjum einasta degi síðustu fimm ár. Nettur Jamie Oliver Matargatið er glæsileg matreiðslubók og að mörgu leyti nýstárleg, þótt slegið sé á klassíska strengi. Í uphafi ávarpar höfundur lesendur – börn og fullorðna í sitthvoru lagi. Hún hvetur fólk til að leyfa ungviðinu að njóta sín í eldhúsinu, auðvitað með hjálp og undir vökulu auga hinna eldri. Bókin er skemmtilega upp- sett, með góðum ljósmyndum höfundar og sniðugum teikningum Jóns Ágústs Pálmasonar. Eitt af því sem gefur henna gildi sem matreiðslubók fyrir börn og unglinga er einföld upptalning þeirra áhalda sem til þarf og það er einnig gefin upp áætlaður eldunartími. Þetta minnir dálítið á 30 mínútna bókina eftir snill- inginn Jamie Oliver. Sá segir lykilatriði að byrja fyrst á því að taka til að hafa allt klárt – áður en vaðið er í matreiðsluna. Fjörlegir og litríkir réttir Réttinrnir eru af ýmsu tagi, bæði hollir og svo líka ekkert mjög hollir. Allt eru þetta samt fjörlegir og litríkir réttir. Bókin minnir um margt ákveðnu leyti á sumar af eftirminnilegustu verk barna- bókmenntanna, eins og Línu langsokk og Einar Áskel … það er í henni einhvers konar prakkaskapur. Theodóra segir að þetta eigi „ekki að vera nein predikun“ heldur eigi bókin fyrst og fremst „að vera skemmtileg“. Þetta er semsagt bók fyrir börn. Óþekk bók Alltof oft eru skrifaðar bækur fyrir börn sem taka ekki mið af þeirra hugarheimi eða óskum. Það er ekki tilfellið með Matargatið. Höfundurinn hefur eldað og bakað ofan í hundruð eða þúsundir barna … eða öllu heldur eldað með þeim. Það sést greinilega þegar bókinni er flett. Sex ára dóttir matarblaðamanns, sem er mikið matargat eins og pabb- inn, er á því að bókin sé frábær! Það má helst finna Matargatinu það til foráttu að bókin sé of stutt. Ef einhverjum finnst þessi umfjöllun óþægilega jákvæð, þá er rétt að taka fram að matarblaðamaður hefur þegar lesið textann yfir og tónað hann niður. Það eru nefninlega ein- hverjir duldir töfrar í þessari litlu bók! Svavar Halldórsson matarsíða svavars svavar@islenskurmatur.is Nína Sólveig, dóttir matarblaðamanns, sem hér sést ásamt vinkonu sinni, Hjördísi Huld Scheving finnst bókin aldeilis fín.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.