Hafnarfjörður - Garðabær - 03.10.2014, Blaðsíða 14

Hafnarfjörður - Garðabær - 03.10.2014, Blaðsíða 14
14 3. OKTÓBER 2014 Eldhús Meistaramánaðar Nú er október genginn í garð í enn eitt skiptið. Rok og rign-ing einkenna þennan haust- mánuð í hugum margra og maður gæti haldið að drunginn væri skipulagður sem þáttur í einhvers konar andlegum undirbúningi fyrir jólin. Það er auð- vitað fagnaðarefni þegar jólaljósin fara að blika í skammdeginu, sérstaklega eftir nokkrar vikur af veðri eins og við höfum mátt þola síðustu daga og vikur. En svona til að létta okkur biðina er orðið vinsælt að gera október að Meist- aramánuði. Meistaramánuður snýst fyrst og fremst um að efla eigin heilsu og dáð, taka sig saman í andlitinu, vakna snemma, hreyfa sig og sitthvað í þeim dúr. En hann getur verið miklu meira. Margir strengja heit sem koma heils- unni ekki beinlínis við, heldur ákveða að vera duglegir á einhverjum öðrum sviðum í október; læra betur heima, eyða meiri tíma börnunum, færa bók- haldið reglulega o.s.frv. Ein hugmyndin er að vera duglegri í eldhúsinu. Þá er Meistaramánuðurinn orðinn að Eld- húsi Meistaramánaðar. Okkur er nefninlega öllum hollt að skoða matarvenjur okkar öðru hverju. Hversu oft kaupum við tilbúin mat? Hversu oft fá börnin snarl í kvöld- mat? Hversu hollan mat borðum við og gefum fjölskyldunni í amstri hins daglega lífs? Svörin eru auðvitað æði misjöfn, en hjá flestum eru þau öðru vísi en við vildum. Það er nefninlega frekar flókið að vera manneskja og þegar við erum búin að eyða megninu af kröftum okkar í vinnu, þrif, sjón- varpsgláp og annað daglegt amstur. Stundirnar sem við eyðum í það sem við helst vildum – svona ef við værum spurð – eru ævinlega allt of fáar hjá okkur flestum. Þess vegna er Meistaramánuðurinn kærkominn áminning. Við þurfum stundum að setjast niður og hugsa um hvað það er sem skapar bestu minningarnar úr daglega lífinu fyrir okkur og fjölskylduna? Hjá mér, og vonandi fleirum, eru margar af bestu minningunum af því þegar fjölskyldan hefur komið saman og eldað góðan mat og borðað hann. Fátt er betra en að líta yfir kvöldverðarborð með hollum og góðum mat sem maður ber á borð fyrir fjölskylduna. Það er að minnsta kosti skoðun matarblaðamanns. Í Eldhús Meistaramánuði er því hægt að ákveða að elda allan mat frá grunni þennan mánuð, ekki borða skyndibita, gæta að hollustu og reyna að fá alla með í matargerðina. Innst inni vitum við flest hvað er hollt og gott fyrir okkur. Þess vegna er stóra málið varðandi hollt mataræði að vita hvað við erum að láta ofan í okkur. Það getur verið erfitt með tilbúnum mat sem ekki er eldaður frá grunni. Það er líka erfiðara að vita með vissu hvað er í innfluttum mat en íslenskum, einfaldlega af því framleiðslan er svo langt frá okkur. Af því nú er brostið á með sláturtíð, er tilvalið að borða íslenskt lambakjöt á meðan það fæst ferskt. Svo er líka gott að nýta sér það mikla úrval sem til er af íslensku grænmeti á þessum árstíma. Hér á síðunni fylgir uppskrift að ein- faldri kjötsúpu þar sem uppistaðan er íslenskt lambakjöt og íslenskt græn- meti. Þetta er afskaplega einfalt, allir geta hjálpað til og útkoman er bæði bragðgóður og hollur kvöldmatur. Athugið, að því smærri sem bitarnir eru sem settir eru út í, þeim mún styttri er eldunartíminn. Verði ykkur að góðu og eigið gifturíkan Eldhús Meistara- mánuð. Svavar Halldórsson matarsíða svavars svavar@islenskurmatur.is Smiðsbúð 10 | 210 Garðabær Sími: 554 4300 | www.solskalar.is hf Sólskálar Svalaskjól Gluggar og hurðir Smiðsbúð 10 | 210 Garðabær Sími: 554 4300 | www.solskalar.is hf Sólskálar Svalaskjól Gluggar og hurðir HrÁEFNI: 1 kíló af íslensku lambakjöti (má alveg vera feitt) 300 grömm af íslenskum gul- rótum 300 grömm af íslenskum rófum Þrír íslenskir sellerístilkar Einn og hálfur lítri af vatni Lúka af ferskri íslenskri steinselju Þrjár sætar íslenskar paprikur Íslenskt sjávarsalt Svartur pipar aðFErð: Setjið vatnið í pott. Skerið lamba- kjötið niður í bita og setjið út í. Mjög gott getur verið að setja bein út í veiða þau upp úr í lokin, til að fá aukin kraft. Látið malla í 20 -30 mínútur. Skerið grófa grænmetið niður (gul- rætur, rófur og sellerí) og bætið því út í. Látið malla í 10-15 mínútur í viðbót. Saxið steinseljuna og sætu paprikurnar og bætið út í. Saltið og piprið eftir smekk. Látið malla í 10-15 mínútur. Berið fram með grófu brauði og íslensku smjöri. Myndir: Kristján Maack

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.