Hafnarfjörður - Garðabær - 17.10.2014, Blaðsíða 4

Hafnarfjörður - Garðabær - 17.10.2014, Blaðsíða 4
4 17. Október 2014 Sýkillinn Svakalegi Í erindi sem Pasi Sahlberg flutti á ráðstefnunni Future Teachers í ágúst s.l. varaði hann við sýkl- inum sem geisar um skólakerfi heims- byggðarinnar þar á meðal í Banda- ríkjunum, Englandi, Ástalíu, Asíu og Svíþjóð. Hann segir það hafa komið öllum í opna skjöldu þegar í ljós kom fyrir rúmum áratug síðan að Finnland væri með bestu skóla í heimi. Með tilliti til þess að Finnar líta á menntun sem almenningseign, gæði sem allir hafa ókeypis aðgang að, kom þetta á óvart. Þar eru ekki stöðluð próf né einka- skólar sem taka þátt í samkeppni. Þegar Sahlberg skoðar þjóðir heims segist hann sjá hvernig samkeppni, frjálst val og mælingar á nemendum og kennurum eru nýtt sem aðferðir til að bæta menntun. Þessi alþjóðlega markaðsvæðing hefur komið mörgum opinberum skólum í Bandaríkjunum og víðar í vanda, en það á ekki við um Finnland. Það má spyrja hvað hafi gert finnsku skólana svo sérstaka. Svarið hefur komið mörgum á óvart, segir Sahlberg. Í fyrst lagi þá hafa Finnar aldrei stefnt að því að verða bestir í menntun, heldur hefur markmiðið verið góðir skólar fyrir öll börn. Með öðrum orðum þá skiptir jafnræði í menntun meira máli en samkeppnin um toppinn. Í öðru lagi líta Finnar kennslu alvar- legum augum og hafa því gert kröfur um að allir kennarar njóti góðrar þjálfunar í akademiskum háskólum. Litið er svo á að allir kennarar eigi að njóta faglegs sjálfstæðis og trausts í störfum sínum. Þetta hefur leitt til þess að kennsla er eftirsóttur starfs- vettvangur meðal ungra Finna. Í dag fer 30 sinnum meiri tími til faglegar þróunar kennara og skólastjórnenda en í það að prófa nemendur. Í þriðja lagi þá hafa Finnskir skólamenn markvisst lært af reynslu annarra þjóða hvað varðar skóla- þróun. Bandaríkin hafa verið Finnum sérstakur innblástur allt frá dögum John Dewey. Kennsluaðferðir eins og samvinnunám, lausnarmiðað nám og portfolio eru dæmi um nálganir sem eru mjög algengar í finnskum kennslustofum, og eiga rætur í Banda- ríkjunum. Sahlberg segir það hafa vakið athygli hans hve menntakerfum þjóða svipar mikið saman. Umbætur menntamála í mismunandi löndum fylgja einnig svipuðu mynstri sem Sahlberg telur vera svo augljóst að hann kallar það „The Global Educational Reform Movement“ eða GERM þ. e. sýkil. Þetta er eins og faraldur sem dreif- ist um menntakerfinn líkt og sýkill. Hann dreifist með menntamönnum, fjölmiðlum og stjórnmálamönnum. Skólakerfi fá lánaðar stefnur hvert hjá öðru og smitast. Afleiðingarnar eru þær að skólarnir veikjast, kennurum líður illa og nemendur læra minna. Samkvæmt Sahlberg hefur sýkill- inn þrjú megin einkenni. Einkenni nr. 1. Aukin samkeppni innan skólakerfa, milli skóla, milli kennara, milli nemenda. Þeir sem trúa á mátt samkeppninnar halda því fram að skólarnir þurfi aukið sjálfstæði en því fylgir sjálfkrafa meiri krafa um að skólarnir standi skil á starfi sínu. Það er gert með stöðluðum prófum, eftirliti og mati á gæðum kennara. Þegar áherslan verður á samkeppni þá dregur úr samvinnu. Einkenni nr. 2. Það er litið á for- eldra sem viðskiptavini og áhersla er á frelsi foreldra til að velja skóla fyrir börnin sín. Þetta kallar á mark- aðsvæðingu skólanna. Alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt að þjóðum sem ganga hvað lengst í þessu fer aftur í námsárangri og munurinn milli ár- angurs skólanna eykst. Einkenni nr. 3. Meiri krafa til skólanna og aukinn ábyrgð er sett á þá og kennara um að skila árangri. Fylgjendur þessarar hugmyndafræði líta svo á að með því að gera kennara ábyrga fyrir árangri nemenda þá muni árangur nemenda aukast. Stöðluð próf eru sú aðferð sem mest er notuð til að leggja mat á gæði skóla og kennara. Rannsóknir hafa sýnt að áherslur á stöðluð próf stuðla að kennsluháttum sem miða að því að undirbúa nem- endur undir próf og draga jafnframt úr áherslum á uppeldishlutverk skól- ans. Eins og fram kom á fyrrnefndri ráðstefnu þá hvetur Sahlberg Norður- löndin til að verjast sýklinum með því að leggja áherslu á styrkleika sína. Þar nefndi hann sérstaklega samábyrgð, samvinnu, félagslegan jöfnuð, sköpun og frumkvæði. Norðurlöndin eiga að hans mati að vinna meira saman að því að greina styrkleika sína og þróa nám og kennslu sem eflir þessa þætti. Það eru þeir sem gera okkur sterk á hinum alþjóðlega vinnumarkaði. Í rauninni er þetta sama hugmynda- fræðin og sú sem leggur áherslu á að greina styrkleika hvers einstaks nem- anda og leggja áherslu á eflingu þeirra í stað þess að leita að veikleikunum og beina allri athyglinni að þeim. Birtist áður á www.kritin.is HAFNARFJÖRÐUR / gARÐAbæR 19. TbL. 4. ÁRgANgUR 2014 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is, Veffang: fotspor.is, Ritstjóri: Ingimar Karl Helgason, sími: 659-3442 netfang: ingimarkarlhelgason@gmail.com, Matarblaðamaður: Svavar Halldórsson. Sími. 869-4940. Netfang. svavar@islenskurmatur.is, Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 13.500 eintök. dreifing: Póstdreifing. Fríblaðinu er dreiFt í 13.500 e intökum í allar íbúðir í HaFnarFirði / Garðabæ Fátt hefur verið meira rætt í vikunni en talan sem hér er í fyrirsögn. Fullyrt hefur verið í fjölmiðlum að þetta sé sú tala sem fjármálaráðu-neytið áætli að manneskja verji í máltíð, í forsendum frumvarps um hækkun matarskattsins. Fáum sögum fer hins vegar af því hvaðan talan er komin og hvernig hún varð til. Er talan rétt? Nú vil ég taka fram að ég er mjög andvígur hækkun á neðra þrepi virðis- aukaskattsins. Ríkisstjórn sem leggur þetta til er að lýsa yfir stríði á hendur öllu almennu launafólki. Þótt eitthvað lækki á móti, þá eru fullyrðingar um áhrif á heildarhaginn brenndar marki óskhyggju. Hitt blasir við að aðgerðin eykur ójöfnuð. Í frumvarpi fjármálaráðherra eru tekin nokkur dæmi af ólíkum heimilum með ólíkar tekjur. En ekkert dæmanna lýsir láglaunafólki eða atvinnulausum. Ekkert dæmi lýsir fjárhagsstöðu þeirra sem þurfa að draga fram lífið á örorkubótum eða fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Í Hafnarfirði einum erum 220 manns í síðast nefnda hópnum. Því lægri sem tekjurnar eru, því hærra hlutfall þeirra fer til þess að kaupa mat. En það var þessi tala. Talan 248 krónur finnst ekki í sjálfu frumvarpinu. Heldur ekki í greinargerðinni. Þegar reiknað er útfrá dæmunum í þar, þá verður talan ekki fundin heldur. Því er svo við að bæta að í dæmum fjármálaráðherrans eru matarinnkaup beint úr búðinni sérstakur liður. Önnur matarútgjöld fólks eru tiltekin undir öðrum lið í töflum greinargerðarinnar, líka mötuneyti, þótt ekki hafi það komið fram í fréttum vikunnar. Það er því rétt hjá fjármálaráðherra þegar hann segir „Hvergi segir að venjuleg máltíð kosti 248 krónur.“ En svo má líka spyrja. Hafi Bryndís Loftsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæð- isflokksins eða blaðamaður Fréttablaðsins sem fyrst fleytti tölunni, reiknað skakkt. Er þessi tiltekna krónutala eitthvert aðalatriði? Hvað ef hún hefði verið 330 krónur sem kannski er nálægt verði á skólamáltíð í grunnskóla? Eða 650 krónur, eins og heimsend máltíð til eldri borgara í Hafnarfirði? Enda þótt fjármálaráðherra hafi rétt fyrir sér með eina ranga tölu í umræðunni, þá blasir við að hann hefur rangt fyrir sér um afleiðingar aðgerðarinnar. Hann vanmetur áhrifin af hækkun skattins á útgjöld þúsunda og jafnvel tuga þúsunda íslenskra fjölskyldna. Það verða seint taldar góðar fréttir. Ingimar Karl Helgason 248 krónur Leiðari Höfundur er Nanna Kristín Christiansen, ritstjóri Krítarinnar Umboðsmaður Hafnfirðinga Á síðasta fundi bæjarráðs lögðum við fram tillögu um að stofnað verði embætti umboðsmanns Hafnfirðinga sem bæjarbúar geti leitað til um leiðbeiningar, ráðgjöf og álit ef þeir eru ósáttir við málsmeðferð og ákvarðanatöku bæjarins í þeirra málum. Hafnarfjörður hefur verið braut- ryðjandi íslenskra sveitarfélaga í op- inni stjórnsýslu. Á síðasta kjörtímabili ákvað bæjarstjórn að birta ætti gögn með fundargerðum allra ráða, nefnda og bæjarstjórnar. Þannig geta bæjarbúar fylgst betur með. Nú er rétti tíminn til að stíga næsta skref í átt að opnari, vandaðri og gagnsærri stjórnsýslu með því að stofna embætti umboðsmanns Hafnfirðinga. Af hverju umboðsmaður? Tillagan gerir ráð fyrir að hlutverk um- boðsmanns Hafnfirðinga sé að leiðbeina um mögulegar kæruleiðir og heimildir til að mál séu tekin til endurskoðunar. Hlutverk umboðsmanns væri líka að útskýra og aðstoða við túlkun á efnis- legu innihaldi ákvarðanatöku Hafnar- fjarðarbæjar og jafnvel að bjóða sátta- miðlun í þeim tilvikum sem líkur eru á að ágreining megi sætta með slíkri aðkomu. Umboðsmaður hefði líka stöðu til að rannsaka einstök mál og skila áliti um lögmæti þeirra og hann gæti tekið mál til athugunar að eigin frumkvæði. Jafnframt væri mikilvægt að umboðs- maður Hafnfirðinga gæti tekið á móti, rannsakað og komið á framfæri upp- lýsingum frá starfsfólki, viðsemjendum bæjarins og öðrum um réttarbrot, van- rækslu, mistök eða óeðlileg afskipti kjör- inna fulltrúa af málum í stjórnsýslu og/ eða þjónustu Hafnarfjarðarbæjar. Bætt aðgengi að stjórnvöldum Með tilkomu umboðsmanns Hafn- firðinga yrði aðgengi bæjarbúa að stjórnvöldum bætt og tryggt að allir Hafnfirðingar og viðsemjendur bæjarins geti fengið leiðbeiningar, upplýsingar og komið á framfæri athugasemdum og kvörtunum. Um- boðsmaður á að vera til staðar fyrir fólkið í bænum og vinna gegn þoku- kenndri stjórnsýslu, sérhagsmunagæslu og spillingu. Umboðsmaður á þannig líka og ekki síður að stuðla að aukinni skilvirkni í stjórnsýslu bæjarins, jafn- ræði og betri nýtingu fjármuna. Vonumst við til að hægt verði að ná samstöðu meðal fulltrúa allra flokka í bæjarstjórn um að málið. Höfundar eru: Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir Adda María Jóhannsdóttir Gunnar Axel Axelsson Hljóðdeyfir á álverið. Vegfarendur kynnu að hafa tekið eftir krönum við híf- ingar við Álverið í Straumsvík nú í vikunni. Unnið hefur verið að endurnýjun lofthreinsistöðva, en það er liður í að auka framleiðslugetu, samkvæmt upplýsingum frá álverinu. tilgangur þessa er að draga úr flúorlosun. Hávaði hefur valdið ónæði sums staðar á lóð álversins og var því ákveðið að panta hljóðdeyfa, enda þótt hávaðamælingar færu ekki fram úr mörkum starfsleyfis. Hljóðdeyfirinn er 8 tonn. Hann var hífður yfir kerskála keflavíkurmegin og svo slakað ofan í strompinn. Verkið gekk vel er okkur sagt og tók innan við klukkustund að koma hljóðdeyfinum fyrir. Sams konar verk verður unnið Hafnarfjarðarmegin á næstu dögum.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.