Hafnarfjörður - Garðabær - 17.10.2014, Blaðsíða 12

Hafnarfjörður - Garðabær - 17.10.2014, Blaðsíða 12
Parketslípun sólpallaslípun | parketlagnir 551 1309 / 690 5115 golflist@golflist.is | www.golflist.is 99% RYKFRÍTT www.hafnarfjordur.is 22. september - 22. nóvember 2014 Hreinsun íbúðar-, iðnaðar- og nýbyggingarsvæða Minnum á: Hausttiltekt Við minnum á hreinsunarátakið sem stendur til 22. nóvember. Bæjarbúar eru hvattir til að hreinsa lóðir sínar og nærumhverfi og til nýta sér gámastöðvar sem eru á sex stöðum í bænum. Þar er hægt að henda timbri, stáli og blönduðu rusli í þar til merkta gáma. Á Mínum síðum á vef Hafnarfjarðarbæjar, hafnarfjordur.is, geta fyrirtæki og húsfélög óskað eftir að rusl verði sótt. Tökum höndum saman og gerum bæinn okkar enn fallegri. Nánari upplýsingar eru á www.hafnarfjordur.is Fallegur bær er okkur kær! 17. Október 201412 Sektardómur yfir níumenningum sem mótmæltu í Gálgahrauni: Merkingarnar skiptu ekki máli Níu manns sem lögregla höfuð-borgarsvæðisins ákærði fyrir að óhlýðnast fyrirmælum í mótmælum í Gálgahrauni fyrir ári, voru sakfelld í héraðsdómi Reykjaness. Hver og einn níumenninganna þarf að greiða 100 þúsund krónur í sekt auk málskostnaðar. Þegar hefur verið ákveðið að leita eftir áfrýjun til Hæstaréttar, eftir því sem blaðið kemst næst. Níumenn- ingarnir sem dæmdir voru sekir mót- mæltu ásamt tugum annarra vegagerð í Gálgahrauni fyrir réttu ári. Fjöldi lög- reglumanna kom þar að. Vinnusvæði var afmarkað umhverfis fólkið, og var það í kjölfarið beðið um að færa sig, sem það gerði. Þá var vinnusvæðið afmarkað að nýju, þannig að fólkið lenti innan girðingar. Þá vildi fólkið ekki fara og hóf lögregla að handtaka fólk. Tugir manna voru handteknir, en aðeins níumenningarnir voru ákærðir. Í forsendum dómanna yfir fólkinu segir meðal annars: „[T]elur dómur- inn engu máli skipta hvort merkingar hafi verið komnar áður eða eftir að ákærði kom inn á svæðið, þar sem honum mátti vera fullljóst að þegar lögreglan bað hann að fara af svæðinu var ákærði þá þegar innan merkinga um vinnusvæði.“ Fram hefur komið að mótmælendur telja að vegagerðin um Gálgahraunið hafi verið ólögleg. Drepið er á þetta í dómunum yfir fólkinu. Þar er einnig fjallað um ákvæði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi og sömuleiðis um heim- ildir lögreglu til að gefa fyrirmæli. „Það er meginregla íslenskrar stjórnskipunar að enginn geti komið sér hjá því að hlýða yfirvaldsboði í bráð þótt hann ve- fengi heimildir stjórnvalda, sbr. 60. gr. stjórnarskrárinnar. Þótt ákærði teldi sig hafa ástæðu til að draga í efa að heimilt væri að ganga svo langt sem raun ber vitni við vegaframkvæmdir, veitti það ekki rétt til að hindra framkvæmdir hennar á þann hátt, sem ákærði gerði,“ segir í dómi héraðsdóms Reykjaness. Úr niðurstöðu héraðsdóms Reykjaness „Í ákærunni er ákært fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og brotið talið varða við 19. gr. , sbr. 41. gr. , lög- reglulaga. Margar lærðar greinar hafa verið skrifaðar um rétt einstaklinga til skoðana- og tjáningarfrelsis og er sá réttur bundinn í 73. gr. stjórnarskrár Íslands nr. 33 frá 1944 en þar segir í 1. mgr. : „Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.“ Í 2. mgr. segir að hver maður eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verði hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningar- frelsi megi aldrei í lög leiða. Í 3. mgr. segir að tjáningarfrelsi megi aðeins setja skorður með lögum í þágu alls- herjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og sam- rýmist lýðræðishefðum. Samkvæmt 15. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 er lögreglu heimilt að hafa afskipti af borgurunum í því skyni að halda uppi almannafriði og allsherj- arreglu, til að gæta öryggis einstak- linga og almennings eða til að afstýra brotum eða stöðva þau. Í þessu skyni er lögreglu m.a. heimilt að vísa fólki á brott eða fjarlægja það og fara inn á svæði í einkaeign og fyrirskipa brottflutning fólks af þeim. Í 19. gr. er síðan að finna almennt ákvæði sem kveður á um skyldu borgaranna til að hlýða fyrirmælum lögreglunnar. Það er meginregla íslenskrar stjórn- skipunar að enginn geti komið sér hjá því að hlýða yfirvaldsboði í bráð þótt hann vefengi heimildir stjórn- valda, sbr. 60. gr. stjórnarskrárinnar. Þótt ákærða teldi sig hafa ástæðu til að draga í efa að heimilt væri að ganga svo langt sem raun ber vitni við vegaframkvæmdir, veitti það ekki rétt til að hindra framkvæmdir hennar á þann hátt, sem ákærða gerði. Í máli þessu liggur fyrir að ákærða hlýddi ekki augljósum fyrirmælum lögreglu um að fara út af vinnusvæðinu og láta af aðgerðum sínum að því marki sem hún gekk á rétt annarra til að halda áfram lögmætum framkvæmdum og voru aðgerðir lögreglu því nauðsyn- legar í umrætt sinn og samrýmast heimildum 3. mgr. 73. gr. stjórnar- skrárinnar. Telur dómurinn engu máli skipta hvort merkingar hafi verið komnar áður eða eftir að ákærða lagðist niður á svæðið, þar sem henni mátti vera fullljóst að þegar lögreglan bað hana að fara af svæðinu var ákærða þá þegar innan merkinga um vinnusvæði. Þá breytir engu hvort ákærða hafi neitað að yfirgefa svæðið eða ekki, heldur felast í þeirri háttsemi einni að standa ekki upp og yfirgefa svæðið þegar henni var fyrirskipað það, með þeim afleiðingum að lögregla þurfti að bera ákærðu út af svæðinu, mótmæli við fyrirmælum lögreglu.“ Lögreglumenn ganga samhliða ýtunni í Gálgahrauni. Níu manns voru ákærð og dæmd eftir friðsamleg mótmæli í hrauninu. Málin rædd í héraðsdómi. ómar ragnarsson var handtekinn en ekki ákærður. Þrír lögreglumenn bera friðsaman mótmælanda í burtu. Þessi var ekki ákærð fyrir brot gegn valdstjórninni.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.