Hafnarfjörður - Garðabær - 31.10.2014, Blaðsíða 13

Hafnarfjörður - Garðabær - 31.10.2014, Blaðsíða 13
Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð K 2.21 110 bör max 360 ltr/klst K 4.200 130 bör max 450 ltr/klst K 7.700/K 7.710 160 bör max 600 ltr/klst K 5.700 140 bör max 460 ltr/klst Háþrýstidælur Þegar gerðar eru hámarkskröfur T 400 Snúningsdiskur Fyrir pallinn, stéttina o.fl. Seljum Gaflarann til styrktar Björgunarsveit Hafnarfjarðar föstudag og laugardag 31. okt. og 1. nóv. Verð á merki aðeins 1.000 kr. LIONSKLÚBBUR HAFNARFJARÐAR 1331. Október 2014 Skrúfað frá krana: Fréttatilkynningafréttamennska Þegar ég starfaði á fréttastofu út-varpsins var stundum rætt á rit-stjórnarfundum að fréttir ættu ekki að koma úr munni ráðherra eftir ríkisstjórnarfundi. Þangað væri hins vegar sjálfsagt að fara til að sækja svör og rökstuðning í málum sem væru til umfjöllunar í fréttum. Svipað var uppi á teningnum á ritstjórn Stöðvar 2 þegar ég starfaði þar. Eftir svona umræður urðu gjarnan einhverjar breytingar í hugarfari ritstjórnarinnar, en svo féll allt í sama farið. Fólk fór og hitti ráð- herra, sem skrúfuðu frá krananum og úr urðu fréttir. *** Óskar Hrafn Þorvaldsson var fréttastjóri Stöðvar 2 þegar ég starfaði þar. Hann hafði í heiðri þumalputta- reglu nokkra sem mér þykir góð. Hann vildi helst ekki láta birta fréttatilkynn- ingar. Meginreglan var sú að fólk sem sendi frá sér yfirlýsingar og tilkynn- ingar yrði að geta svarað spurningum fréttamanns, ætti rödd viðkomandi að heyrast. Enda er það svo, að þótt fólk eða fyrirtæki sendi frá sér yfirlýsingar, að þar er ekki endilega svarað spurn- ingum sem vakna. *** Rétt er að halda því til haga að auðvitað er á stundum eðlilegt og sjálfsagt að birta fréttatilkynningar eða skrifa upp úr þeim fréttir og birta almenningi. Dæmi getur verið fréttatilkynning frá almannavörnum, heilbrigðisyfir- völdum, lögreglu, Vegagerðinni eða öðrum yfirvöldum og fyrirtækjum. Það á til dæmis skýrt erindi við almenning hvar, hvenær og hvernig hægt er að sækja um „leiðréttingu“ stjórnvalda, hvaða skoðun sem fólk kann að hafa á aðgerðinni sem slíkri. Það er hins vegar langt í frá að allar fréttatilkynningar séu með þeim hætti. Og oft hafa ritstjórnir dómgreind til þess að meta þetta. Sama má kannski segja um ráðherra og hljóðnemann. Auðvitað geta ráðherrar miðlað mik- ilvægum tíðindum þegar þeir eru spurðir almennra tíðinda. *** Þó er stundum eins og allt renni í gegn. Það getur átt sér ýmsar skýr- ingar. Hvað viltu til dæmis segja við fréttamann sem er einn á helgarvakt á mikið sóttum vefmiðli sem þarf e.t.v. að „afgreiða“ 20 fréttir á einum og sama deginum? *** Undanfarið hafa samt sem áður verið all nokkur dæmi um að yfirlýsingar hafa verið sendar, stundum eftir dúk og disk, þegar við blasir að fólk eða stjórnendur stofnana eða fyrirtækja þurfa að svara brennandi spurningum. Nýleg dæmi má finna í fréttum um eigendaskiptin á DV, fréttir af brotum á samkeppnislögum og fréttir af vopna- flutningum hingað til lands frá Noregi. *** Þetta er ekki ný þróun. Eitt allra aug- ljósasta dæmið, sem fjölmiðlafólk þekkir ákaflega vel og lesendur vafa- laust líka, er fréttaflutningur af dag- legum störfum lögreglunnar. Sú var tíðin að morgunvakt á ritstjórn hófst gjarnan á því sem heitir (eða hét) „löggutékk“. Þá var hringt í lögreglu- embætti hringinn í kringum landið og spurt tíðinda. Oft komu úr þessu fréttir. Þetta mun vera liðin tíð. Lög- reglan sendir sjálf tilkynningar eða birtir á heimasíðu sinni, það sem hún telur fréttnæmt hverju sinni. Þá er það lögreglan sem í reynd stýrir sjálf frétta- flutningi af eigin málefnum og verkum. Á þessu eru vissulega undantekningar og ýmis dæmi um frumkvæði fjölmiðla í þessum efnum, en spyrja má hvort það traust sem ítrekað mælist á lög- reglunni, sé að öllu leyti verðskuldað, eða hvort þessi aðferð við fréttaflutning á einhvern hlut að máli? *** Tæplega myndi almenningur sætta sig við að Eimskip og Samskip stýrðu öllum fréttaflutningi af sjálfum sér. Eða bankar? Fjárfestar? LÍÚ? Ríkisstjórnin? Og hér var nefnd lögreglan. *** Í fréttum af eigendaskiptum DV var mjög áberandi að andstæðir pólar kölluðust á í yfirlýsingum, en gáfu ekki kost á viðtölum. Af hverju skiptir þetta máli? Jú, hér var um að ræða eignarhald og hugsanlega breytingu á ritstjórn fjölmiðils sem miðlar upplýs- ingum og hefur mikil áhrif og daglegt líf okkar allra. *** Í fréttum af samkeppnislagabrotum hafa menn stundum ætlað að afgreiða mál með yfirlýsingu til fjölmiðla, en ekki svarað spurningum. Nefna má ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna Mjólkursamsölunnar. Forstjórinn kom á endanum í viðtal, en ekki fyrr en að undangengnum miklum samfélags- legum þrýstingi. Svona getur átt sér eðlilegar skýringar, svo sanngirni sé gætt. T.a.m. í þeim tilvikum að málum er ekki lokið. En til hins er líka að líta að mál af þessu tagi geta of gengið um í kerfinu árum saman og almenningur á heimtingu á upplýsingum og skýr- ingum. Ekki bara hjá hinu opinbera. Einkafyrirtæki og íþróttafélög, svo dæmi séu tekin, eru hluti af samfé- laginu og þurfa líka að gera almenningi skil á gjörðum sínum. *** Vopnaeign lögreglu er stærsta frétta- málið af þessu taginu sem orðið hefur nýlega. Eftir að upplýst var um þre- földun á hríðskotabyssueign lögreglu vöknuðu eðlilega fjöldamargar spurn- ingar. Frumkvæði fjölmiðla hefur orðið til þess að upplýst hefur verið um að byssurnar voru ekki hundrað og fimm- tíu. Raunar hefur vopnaeign íslenskra yfirvalda aukist um ein 310 stykki síðustu misserin, sumt þungavopn. Þetta er ekkert einkamál nokkurra yf- irmanna í lögreglu og Landhelgisgæslu, eða einstakra ráðherra. Þetta eru mál sem varða allan almenning. *** Viðbrögð manna hafa verið fálmkennd. Yfirlýsing barst frá innanríkisráðu- neytinu, þar sem engum spurningum var svarað. Síðar kom yfirlýsing frá lög- reglunni og síðar frá Gæslunni. Eitt hið furðulegasta í þessu máli öllu var facebook status frá aðstoðarmanni for- sætis- og dómsmálaráðherra þar sem fram komu efnislega fram þær upp- lýsingar að vopnin frá Noregi hefðu fengist gefins og menn ættu bara að þegja. Enn undarlegri var facebook status frá sjálfum forsætisráðherranum sem sneri alvarlegu máli sem snertir allan almenning upp í ósmekklegan brandara um að fólk ætti ekki að skjóta fyrst og spyrja svo. *** Alþingi sýndi aftur á móti skjót við- brögð. Enda gerir löggjafinn sér grein fyrir því að vígvæðing er ekki einkamál einstakra stofnana. Ríkislögreglustjóri var umsvifalaust kallaður á fund þing- manna og neyddist við það tækifæri til að veita fjölmiðlum viðtal, en hafði ekki látið ná í sig fram að því. Enn hefur mörgum spurningum sem til hans var beint þó verið látið ósvarað. Forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur líka komið í viðtöl og sumpart tregur staðfest upp- lýsingar sem fjölmiðlar hafa aflað með öðrum hætti, mikið til frá Noregi. *** Þetta eru bara örfá dæmi og langt í frá nokkur tæmandi úttekt á því hvernig stofnanir og fyrirtæki úti í samfélaginu reyna að stýra umfjöllun um sig sjálf. Fjölmiðlarnir sem hafa það hlutverk að upplýsa detta stundum niður á hælana og birta fréttatilkynningarnar og yfir- lýsingarnar athugasemdalaust, jafnvel vitandi vits um að þær svara ekki þeim spurningum sem þeir vilja spyrja. *** Þá er áhugavert að rifja aftur upp þum- alputtaregluna hans Óskars Hrafns. Hvers vegna skyldu fjölmiðlarnir birta yfirlýsingar athugasemdalaust, þegar vitað er að þær svara ekki augljósum spurningum? Og líka þegar fjölmiðl- arnir hafa jafnvel skjalfesta og skýra vitneskju um að reynt sé að beina um- ræðu frá aðalatriðum máls? Nýjustu fréttir af vopnamálum gefa til kynna að fjölmiðlarnir vilji ekki láta staðar numið þótt það berist fréttatilkynning. Það eitt og sér eru góðar fréttir fyrir almenning og vonandi halda fjölmiðl- arnir áfram að vera á tánum í þessum efnum. fjölmiðlar Ingimar Karl Helgason

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.