Hafnarfjörður - Garðabær - 31.10.2014, Blaðsíða 14

Hafnarfjörður - Garðabær - 31.10.2014, Blaðsíða 14
14 31. Október 2014 HARDKORNA Hin einu sönnu H A R Ð K O R N A D E K K Íslenskt hugvit með umhverfi og öryggi að leiðarljósi. DEKK – stórauka veggrip í hálku – má keyra á allt árið – auka rásfestu – valda hverfandi svifryki – virka allan líftíma dekksins „Ég er búinn að nota Harðkornadekkin í heilt ár á pickup bíl. Þetta eru ein þau bestu dekk sem ég hef notað. Bíllinn er rásfastari og um leið mýkri í akstri á Harðkorna- dekkjunum en á öðrum dekkjum sem ég hef notað. Ég mæli eindregið með Harðkorna- dekkjunum.“ Sigurður Hafliðason forstöðumaður Þjónustu- miðstöðvar Garðabæjar. "Í stefnumiði Isavia er m.a. lögð áhersla á að lágmarka áhættu, stuðla að auknu öryggi og hafa umhverfis- mál í öndvegi. Það er því í góðu samræmi við stefnumið Isavia að hafa bifreiðar okkar á Harð kornadekkjum. Góð reynsla og hagstætt verð styður enn frekar þessa ákvörðun." Vilhjálmur Karl Karlsson Verkefnastjóri Fjármálas- viði / Innkaupadeild. „Við hjá Öryggismiðstöðinni erum með allan okkar bíla- flota á heilsársdekkjum. Undanfarin ár höfum við notað Harðkornadekkin með iðnaðardemantinum og hafa þau reynst vel í hálku og snjó. Dekkin uppfylla okkar markmið um að vera umhverfisvæn og örugg. Getum því með góðri samvisku mælt með Harðkornadekkjum. Reynir Valbergsson, frkvstj. „Fyrir tæpu ári settum við Harðkornadekk undir forgangsbifreiðina okkar. Það er samdóma álit þeirra sem keyrt hafa bifreiðina að þau standist allar okkar kröfur um öryggi og mýkt við þau störf sem við sinnum. Dekkin eru hljóðlát og ekki sjálfgefið að dekk með þessa eiginleika séu á viðráðanlegu verði.“ Borgþór Vignisson, formaður Björgunar- félagsins Eyvindur, Flúðum. markað sér skýra stefnu í umhverfismálum og viljum við forðast nagladekkja-notkun og stuðla þannig að minnkun svifryksmengunar. Eftir góða reynslu af notkun Harðkornadekkja frá haustinu 2012 munum við áfram velja Harðkorna- dekk umfram önnur dekk.“ Gunnar Guðnason, umsjónarmaður tækja Björgunarfélagið Eyvindur Flúðum FRÁBÆR MEÐMÆLI... www.hardkornadekk.is 611 7799 PANTIÐ Á:panta@hardkornadekk.is Í Harðkornadekkjum eru iðnaðardemantar sem... [ [Ath. iðnaðardemanta er ekki að finna í neinum öðrum „korna“ dekkjum á Íslandi. frá traustum og kröfuhörðum viðskiptavinum. ...öruggust í prófunum* Rannsóknir fagaðila tala sínu máli... Samkvæmt rannsókn Sweden Vej og Traficc Institut (VTI *) á vetrardekkjum komu Harðkornadekkin mun betur út en önnur þekkt merki á markaðnum, m.a. þegar skoðuð var virkni dekkjanna við frostmark. Við þær aðstæður verða flest óhöpp í umferðinni. Harðkornadekk ættu því að vera fyrsti kosturinn fyrir þá sem vilja auka öryggi sitt og stuðla að betra umhverfi, þar sem þau valda hverfandi svifryki og eru endurnýtt hráefni www.hardkornadekk.is/pages/profanir-dekk hardkornadekk.is panta@hardkornadekk.is Garðbæingar í samstarf við Akureyringa Leikskólar í Garðabæ hafa tekið að sér hlutverk starfsþró-unarskóla með samningi við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Í því felst að veita kennaranemum í leik- skólafræðum fræðslu og þjálfun í sam- ræmi við markmið náms- og kennslu- skrár kennaradeildarinnar, jafnframt er sjónum beint að innri starfsþróun skólanna. Greint er frá verkefninu á heimasíðu Garðabæjar. Þar segir að kennurum starfsþró- unarskóla, sem taka að sér æfinga- kennslu kennaranema í Háskólanum á Akureyri, gefist kostur á því að innrita sig sem nemendur í námskeið kennara- deildar. Einnig getur leikskólinn óskað eftir að fá aðstoð við rannsóknarstarf um leið og kennurum kennaradeildar Háskólans er heimilað að vinna að rannsóknum á sviði kennslu- og upp- eldisfræða innan starfsþróunarskólans. Samsvarandi samstarf er við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í formi heimaskóla en litið er svo á að menntun leikskólakennara sé sam- starfsverkefni Háskóla Íslands annars vegar og leikskóla hins vegar. Á vett- vangi öðlast neminn reynslu og innsýn í skólastarfið og í háskólanum fær hann tækifæri til að vinna úr reynslu sinni og skoða hana í fræðilegu ljósi. Með þessu er vonast til að fleiri leikskólakennarar komi til starfa á leikskólum Garðabæjar eftir að þeir ljúka námi. Endurspeglar tíðar- anda nýrrar aldar Sýningin Vara-litir verður opnuð í Hafnarborg á morgun, laugardag. Þetta er sýning á málverkum eftir sjö samtíma myndlistarmenn sem allir eru fæddir eftir 1970 og vinna mark- visst að málaralist í sköpun sinni. Á sýningunni verða sýnd ný verk eftir Gabríelu Friðriksdóttur, Guðmund Thoroddsen, Helga Þórsson, Huldu Vil- hjálmsdóttur, Ragnar Þórisson, Þorvald Jónsson og Þórdísi Aðalsteinsdóttur. Sýningarstjóri er Birta Fróðadóttir. Í kynningu á sýningunni á vef Hafnarborgar segir að sýningin „ein- kennist af litaflaumi og frásagnargleði. Bjartir og fjörmiklir litir eru áberandi á sýningunni og undirstrika óttaleysi og hispurslausa tjáningu listamannanna. Verkin eru öll hlutbundin en lista- mennirnir fást við myndefni sem þau vinna á persónulegan hátt bæði hvað varðar myndræna útfærslu og vinnu- aðferðir.“ Þá eigi verkin á sýningunni það sameiginlegt að vera hlaðin litum og formum, sem endurspegli tíðaranda þessarar aldar „þar sem ofgnótt upp- lýsinga hleður hvert augnablik. Í verk- unum kallast á margslungnir heimar ólíkra listamanna þar sem hlutir og verur leika lausum hala. Sýningin streymir um rýmið og persónuleg sköpun rennur saman við heildarflæði sýningarinnar. Taumlaus tjáning og litagleði Vara-lita er kærkomin hressing í rökkvuðu skammdeginu - og aðdrátt- arafl verkanna í heild óhjákvæmilegt.“ Bugltónleikarnir framundan Þann 13. nóvember n.k. verða haldnir hinir árlegu Bugltón- leikar í Grafarvogskirkju. Þetta er í 12. skiptið sem Lionsklúbburinn Fjörgyn stendur fyrir slíkum tónleikum til styrktar Barna og unglingageðdeld Landspítalans. Um mikla tónlist- arveislu er að ræða, segir í fréttatil- kynningu, þar sem fjöldi landskunnra tónlistarmanna hefur ávallt gefið alla sína vinnu og gert tónleikana að veruleika öll þessi ár. Að þessu sinni kemur fram úrvalslið sem endra nær og má þar nefna m.a. Ragga Bjarna, Friðrik Ómar, Matta og Jógvan, Voices Masculorum, Pál Rósinkranz og Margréti Eir, KK, Bergþór Páls- son, Gissur Pál, Reginu Ósk, Guð- rúnu Gunnarsdóttur, Guðrúnu Árný Karlsdóttur, Kristján Jóhannsson og Karlakór Reykjavíkur. Hægt verður að nálgast miða m.a. á Midi.is. Þakkaði fyrir að ekki varð slys Í Birkiberginu er fjöldi annarra barna en líka unglingar á bílum og aðrir sem muna ekki eftir börnum. Brekkan eftir að komið er inn í Birki- berg er hættuleg og einnig blind- beygja eftir hús númer 6. Ég var um daginn með annan tvíburann sem var á hjóli en ég gangandi, barnið hrakt- ist út á götuna undan trjágreinum sem vaxa út á mjóa gangstéttina og í því kom bíll á að minnsta kosti 50 km hraða út úr blindbeygjunni. Ég þakkaði fyrir að þarna varð ekki slys,“ segir Jóhanna Elín Stefánsdóttir, grunnskólakennari og þriggja barna amma í bréfi til Hafnarfjarðarbæjar. Hún bendir á í bréfinu að fjöldi barna og unglinga sé í hverfinu, auk barna- barna hennar, sjö ára tvíbura og níu ára drengs. Hún fór fram á að settar yrðu hraðahindranir í götuna; í brekkuna á móts við brunahanann og svo eftir hús númer 6 við götuna. „Á þessum stöðum truflar hraðahindrun ekki útakstur af bílastæðum og ætti ekki að valda neinum vandræðum, aðeins að minna fólk á að aka hægar.“ Undirbúningshópur um umferð- armál fjallaði um málið á dögunum og synjaði þessari beiðni. Segir hópurinn að umferðarhraði hafi verið mældur. Mesti hraði við hús númer 6 hafi mælst 23,2 km/klst. niður götuna. Mesti hraðinn hefði mælst 36 km/klst. Hámarkshraði í götunni sé 30 km/klst. Undirbúningshópur um umferðar- mál „sér ekki ástæðu til þess að sett verði upp hraðahindrun í Birkibergi þar sem umferðarhraði mælist mjög lítill, “ segir í niðurstöðu hópsins. Vel sótt Hansahátíð Laugardaginn 25. október síð-astliðinn stóð Byggðasafn Hafnarfjarðar fyrir Hansahátíð í Pakkhúsinu sem tókst í alla staði mjög vel og var vel sótt, segir á vef Hafnar- fjarðarbæjar. Boðið var uppá fróðlega fyrirlestra, tónlistaratriði, leikrit og brauðmeti bakað eftir miðalda uppskriftum auk þess sem „Annríki, þjóðbúningar og skart“, kynntu tóvinnu og gamla snúru- lagða og kornsetta víravirkið.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.