Hafnarfjörður - Garðabær - 14.11.2014, Blaðsíða 8

Hafnarfjörður - Garðabær - 14.11.2014, Blaðsíða 8
8 14. Nóvember 2014 Víða stuðningur við tónlistarskólakennara í verkfalli: „Ekkert annað en ferlega hallærislegt“ „Ég lýsi frati á það skilningsleysi sem virðist ríkja gagnvart tónlistar- kennurum; þeirri stétt sem hlúði að okkar frábæra tónlistarfólki í æsku og á unglingsárum. Það er ekkert annað en ferlega hallærislegt að koma svona fram og ég mun minnast þessarar framkomu þegar kosið verður í næstu sveitastjórnarkosningum. Ég vona að fleiri séu sömu skoðunar,“ segir Jón Ólafsson, tónlistarmaður um verkfall tónlistarkennara. Á þriðja hundrað kennara Tónlistarkennarar í Félagi tónlist- arkennara hafa nú verið í verkfalli í rúmar þrjár vikur og ekki sést enn til lands í samningarviðræðum þeirra við Samband sveitarfélaga. Í Hafnarfirði eru 23 tónlistarkennarar í verkfalli, og vel á annan tug í Garðabæ. Á annað þúsund nemenda stundar tónlistarnám í bæjunum tveimur. Í heildina eru samt sem áður hundruð tónlistarkennara í verkfalli á höfuðborgarsvæðinu. Bestu sendiherrarnir Jón Ólafsson bendir á að ímyndi Ís- lands hafi beðið hnekki síðustu árin og vísar þar til afleits viðskiptasiðferðis og græðgi. „Ljósið í myrkrinu er tón- listin. Gróskan í íslensku tónlistarlífi er með eindæmum og það eru tón- listarmennirnir okkar sem hafa verið duglegastir við að lappa upp á ásýnd Íslands. Þeir eru okkar bestu sendi- herrar. Hingað flykkjast útlendingarnir og fylla tónleikasali og önnur hús; lof- syngja músíkina, kaupa sér mat og drykk, lopapeysur og lunda og fleira. Þvílík efnahagsleg innspýting!“ segir Jón Ólafsson, tónlistarmaður. Landkynning og gjaldeyrir Fleiri taka í svipaðan streng. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Airwa- ves hátíðarinnar sem haldin var um síðustu helgi er ómyrkur í máli: „Við Íslendingar hömpum listamönnum ekki síst tónlistarmönnum fyrir ár- angur þeirra á erlendri grundu. Við tökum glöð við gjöfunum sem þeir færa okkur í formi þroska, gleði, ferða- manna, landkynningar og gjaldeyris. En okkur virðist svona upp til hópa slétt sama um hvort þeir hafi til hnífs eða skeiðar eða hvort aðbúnaður þeim til handa sé boðlegur,“ segir Grímur Atlason og beinir tali sínu að stjórn- málamönnum: Ónefndir bæjarstjórar og þingmenn fá jafnvel plús í kladdann hjá sumum fyrir að vilja afleggja lista- mannalaun og helst að leggja niður t.d. sinfóníuna. Þeir fá alveg sérstakt lof í sínum kreðsum þegar þeir hnýta aftan við ræður sínar: „Hvort viltu 14 fiðluleikara á launum eða bjarga 2 mannslífum? ““ Þetta segir Grímur að sé algjörlega galið, en sé því miður veruleiki samfélagsumræðunnar. Laun tónlistar- kennara óboðleg „Tónlistarkennarar eru í verkfalli. Laun þeirra eru ekki boðleg en samfélagið, sem þiggur gjafirnar, er ekki mikið að velta því fyrir sér. Hefur ekki áhrif á flugið þeirra í verslunarferðina til London eða biðlistann á slysó. En til framtíðar getur þetta þýtt fábreytt sam- félag og gleðisnautt. Við getum ekki alltaf bara staðið upp fyrir stéttirnar hvers verkföll snerta okkur hér og nú. Það er mikilvægt að halda úti öflugu tónlistarskólastarfi. Það skilar okkur menningu og betri búsetuskilyrðum. Það skilar okkur líka alveg helling af peningum sem því miður virðist vera það eina sem vekur áhuga fjöldans. En við skulum fyrst og fremst hafa þetta í huga: Sjálfsmynd samfélaga koðnar niður þegar menningin hverfur,“ segir Grímur. Mikil efnahagsleg áhrif Ágúst Einarsson, prófessor og hag- fræðingur, vann ítarlega skýrslu um hagræn áhrif tónlistar á íslenskt samfélag fyrir fáum misserum. Hann hefur bent á að tónlist velti milljörðum króna á ári hverju og veiti þúsundum vinnu. Menningin sé drjúgur hluti af landsframleiðslunni, um 4 prósent af heildinni. Tónlistin skipti þar miklu máli. Menningin vegi meira í lands- framleiðslunni en öll veitustarfsemi og „þrefalt meira en landbúnaður annars vegar og ál- og kísiljárnframleiðsla hins vegar“. Besta gjöfin „Tónlistarnám er einhver besta gjöf sem hægt er að gefa barni og ætti að vera aðgengileg öllum grunnskóla- börnum. Það er deginum ljósara að tónlistarlífið í dag byggir á þeim grunni sem tónlistarkennarar hafa lagt í gegnum tíðina.“ sagði Arna K. Einarsdóttir í viðtali við Reykjavík vikublað á dögunum, þegar hún var spurð um verkfall tónlistarkennar og hvort starf þeirra væri vanmetið. Hún benti- á að í samspili læri nemendur að hlusta á hvern annan og vinna að sameiginlegu markmiði. Segir hún að hægt sé að nota tónlistarnám til að umbylta samfélögum líkt og í Venesú- ela þar sem gerð var tónlistarkennslu- bylting fyrir um 40 árum sem borið hefur af sér fjölda framúrskarandi ungsveita og fætt af sér stórstjörnur í hinum klassíska heimi og þannig gjörbreytt ímynd landsins. Stundum er talað um að það vanti samhljóm í íslenskt samfélag eftir hrunið og að mati Örnu væri það stórkostlegt ef hægt væri að kenna öllum börnum að spila saman í hljómsveit. „Ég er sannfærð um að það myndi færa þjóð- inni meiri samvinnu, bæta hlustun, auka aga og tillitsemi og ýta undir betri samhljóm í samfélaginu. Fyrst Venesúela gat gert þetta ættum við að geta þetta líka. Þetta er auðvitað bara spurning um ákveðna hugmyndafræði og forgangsröðun.“ „Tónlist og tónlistarnám hefur marg- vísleg jákvæð áhrif. Þannig hafa áhrif tón- listarnáms á ýmsa þætti hjá ungmennum, eins og einkunnir, reykingar, áfengisneyslu og hass neyslu, verið rannsökuð. Þessar rannsóknir hafa leitt í ljós að þeir sem stunda tónlist- arnám reykja miklu síður en aðrir […] Grunnskólanemar sem stunda tónlistarnám reykja 60% minna en aðrir […] Ungmenni sem stunda tónlistarnám drekka 40% minna en önnur ungmenni.“ - Einar Ágústsson, Hagræn áhrif tónlistar, Háskólinn á Bifröst, 2012, bls. 73 Einar Ágústsson. Klukkan tifar Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á miðvikudag bókun sem fræðslu- ráð bæjarsins hafði áður samþykkt þar sem lýst er áhyggjum af stöðu kjarasamningsviðræðna við tónlistar- kennara og áhrifum þess á tónlistar- nám í bæjarfélaginu. „Tekið er undir mikilvægi þess að tónlistarkennarar njóti kjara í samræmi við menntun þeirra og hliðstæðar starfsstéttir. Áhersla sé lögð á að í samningum við tónlistarkennara verði leitast við að mismunandi sérstaða, þarfir og kennsluhættir tónlistarnáms sveitar- félaganna fái notið sín.“ Sú spurning vaknar hvers vegna ekki er hægt að semja, ef stór sveitar- félög eða fyrirsvarsmenn þeirra kalla eftir samningum, en það eru jú sveitarfélögin sem mynda Samband sveitarfélaganna. „Þú veltir fyrir þér hvernig það megi vera, að þegar svo mörg sveitar- félög og/eða stofnanir og kjörnir full- trúar þeirra taka heilshugar undir okkar sanngjörnu kröfur um launa- leiðréttingu og að það sé eðlileg og réttmæt krafa að við séum á sömu launum og aðrir kenn arar, eins og við vorum fyrir efnahagshrunið, hvers vegna svo illa gangi að semja,“ segir Sigrún Gren- dal, formaður Félags tónlist- arskólakennara í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins. „Við veltum þessari spurningu líka fyrir okkur og þegar það eru meira en ellefu mánuðir síðan við- ræðuáætlun var undirrituð milli að- ila þá getum við ekki annað en túlkað það sem svo að þeir sem semja við okkur hafi ekki umboð til að semja við okkur á sömu nótum og aðra kennara, að nú eigi að undanskilja okkur meginsamningsmarkmiði Sambands íslenskra sveitarfélaga um jafnrétti í launasetningu, bætir hún við. Það undirstriki þetta að á öllum þessum tíma, síðast á mánudag, hafi tónlistarkennurum verið „stillt upp andspænis kröfum sem við getum ekki orðið við og öllum okkar hugmyndum hefur verið ýtt út af borðinu. Ef samningsborðið væri taflborð þá er viðhöfð ákveðin þrá- skák og slíkt myndu skákmenn varla leyfa sér í tafli ef notuð væri klukka. Við erum hins vegar í verkfalli og því getur það þjónað öðrum mark- miðum sveitarfélaga að stilla okkur aftur og aftur upp með þeim kröfum sem þeir vita að við getum ekki orðið við, meðan klukkan tifar.“ Ekki náðist í Ingu Rún Ólafs- dóttur, sviðs- stjóra kjarasviðs Sambands sveitarfélaga, þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir. Arna K. einarsdóttir, framkvæmdastjóri SInfónlíuhljómsveitarinnar. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Airwaves. „Ljósið í myrkrinu er tónlistin,“ segir Jón ólafsson. Sigrún Grendal. Inga Rún Ólafsdóttir. Tónlistarkennarar hafa fjölmennt á fund bæjarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. Stór hópur sat bæjarstjórnarfund í Hafnarfirði í vikunni en þeir fóru einnig í Kópavog þar sem þessi mynd var tekin.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.