Hafnarfjörður - Garðabær - 14.11.2014, Blaðsíða 10

Hafnarfjörður - Garðabær - 14.11.2014, Blaðsíða 10
10 14. Nóvember 2014 Iðkendum í yngri flokkum Hauka í körfunni hefur fækkað. Skorað er á bæjaryfirvöld að gera betur við íþróttafélögin: „Sameiginlegt verkefni sem allir mættu standa sig betur í“ „Það er því miður stundum fámennt á foreldrafundum, það er eitthvað sem allir foreldrar sem eiga börn í íþróttum þurfa að hugsa um,“ segir Ívar Ásgrímsson, íþróttastjóri Hauka í viðtali við Bæjarblaðið Hafnarfjörð/Garðabæ. Hann fer víða yfir sviðið, en ræðir helst um körfuknattleiksdeild félagsins og starf yngri flokkanna, en þar hefur iðkendum fækkað, auk aðstöðumála félagsins, sem hann telur að megi bæta verulega. „Sem dæmi um þetta þá æfa meistara- flokkar félagsins aldrei á keppnisvellinum, hvorki handboltinn né körfunni.“ Ívar segir aðspurður að nokkuð vel hafi gengið hjá körfuknattleiksdeildinni. Stöðug uppbygging hafi verið á undan- förnum árum. „Tekin var sú ákvörðun eftir að meistaraflokkur karla féll niður um deild árið 2009 að byggja upp og notast við uppalda drengi. Sú stefna hefur verið að skila sér og nú er meistara- flokkur karla nánast eingöngu byggður upp af strákum sem ólust upp innan félagsins. Meistaraflokkur kvenna er að sama skapi skipaður ungum stúlkum sem aldar eru upp innan félagsins. Fyrir þetta tímabil hurfu 5 leikmenn á braut, erlendis og annað, sem allar voru í 26 manna hóp A landsliðs Íslands en samt var tekin sú ákvörðun að spila á mjög ungu liði sem var til staðar. Bæði lið eru á toppnum í dag eftir fjórar umferðir.“ Ívar segir einnig að yngri fokkarnir hafi staðið sig vel. Tveir til þrír Íslands- meistaratitlar og 1-2 bikarmeistaratitlar hafi skilað sér í hús síðustu misserin. Auk þess hafi leikmenn sýnt takta sem tekið hafi verið eftir. „Deildin átti á síðasta ári 8 leikmenn sem spiluðu með yngri flokka landsliðum í lokamóti og um 15 leikmenn sem voru valdir í æfingahóp.“ Fækkun í yngri flokkunum En það er að fleiru að hyggja, því iðkendum í yngri flokkunum hefur fækkað nokkuð frá síðasta tímabili að sögn Ívars. „Núna eru tæplega 200 iðkendur í körfuknattleiksdeild Hauka. Við erum núna að vinna markvist að fjölgun í barna og unglinga starfinu. Sumir flokkar eru allt of fámennir og við verðum að ná fjölgun þar, bæði til að gera æfingar skemmtilegri og til að krakkarnir ná betri árangri. Nú er byrj- endahópur í körfunni, 6-7 ára, um 40 krakkar á æfingum en þar hefur verið unnið markvisst í því að ná inn fleiri iðkendum. Núna er lögð áhersla á fjölga iðkendum 8-11 ára.“ Eina atvinnukonan í körfunni Ívar segir að ávallt hafi verið lögð jafn mikil áhersla á meistarflokk kvenna, til jafns við karlaflokkinn. „Við í Körfuknattleiksdeild Hauka erum stolt af því sem við höfum gert fyrir bæði kynin. Alltaf hefur verið lögð mikil áhersla á meistaraflokk kvenna, til jafns á við karl- ana. Við erum einstaklega stolt af því að eiga eina atvinnumanninn í kvennakörf- unni, hana Helenu Sverrisdóttur. Við reynum alltaf að hafa allt jafnt fyrir bæði kynin, bæði fyrir meistaraflokka og yngri flokka. Nú hallar aðeins á stelpurnar í fjölda og má segja að skiptingin sé u.þ.b. 60% hjá strákum á móti 40% hjá stelpum. Þetta er kannski í samræmi við aðrar íþróttir og jafnvel ívið betra. Það er því miður mun erfiðara og mun meiri vinna að halda stúlkunum í íþróttinni og minnka brottfall hjá þeim heldur en drengjum. Það er líka erfiðara að fá þær til að mæta á æfingar,“ fullyrðir Ívar. Meiri kraft þarf í foreldrastarfið Foreldrastarfið er gott að mati Ívars. En það mætti samt sem áður vera betra. „Þarna kemur til að bæði Körfuknattleiksdeildin þarf að gera betur í að virkja foreldra og svo auðvitað að foreldrar stígi fram og bjóðist til að starfa fyrir deildina og sín börn. Þetta er sameiginlegt verkefni sem allir mættu standa sig betur í. Hver flokkur á að hafa foreldrastjórn sem sér um flokkinn að mestu leyti, þ. e. að sjá um æfingaferðir, leiki og þessi stóru mót sem farið er á. Það er því miður stundum fámennt á foreldrafundum, það er eitthvað sem allir foreldrar sem eiga börn í íþróttum þurfa að hugsa um.“ Ýmsir mælikvarðar á árangur Árangur Haukanna í yngri flokkunum hefur verið góður í körfunni hjá Hauk- unum. Ívar gat um titla hér að framan, en segir að það séu ýmsir fleiri mæli- kvarðar á árangur. „Hjá eldri iðkendum er árangur mældur að miklu leyti með árangri, þ. e. sigurleikjum, titlum og svo hve margir komast í landsliðsverkefni. Í yngstu aldurshópunum er ekki verið að mæla út frá sigrum eða einstaklings- verkefnum. Þarna skiptir miklu máli að iðkendum finnist gaman að mæta á æfingar og að það séu verkefni fyrir alla sem eru að æfa og að hver iðkandi fái að spila og taka fullan þátt í öllu starfinu.“ Aðstöðuvandræði „Við í Haukum erum í miklum vand- ræðum með aðstöðuna,“ segir Ívar, spurður um þau mál. „Haukar eru eitt stærsta, ef ekki stærsta, íþróttafélag á landinu ef mælt er útfrá vetraríþróttum. Við erum með 4 meistaraflokka,“ segir Ívar og vísar til karla og kvennaflokka í bæði handbolta og körfu sem allir leika í efstu deild, og sem tóku þátt í úrslita- keppni á síðasta ári. Gengur ekki til lengdar „Bæði handknattleiksdeildin og körfuknattleiksdeildin eru stærstu deildir landsins ef mælt er útfrá árangri og fjölda. Sem dæmi um þetta þá æfa meistaraflokkar félagsins aldrei á keppn- isvellinum, hvorki handboltinn né körf- unni. Það eru um 3 meistaraflokksleikir að meðaltali á viku í húsinu og þá þarf að notast við báða salina og þá falla æf- ingar niður í þrjá klukkutíma. Það geta allir séð að það getur ekki gengið upp til lengdar,“ segir Ívar. Hann tekur dæmi af því þegar meist- araflokkur karla átti sinn fyrsta leik gegn Njarðvík í úrslitakeppninni í fyrra. „Þá áttu þeir ekki æfingu í húsinu þrjá daga fyrir leik. Nú erum við búnir að vera að berjast fyrir því í nokkurn tíma að byggt verði annað íþróttahús hér á svæðinu og erum við búnir að láta teikna það hús og gera kostnaðaráætlun sem er mjög hag- kvæm fyrir alla aðila. Samstaða er innan íþróttahreyfingarinnar hér í Hafnarfirði um að þessi framkvæmd eigi að vera í forgangi og hefur ÍBH [Íþróttabanda- lag Hafnarfjarðar, samstarfsvettvangur íþróttafélaganna í bænum] gefið það út og bent á þörf fyrir annað löglegt íþróttahús hér í Hafnarfirði. Því miður hafa stjórnmálamenn dregið það að taka „Þarna skiptir miklu máli að iðkendum finnist gaman að mæta á æfingar og að það séu verkefni fyrir alla sem eru að æfa og að hver iðkandi fái að spila og taka fullan þátt í öllu starfinu.“ Ívar Ásgrímsson stendur á hliðarlínunni. Hann gagnrýnir bæjaryfirvöld og vill að meira verði gert fyrir íþróttafélögin.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.