Hafnarfjörður - Garðabær - 14.11.2014, Blaðsíða 12

Hafnarfjörður - Garðabær - 14.11.2014, Blaðsíða 12
TYR sundföt á konur, karla og börn úr DURAFAST efninu sem er sérlega klórþolið og lithelt. Bæjarlind 1-3, 201 Kópavogur www.aquasport.is 14. Nóvember 201412 Bragðaörkin Undanfarna áratugi hefur Slow Food hreyfingunni vaxið fiskur um hrygg, en hún varð til um miðjan níunda ára- tugin. Hún rakin er til Ítalans Carlosar Petrini. Slow food hreyfingin snýst um að skapa mótvægi við skyndibita (Fast food) og alþjóðlegar matarkeðjur með því að nýta hollan og góðan mat úr nágrenni í stað þess að sækja hann um langan veg. Hreyfingin vinnur að varðveislu staðbundinnar matar- menningar og hvetur til landbúnaðar og ræktunnar til notkunnar á heima- slóðum. Meira en hundrað þúsund manns eru formlegir meðlimir í Slow Food hreyfingunni víða um lönd, en áhrifin ná langt út fyrir raðir félags- manna og eru til að mynda greinileg í því sem kallað er Nýja norræna eld- húsið (Ny Nordisk mad). Alþjóðlegar hreyfingar eins og Slow food eru sem himnasending fyrir okkur Íslendinga. Mjög margt af því sem við gerum hefur skírskotun í þessa veru. Hvort sem um er að ræða nauta- eða lambakjöt, fisk, grænmeti eða aðra matvöru, þá vinnum við hlutina mjög í sátt við náttúru og umhverfi. Auðvitað er alltaf eitthvað sem fer miður og lengi má gott bæta . . . en grundvallaratriðið er einmitt að þetta er gott hjá okkur. Samkvæmt heimasíðu íslensku Slow Food samtak- anna hafa þau verið starfrækt frá árinu 2001. Þetta eru sjálfboðaliðasamtök en innan þeirra eru starfandi alls kyns hópar sem einbeita sér að einstökum verkefnum; s.s. erfðabreyttum mat, stofnun og þróun bændamarkaða og svo er til vinnuhópur matreiðslu- manna um bragðmenntun almenn- ings. 900 afurðir Eitt það merkilegast sem Slow food hreyfingin hefur gert er svokölluð bragðörk (e. Ark of taste). Þessu merkilega verkefni var hrundið af stað árið 1996. Í bragðörkinni eru skráðar um 900 afurðir eða annað sem þessi virði er að varðveita sérstaklega. Ástæðurnar eru auðvitað margvís- legar en í grunninn er það auðvitað þannig að iðnvæðing, umhverfisspjöl og stöðun framleiðslu þrengja mjög að hefðbundinni framleiðslu, vörum og jafnvel dýrastofnum. Slow food hreyfingin vill hjálpa til þess að þetta fái aftur gildi í hugum almennings eða öðlist með öðrum orðum nýtt líf. Þetta hefur tekist ágætlega, a.m.k. á suma mælikvarða og sums staðar. Harðfiskur og hangikjöt Eitt af því sem tilvist Bragðarkarinnar hefur gert er að vekja fólk til umhugs- unar. Þetta fer saman við aukna um- hverfisvitund í heiminum og því vex Slow food hreyfingunni fiskur um hrygg. Sem kemur okkur Íslendingum vel. Á þessum lista – Bragðörkinni – eru t.d. fínustu ostar og pylsur Ítala og Frakka og allt hitt sem þykir best og merkilegast í heimi matarins. En þarna inni er líka hjallaþurrkaður harðfiskur frá Flateyri, hefðbundið íslenskt skyr, kæstur hákarl, sjávar- salt, íslenskt hangikjöt og fáeinar aðrar íslenskar matvörur - og svo íslenska geitin. Samtals níu íslenskar skrán- ingar. Góður árangur Níu skráningar hjá þjóð sem ekki nær að telja þriðjung úr milljón er býsna góður árangur. Hvort sem þetta ber að þakka góðu starfi íslensku Slow food samtakanna, eða því að íslenskur matur sé svona merkilegur, þá er þetta umtalsverður árangur. Líklega eru skráningarnar níu nú tilkomnar vegna blöndu þessa og einhverra annara þátta. Hvernig sem það er, þá er þetta magnaður árangur. Þótt frændur okkar Norðmenn séu með tíu skráningar þá geta Svíar og Finnar ekki montað sig nema af sex skrán- ingum hvor þjóð og Danir aðeins af þremur. Í samanburðinum stöndum við okkur því vel . . . svo ekki sé nú talað um þær himinskauta-árangurs- mælinga-æfingar sem höfðatölusam- anburður býður upp á. Fast Slow Food er nýtt hugtak í mat- armenningu. Það snýst um að taka grunnhugmyndina að Slow Food og yfirfæra hana yfir á skyndibitann sem hún upphaflega snerist gegn. Hollur og hreinn matur úr héraði er þannig nýttur til að framleiða skyndibitan í sátt við náttúru og nærsamfélag. Þar er til dæmis um að ræða hamborgara úr úrvals nauta- kjöti sem ræktað er á svæðinu. Það er nefninlega ekki þannig að Slow food snúist um mat sem tekur langa tíma að elda. Svavar Halldórsson Matarsíða svavars svavar@islenskurmatur.is

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.