Hafnarfjörður - Garðabær - 28.11.2014, Blaðsíða 4

Hafnarfjörður - Garðabær - 28.11.2014, Blaðsíða 4
4 28. Nóvember 2014 Ríkissaksóknari kærði ákvörðun um að loka réttahöldum yfir vændiskaupendum: Lögregla og ríkissaksóknari á öndverðum meiði við Hæstarétt Hæstiréttur hafnaði kröfu ríkis-saksóknara um að réttarhöld í málum 40 karla sem ákærðir hafa verið fyrir vændiskaup verði haldin í heyranda hljóði. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni. Tveir dómarar af þremur vildu ekki hafa réttarhöldin opin vegna hagsmuna „brotaþola“ eins og segir í dómnum. Konan sem talin er hafa seld körlunum vændi, mun vera farin úr landi fyrir nokkru. Ekki er refsivert að selja vændi hér á landi. Vændiskaup eru hins vegar bönnuð og refsiverð. Meginregla í íslensku réttarfari er að réttarhöld séu haldin í heyranda hljóði, en öll réttarhöld í vændiskaupamálum hafa verið lokuð, samkvæmt ákvörðun dómara. Héraðsdómur hefur vísað til heim- ildar í lögum um meðferð sakamála um að hafa réttarhöldin lokuð. Vísað er til ákvæða um að hlífa sakborningi, brotaþola, vandamanni þeirra, vitni eða öðrum sem málið varðar, eða af velsæmisástæðum. Þá væru réttarhöld í kynferðisbrotamálum ávallt lokuð, en bann við vændiskaupum sé að finna í kynferðisbrotakafla almennra hegn- ingarlaga. Meirihluti hæstaréttar lítur einkum til þess að hlífa eigi konunni sem seldi vændið. Guðrún Erlends- dóttir Hæstaréttardómara telur hins vegar að réttarhöldin eigi að vera opin. Löggan vill opið þinghald „Mín skoðun er sú, sama og ríkissak- sóknari núna, að krefjast þess að það sé opið þinghald,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu í samtali við blaðið. Aðstöðumunur Vændiskaup voru bönnuð með lögum árið 2009. Í greinargerð með frumvarp- inu sem Alþingi samþykkti, segir meðal annars að hlutverk löggjafans sé að sporna við sölu á kynlífi, „enda sé ekki ásættanlegt að líta á mannslíkamann sem söluvöru“. Þá sé gengið út frá því að ábyrgðin á slíkum viðskiptum séu á herðum kaupanda en ekki þess sem selur. Aðstöðumunur sé enda mikill. Það sé kaupandinn í krafti peninga eða annarar greiðslu sem hafi eiginlegt val í þessum aðstæðum og í lang flestum tilvikum sé staða hans mun sterkari en þess sem selur aðgang að líkama sínum til kylífsathafna. Þá er í greinargerðinni einnig bent á neyð seljenda og tengsl vændis og mansals. Vill draga úr eftirspurn „Það að viðkomandi sé ekki nafn- greindur, gerir að verkum að forvarnar- gildið er ekki það saman. Þá höfum við of mikla eftirspurn. Við þurfum að stemma stigu við eftirspurninni. Það gerum við með því að það sé ekki lokað þinghald í málum af þessu tagi,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir Tugir dóma Vændismálin sem nú eru fyrir héraðs- dómi hófust með mansalsrannsókn. Stúlkan sem seldi körlunum vændi er farin úr landi, en hún mun hafa komið hingað til lands frá Austur-Evrópu. Nokkrir tugir dóma hafa fallið í vændiskaupamálum hérlendis, frá því að lög sem banna kaup á vændi tóku gildi. Flestir munu hafa játað brot sín og verið sakfelldir. Sektir hafa numið á bilinu 80-120 þúsund krónur. Fjórir dómar héraðsdóms hafa verið birtir þar sem eingöngu hefur verið fjallað um vændiskaup. Tveir sekt- ardómar og tveir sýknudómar. Rétt- arhöld í öllum þessum málum hafa verið lokuð. HAFNARFJÖRÐUR / gARÐAbæR 22. TbL. 4. ÁRgANgUR 2014 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is, Veffang: fotspor.is, Ritstjóri: Ingimar Karl Helgason, sími: 659-3442 netfang: ingimarkarlhelgason@gmail.com, Matarblaðamaður: Svavar Halldórsson. Sími. 869-4940. Netfang. svavar@islenskurmatur.is, Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 13.500 eintök. dreifing: Póstdreifing. Fríblaðinu er dreiFt í 13.500 e intökum í allar íbúðir í HaFnarFirði / Garðabæ Nefnd um stjórn fiskveiða, sem frumvarp núverandi sjávarútvegsráðherra er sagt byggja á, hafði eitt megin markmið: Að yrði sátt meðal þjóðarinnar um skipan þessara mála. Aftur á móti virðumst við enn standa í þeim sporum að aðeins einn hópur fólks á að vera sáttur. Þeir sem fá kvótanum úthlutað. Þeir stærstu og voldugustu. Orðið „sátt“ hefur mikið verið notað í umræðum um sjávarútvegsmál síðustu misserin og daga. Staðan er nefnilega sú að einstaklingar á bak við fyrirtækin sem fá úthlutað megninu af kvótanum eru fáir. Satt að segja mætti koma þeim fyrir í einum strætisvagni. Yfir þetta hefur verið skilmerkilega farið í fjölmiðlum og er rifjað upp í umfjöllun um væntanlegt frumvarp sjávarútvegsráðherra hér í blaðinu. Niðurstaða „sáttanefndarinnar“ var nefnilega engin sátt. Menn voru í raun aðeins sammála um eitt: Að áfram yrði veiddur fiskur við Ísland. Sú leið sem nú hefur verið lögð til, að færa fáum stórútgerðarmönnum áratuga einkarétt á sameiginlegri auðlind, er ekki afurð sáttar, allra síst við þjóðina alla. En með þessari aðferð fá þeir voldugustu sínum kröfum framgengt. Sjávarútvegsfyrirtækjum gengur að sönnu mis vel. En það er ekki röksemd fyrir því að örfáir tugir manna geti í skjóli sameiginlegra gæða haft tögl og haldir í öllu samfélaginu. Það var vitlaust gefið í upphafi og það verðum við að laga. Regluverkið okkar er einnig augljóslega gallað. Það sjáum við glöggt á sölu kvóta Stálskipa úr Hafnarfirði. Þar var bænum ekki boðinn forkaupsréttur. Með lagakrókum er hugsanlega hægt að færa rök fyrir því að slík niðurstaða standist. Það þýðir ekki að hún sé rétt. Það þýðir ekki að hún sé sanngjörn. Þess vegna er verkefni okkar að taka til í lögunum með hagsmuni alls sam- félagsins að leiðarljósi. Sú tiltekt getur ekki byggst á brauðmolakenningu frjálshyggjumanna. Það viðhorf stjórnvalda sem birtist svo skýrt í órökstuddum flutningi Fiskistofu gefur aftur á móti ekki tilefni til mikillar bjartsýni. Allir Íslendingar eru hagsmunaaðilar þegar kemur að fiskveiðum við landið, ekki aðeins stórútgerðin. Það verða stjórnvöld alltaf að hafa í huga, númer eitt, tvö og þrjú. Ingimar Karl Helgason Sátt við hvern? Leiðari Skora á stjórnvöld Öryrkjabandalagið hefur hafið undirskriftarsöfnun, þar sem skorað er á stjórnvöld að inn- leiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Söfnunin fer fram á vef bandalagsins, obi.is. Banda- lagið bendir á að 151 ríki hafi þegar gert þetta, en aðeins fjögur Evrópuríki eigi það eftir, Ísland þar á meðal. Auka framlög til einkaskóla um 36 milljónir: Hjallastefnan færir út kvíarnar Grunnskóli Hjallastefnunnar hyggst enn færa út kvíarnar og kenna í 6. bekk á næsta skólaári. Gerður var samningur við bæinn fyrr á árinu um að Hjalla- stefnan fengi að hefja kennslu á mið- stigi í Hafnarfirði, þ. e. í 5. bekk. Ekki var gert ráð fyrir þessu í fjárhagsá- ætlun ársins hjá Hafnarfjarðarbæ, en Hjallastefnan sjálf hugðist greiða mis- muninn fram að áramótum. Fræðslu- ráð hefur nú samþykkt að bæta sjötta bekknum við en það var gert á fundi í vikunni. Fram kemur í tillögum fræðsluráðs með fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar- bæjar í fræðslu og uppeldismálum, að til standi að hefja kennslu í sjötta bekk á vegum Hjallastefnunnar. Í tillögunni segir að fyrir liggi ósk frá Barnaskóla Hjallastefnunnar um að bæta sjötta bekknum við næsta haust. Gert er ráð fyrir ríflega 36 milljónum króna úr bæjarsjóði vegna þessa. Á móti kemur, segir í tillögunni, að bú- ast megi við að þriðjungur þessarar fjárhæðar sparist í grunnskólum vegna fækkunar bekkjardeilda. Einnig segir að framlög til miðstigs skólans séu háð barnafækkun í leikskóladeild og hús- næði Litla-Hjalla „verði tekið undir grunnskólastarf.“ Heildarkostnaður Hafnarfjarðar- bæjar við grunnskóla Hjallastefnunnar verður 168 milljónir króna á árinu 2015 samkvæmt tillögu fræðsluráðs. Dráttarvélar á Íslandi – enn og aftur Út er kominn þriðji DVD diskur Hjalta Stefánssonar og Heiðar Óskar Helgadóttur um eldri dráttarvélar. Þau voru á ferðinni um landið í sumar og hittu mann og annan, segir í fréttatilkynningu. Á Suðurnesjum hittu þau útgerðarmann- inn og bóndann Hermann Ólafsson sem hefur sankað að sér mörgum upp- gerðum vélum. Á Akranesi fundu þau annan vélasafnara sem leitar uppi vélar til að gera upp. „Við ræddum við Ragnar Jónasson sem ungur heillaðist af Ferguson og í fræðsluhorninu kynnumst við ferl- inu við pólýhúðun. Þá eru safnadeg- inum á Hvanneyri gerð góð skil. Í Eyjafirðinum leynast víða dýrgripir m.a. Lanz Aldog, Kramer og Volvo. Við fræðumst um starfsemi Búsögu, búnaðarsögufélags Eyjafjarðar. Harry Ólafsson sýnir okkur hvernig hann breytti W4 bensínvél í díselvél. Við fáum að sjá uppgerðan MF 65 á beltum og hittum Örnólf í Hólakoti sem hefur sankað að sér vélum og dreymir um að gera þær upp. Á Suðurlandi er John Deere á fimmtugsaldri enn í notkun og á Síðu fundum við Oliver 60 frá 1947. Á bæ einum í Jökulsárhlíð eru á annan tug Ford véla í daglegri brúkun og við ræðum við Markús Sigurðsson sem er Deutz-grænn í gegn og hefur gert upp nokkrar vélar, þ. á m. Diggadigg sem við heyrum af. Við ræðum við áhugabónda í Garðabæ og fyrrum vinnumann á Jarðbrú sem kynntist einu David Brown vélinni sem kom í Svarfaðardal,“ segir meðal annars í lýsingu á framtakinu, Diskurinn er seldur á 3.800 krónur með virðisaukaskatti. Hægt er að nálg- ast DVDS viskinn með tölvupósti: tokataekni@gmail.com og í síma 471 3898. Einnig er hægt að fá eldri diskana á tilboðsverði með þeim nýja segir í tilkynningu. Íþróttahreyf- ingin bregst við Íþróttasamband Íslands hefur ákveðið að þeir sem hlotið hafa dóma á grundvelli kynferðisbrotakafla al- mennra hegningarlaga megi ekki starfa hjá íþróttafélögum, hvorki í launuðu starfi né sem sjálfboðaliðar. ÍSÍ lét útbúa sérstakt eyðublað sem umsækjendur þurfa að fylla út, en þar er meðal annars veitt heimild til að sækja upplýsingar frá sakaskrá til að ganga úr skugga um þetta. Íþrótta- bandalag Hafnarfjarðar fjallaði um eyðublaðið seint á síðasta ári. Bann við kaupum á vændi er að finna í kyn- ferðisbrotakafla hegningarlaganna. Ekki hefur frést af því að neinum hafi verið neitað um starf hjá íþróttafé- lögum vegna þessa. Alda Hrönn telur að réttarhöld yfir vændiskaupendum eigi að vera opin. menn sem hafa verið ákærðir fyrir vændiskaup vilja ekki láta sjást framan í sig. myndin var tekin í héraðsdómi við fyrirtöku í einu af málunum 40. Mynd: Pressphotos.biz.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.