Hafnarfjörður - Garðabær - 28.11.2014, Blaðsíða 6

Hafnarfjörður - Garðabær - 28.11.2014, Blaðsíða 6
28. Nóvember 20146 Allt frá konfektmola í fullbúna veislu! kokulist.is - Sími 555 6655 Margt um að vera í aðdraganda jólanna: Margir viðburðir á aðventunni Á sunnudaginn kemur er fyrsti sunnudagur í aðventu og má reikna með að margir geri sér glaðan dag að því tilefni og þótt tími tími Stekkjastaurs sé ekki kominn er ekki ósennilegt að hann eða bræður hans verði á sveimi. Hönnunarsafn Íslands Glugga í anddyri safnsins verður breytt í jóladagatal í desember. Á hverjum degi fram að jólum verður einn hlutur í eigu safnisn sýndur og verður lögð áhersla á að draga fram fjölbreytn- ina í safneign Hönnunarsafnsins. Á heimasíðu og facebooksíðu safnsins mun birtast umfjöllun um hvern hlut. 30. nóvember kl. 14 – Halla Boga- dóttir, formaður Félags íslenskra gullsmiða leiðir spjall með nokkrum af þeim gullsmiðum sem eiga verk á afmælissýningu Félags íslenskra gull- smiða, Prýði, sem unnin er í samstarfi við safnið. 6. desember kl. 12-17 - Ókeypis aðgangur á sýningarnar Prýði og Ertu tilbúin frú forseti? í tilefni tendrun jólaljósa á jólatré Garðabæjar við Garðatorg kl. 16. Í desember verður boðið upp á stuttar hádegisleiðsagnir um sýninguna Ertu tilbúin frú froseti? Leiðsagnirnar hefjast kl. 12: 15 og verður lögð áhersla á afmarkaðan hlut sýningarinnar og umfjöllunarefni hverju sinni. Nánari upplýsingar á heimasíðu og facebook- síðu safnsins í desember. Íshús Hafnarfjarðar ÍSHÚS HAFNARFJARÐAR er sam- starfsverkefni keramik hönnuða, listamanna, iðn- og fræðimanna í framsæknu og skapandi umhverfi við höfnina í Hafnarfirði, Strandgötu 90. Vandað handverk er eitt aðalsmerkja ÍSHÚSS HAFNARFJARÐAR. Verið hjartanlega velkomin. Jólaopnun verður í ÍSHÚSI HAFNARFJARÐAR 6. desember kl. 11-17 13. desember kl. 11-17 Menningar –og listafélag Hafnar- fjarðar Menningar –og listafélag Hafnar- fjarðar býður upp á fjölbreytta dagskrá í Bæjarbíói á aðventunni. Meðal helstu viðburða má nefna: 29. nóvember kl. 21 - Páll Rósin- krans og Margrét Eir. 6. desember kl. 16 – Pollapönk fjöl- skyldutónleikar 7. desember kl. 16 – Einar Mikael og töfrahetjurnar 12. desember kl. 21 – Laddi – Allt það best (í fyrsta sinn í Hafnarfirði) 13. desember kl. 13 – Eiríkur Fjalar tekur á móti góðum Frostgestum. Fjöl- skylduskemmtun. 14. desember kl. 16 – Eiríkur Fjalar tekur á móti góðum Frostgestum 20. desember kl. 17 og 21- KK og Ellen jólatónleikar. Uppselt 23. desember – Þorláksmessutón- leikar (nánar auglýst síðar). Jólaþorpið Í tólfta sinn rís Jólaþorpið í miðbæ Hafnarfjarðar. Það verður opið um helgar á aðventunni frá kl. 12-18 og 22. og 23. desember frá kl. 16-21. Boðið verður uppá fjölbreytta dagskrá alla opnunardagana og verða jólasveinar á vappi kl. 14-16. Á laugardögum verða úti-jólaböll kl. 15 og munu Lína lang- sokkur, Pollapönkarar, Margrét Eir og Páll Rósinkrans, jólaálfar Hafnarfjarðar, Rauðhetta og fleiri reki inn nefið. Nánari dagskrá jólaþorpsins má finna á www. hafnarfjordur.is Í Hafnarfirði og Garðabæ verður margt um að vera á aðventunni fyrir börn og fullorðna, bæði á götum úti og á vegum hinna ýmsu aðila og menningar- stofnana. Á morgun, laugardag, verða jólaljósin tendruð á tveimur vinarbæj- artrjám Hafnarfjarðar. Kveikt verður á jólaljósum Cuxhaventrésins kl. 15 sem staðsett er við Flensborgarhöfn og á jólaljósum Frederiksbergstrésinsvið hátíðlega athöfn í Jólaþorpinu kl. 17. Þann 6. desember kl. 16 verða ljósin tendruð á jólatrénu við Garðatorg og verður jólasveinninn þar mættur til að gleðja gesti og gangandi. Hafnarborg: Í Hafnarborg mun tónlistin hljóma á aðventunni og listamenn segja frá verkum sínum. 30. nóvember kl. 15 - Listamanna- spjall með myndlistarmanninum Ragnari Þórissyni um verk hans á sýningunni Vara-litir. 30. nóvember kl. 20 - Aðrir tón- lekarnir í tónleikaröðinni Hljóðön. Kvartettinn Siggi mun leika verk eftir Giacinto Scelsi, Naomi Pinnock, Atla Heimi Sveinsson og Unu Sveinbjarnar- dóttur þar sem kvartettforminu er velt fyrir sér og sameining hljóðfæranna fjögurra í einn hljóðheim eru hug- leidd. Kvartettinn skipa fiðluleikararnir Una Sveinbjarnardóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir, Þórunn Ósk Mar- ínósdóttir, víóluleikari og Sigurður Bjarki Gunnarsson, sellóleikari. Að- göngumiðar eru seldir á midi.is og í Hafnarborg. Miðaverð kr.2500/1500 2. desember kl. 12 - Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran og Antonía Hevesi píanóleikari koma fram á há- degistónleikum. Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. 6. desember - Syngjandi jól hefur verið fastur viðburður í Hafnarborg undanfarin 18 ár. Þar koma fram kórar Hafnarfjarðar og skemmta gestum allan daginn með fjölbreytti dagskrá. Kórameðlimir eru á öllum aldri, allt frá leikskólabörnum til ellilífeyrisþega. 7. desember kl. 15 - Hulda Vil- hjálmsdóttir myndlistarmaður verður með listamannaspjall um verk sín á sýningunni Vara-litir. Bókasafn Garðabæjar Á Bókasafni Garðabæjar verður boðið upp á sögustund og jólaföndur um helgina auk þess sem árleg jólaleik- sýning verður sýnd í desember. 29. nóvember kl. 11:30 - Sögustund og jólaföndur 6. desember kl. 14:30 - Jólaleik- sýning „Þegar Trölli stal jólunum“ í leikgerð leikhópsins Miðnætti. Boðið er upp á sögustundir á safninu alla laugardaga kl. 11:30 Bókasafn Hafnarfjarðar Dagskrá Bókasafns Hafarfjarðar í desember nafnið Kynstrin öll. Boðið verður upp á kennslu í jólaföndri og upplestur úr nýjum bókum fyrir börn og fullorðna. 2. desember kl. 17:00 - jólaorigami Anna María kennir gestum og gang- andi að búa til origami jólaskraut 4. desember kl. 17:00 - upplestur fyrir eldri börn Sigrún Eldjárn - Draugagangur á Skuggaskeri Gunnar Helgason - Gula spjaldið í Gautaborg 4. desember kl. 20:00 - stóra upp- lestrarkvöldið II Stefán Máni - Litlu dauðarnir Helga Guðrún Johnson - Saga þeirra, sagan mín Ingibjörg Reynisdóttir - Rogastanz Bryndís Björgvinsdóttir – Hafn- firðingabrandarinn Kaffihúsastemning í samstarfi við Súfistann og lifandi tónlist í hléinu. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.