Hafnarfjörður - Garðabær - 28.11.2014, Blaðsíða 11

Hafnarfjörður - Garðabær - 28.11.2014, Blaðsíða 11
UltraGrip 8UltraGrip Ice+ UltraGrip 8 Performance Ultragrip Ice Arctic Goodyear gæðadekk færðu hjá okkur Klettagörðum 8-10 | 104 Reykjavík | Sími: 590 5100 | Suðurhrauni 2b | 210 Garðabær | Sími: 590 5290 | www.klettur.is NÝTT DEKKJAV ERKSTÆÐI BJÓÐUM EINNIG: 1128. Nóvember 2014 renni í sameiginlegan sjóð lands- manna.“ Lítið um aðgerðir Ekki hefur frést af úttekt á tengslum fyrirtækja eða skýrum reglum um inn- byrðis tengsl þeirra. Þetta gæti talist með brýnni verkefnum í þessum geira atvinnulífsins. Nefna mætti viðamikil tengsl Samherja og Síldarvinnslunnar og fleiri tengdra fyrirtækja sem saman- lagt fara langt upp úr kvótaþakinu, auk Brims í Reykjavík og útgerða í Eyjum og á Snæfellsnesi, svo dæmi séu tekin. Meirihluti starfshópsins vildi tak- marka framsal aflaheimilda. Ekki hefur frést af því að það standi til. „Það verður að búa til rekstrarumhverfi þannig að bankar og lánastofnanir séu tilbúnar til að lána fyrirtækjum í greininni,“ sagði Jón Gunnarsson, formaður atvinnu- veganefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við Morgunblaðið í vikunni. Spyrja má hvort af þessum ummælum megi draga einhverjar ályktanir um framsalsmálin í frum- varpinu. Samningaleiðin Stærstu fréttirnar af frumvarpi ráðherr- ans hafa verið um nýtingarsamninga til 23ja ára. „Ekki var sátt í nefndinni um tiltekinn árafjöldann en núverandi sjávarútvegsráðherra sagði á aðalfundi LÍÚ 2013 að til að skapa nauðsynlega festu væri eðlilegt að útgerðir fengju rétt í til dæmis 20-25 ár, með skýrum fram- lengingarákvæðum,“ sagði í forsíðufrétt Morgunblaðsins á miðvikudag. „Við lukum aldrei útfærslu á samn- ingaleiðinni. Hún aðeins útskýrð sem hugmynd . . . en mikill ágreiningur um útfærslu,“ segir einn heimildarmanna blaðsins, enda hafi leiðin verið hugsuð sem aðlögun fyrir þá sem keypt hafi aflaheimildir. Frásögnin er rækilega staðfest í sjálfri skýrslunni. Þar segir um þetta: „Meirihluti starfshópsins telur að með tilliti til settra markmiða og kröfu um jafnræði og meðalhóf sé rétt að endur- skoða fiskveiðistjórnunarkerfið með sjálfstæðri löggjöf sem taki hliðsjón af auðlindastefnu almennt er byggist á hugmyndum um samningaleið. Meirihluti starfshópsins telur rétt að gerðir verði samningar um nýtingu aflaheimilda og þannig gengið form- lega frá því að auðlindinni sé ráðstafað af ríkinu gegn gjaldi og að eignarréttur ríkisins sé skýr. Samningarnir skulu m.a. fela í sér ákvæði um réttindi og skyldur samningsaðila, kröfur til þeirra sem fá slíka samninga, tímalengd og framlengingu samninga, gjaldtöku, að- ilaskipti, ráðstöfun aflahlutdeilda sem ekki eru nýttar, meðferð sjávarafla o. fl. Mismunandi skoðanir voru innan hópsins um útfærslu á einstökum at- riðum slíkra samninga.“ Áratugasamingar? Það kemur enda fram í ýmsum bók- unum við skýrsluna. Þannig taldi Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og nú utanríkis- ráðherra, að gera mætti nýtingarsamn- inga til allt að 40 ára. Samtök fiskfram- leiðenda og útflytjenda nefndu 15 ár. Aðrir nefndu ekki sérstakan árafjölda í bókunum sínum. Einar K. Guðfinns- son, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins ræddi raunar sérstaklega um „langtímasam- inga“ og vísaði til samninga um orku- nýtingu á landi og að þeim þyrftu að fylgja „skýr framlengingarákvæði“. Stjórnarskráin Í starfshópnum náðist frekar skýr sátt um stjórnarskrárákvæði, þó var hópur- inn ekki, frekar en í öðrum efnum, að öllu leyti sammála. „Starfshópurinn, að undanskildum fulltrúum LÍÚ, telur nauðsynlegt að skýrt ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum, þ.m.t. auðlindum sjávar, komi í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins.“ Stjórnarskrárnefnd Alþingis sem nú er að störfum hefur fjallað um slíkt ákvæði í stjórnarskrá. Sú vinna er hins vegar ekki langt komin og blasir við að slíkt stjórnarskrárákvæði er langt inni í framtíðinni, enda eru nefndar- menn ósammála um útfærslur á því, samkvæmt upplýsingum blaðsins, auk þess sem spurt hefur verið hvaða gildi yfirlýsing um þjóðareign fiskveiði- auðlindarinnar í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða hafi, þegar fámennur hópur hafi í raun slegið einkaeign sinni á auðlindina. Nýleiðrétt þjóð? Eins og áður kom fram hefur frum- varpið ekki komið fram í heild sinni, þótt nokkrir hafi fengið á því kynningu. Til að mynda er óvíst hvort makríll verði settur í kvóta. Skotið hefur verið á að virði hans gæti numið 100 millj- örðum króna. Það kallar einn heim- ildarmaður að yrði „stærsta eigna- tilfærsla sögunnar í hinum vestræna heimi og myndi kalla á borgarstyrjöld í flestum löndum.“ Viðkomandi reikn- aði samt sem áður með því að þetta myndi renna „tiltlulega hljóðlaust ofan í kokið á hinni ný leiðréttu íslensku þjóð“. Framsalið Framsal á kvóta hefur valdið hörðum deilum. Vestmannaeyingar hafa deilt við útgerðir vegna framsalsins. Sama má segja um Hafnarfjarðarbæ sem hefur barist fyrir því mánuðum saman að fá forkaupsrétt að kvóta Stálskipa sem var seldur út á land snemma á árinu. Kaupendur voru meðal annars Síldarvinnslan. Ráð- herra hefur ekki hlustað á rök bæj- arins og Byggðastofnun fullyrti í umsögn sinni að brotthvarf kvótans úr bænum hefði ekki sýnileg áhrif á atvinnulífið í Hafnarfirði. Því mót- mælir Hafnarfjarðarbær harðlega og rekur nú mál fyrir dómstólum. Spurði um styrki „Það er með ólíkindum að engin krafa skuli verða gerð til stjórnmála- flokka og stjórnmálamanna í þessari nefnd að þeir upplýsi um peninga- lega styrki til sín frá hagsmunaað- ilum í sjávarútvegi á liðnum árum. Þá er undirritaður að tala um styrki vegna prófkjörs nefndarmanna og flokkssjóði stjórnmálaflokkanna,“ sagði meðal annars í bókun Finn- boga Vikars, sem var fulltrúi Borg- arahreyfingarinnar í samstarfs- hópnum. Þar setti hann alla aðra stjórnmálaflokka undir einn hatt. Fram hefur komið hér í blaðinu að meira en 9 af hverjum tíu krónum sem runnið hafa frá fyrirtækjum í sjávarútvegi til stjórnmálaflokka, hafa runnið til Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Gunnar bragi Sveinsson taldi að gera ætti nýtingarsamninga til allt að 40 ára. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarút- vegsráðherra hefur kynnt nýtt frum- varp um stjórn fiskveiða í trúnaði. Hann vill ekki leggja „álögur“ á sjáv- arútveginn. Hagnaður stórútgerða hefur numið milljörðum á ári undan- farin ár. Fleiri starfa við veiðar og vinnslu en útgerðarmenn. Samingaleiðin svonefnda er umdeild. Hún var í upphafi hugsuð sem aðlögunartími fyrir þær útgerðir sem keypt hafa aflaheimildir. Opið um helgar frá kl. 12-18 og 22. og 23. des. frá kl. 16-21. #Jólaþorpið

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.