Hafnarfjörður - Garðabær - 28.11.2014, Blaðsíða 12

Hafnarfjörður - Garðabær - 28.11.2014, Blaðsíða 12
CMT sagarblöð og fræsitennur Gjafakortin fást í verslunum Hagkaupa. Símabúðinni í Firði og Gaaraleikhúsinu Gjafakort á frábærar leiksýningar eru góðar jólagjar Gleðilega hátíð TYR sundföt á konur, karla og börn úr DURAFAST efninu sem er sérlega klórþolið og lithelt. Bæjarlind 1-3, 201 Kópavogur www.aquasport.is 28. Nóvember 201412 Ný bók um kafbátaárásir Þjóðverja í Síðari-Heimsstyrjöld: „Sagan er til að læra af henni“ „Þegar ég var að skrifa tvær fyrri bækur mínar Dauðinn í Dumbs- hafi og Návígi á norðurslóðum sem komu út 2011 og 2012 rann- sakaði ég mjög mikið af ýmsum heimildum. Þá fann ég einfald- lega mjög mikið af efni frá þessum tíma sem ég hugsa að gæti verið áhugavert fyrir íslenska lesendur en hefur ekki verið gerð mikil skil á íslensku til þessa,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson, höfundur bók- arinnar Tarfurinn frá Skalpaflóa. Bókinn fjallar um kafbátaforingja Þjóðverja, Günther Prien, í Seinni- Heimsstyrjöld. „Ég hef því haldið áfram að grúska í þessari sögu seinni heimsstyrjaldar og einkum því sem tengist hafinu og Íslandi með einum eða öðrum hætti þó ég hafi aldrei æltað mér og hyggist reyndar ekki festast í þessu tímabili. Mér finnst bara að þetta þurfi að komast til skila hér á landi, að það eigi erindi við okkur í nútímanum. Sagan er til að læra af henni,“ segir Magnús. - Hvers vegna kafbátahernaður? „Ég valdi að segja sögu kafbátafor- ingja vegna þess að mig langaði til að varpa ljósi á sögu kafbátahernaðarins. Allir óttuðust þýsku kafbátana, ekki síst íslenskir sjófarendur. Ég kaus að gera það með því að segja sögu eins manns og áhafnar hans. Prien var einn af dáðustu foringjum þýska kafbáta- flotans, varð hetja nánast frá fyrstu stundu þegar honum tókst að komast inn á skipalægi breska flotans á Orkn- eyjum og sökkva þar heilu orrustu- skipi og síðan sleppa aftur út heilu og höldnu. Hann og menn hans á U47 herjuðu síðar á siglingaleiðum suður af Íslandi og voru meðal þeirra sem ullu miklum ótta. Fyrstu mennirnir frá Íslandi sem urðu fórnarlömb þýsks kafbáts létu lífið af völdum árásar þeirra. Þetta voru tveir þýskir inn- flytjendur á Íslandi sem voru teknir fastir við hernámið og sendir úr landi af Bretum. Það var verið að flytja þá með fangaskipi í fangabúðir í Kanada þegar Prien og menn hans sökktu skipinu með geysilegu manntjóni. Þetta var skip sem oft hafði komið til Íslands fyrir stríð með farþega og var þekkt hér á landi. Prien og menn hans hurfu svo með dularfullum hætti í skipalestarorrustu djúpt suður af Íslandi þegar sól þeirra skein hvað skærast. Íslendingarnir - Hvað um fórnarlömbin? Er ekkert erfitt að fjalla um þessa menn sem sannarlega urðu íslenskum sjómönnum að bana? „Mér finnst það áhugavert að reyna að skoða aðeins hvernig menn þetta voru. Hvað gekk þeim eiginlega til? Ég reyni aðeins að koma inn á það í þessari bók þó ég sé ekki að réttlæta þá á neinn hátt. Menn eins og Prien áttu sinn bakgrunn eins og aðrir. Og Þjóðverjar töldu að þeir ættu harma að hefna eftir fyrri heimsstyrjöld. Ég kem aðeins inn á þessar sögulegu forsendur í þessari bók. Og þýsku kafbátarnir vöktu mikinn ótta, ekki síst hér á Íslandi enda vorum við mjög háð flutningum á hafinu. Það mátti líka sjá merki um þennan ótta sem Prien og félagar sköpuðu m. a. með miklum viðbúnaði í Hvalfirði.“ Hér á eftir fer stuttur kafli úr bókinni. Prien og menn hans hafa komist inn á breska herskipalægið á Skalpaflóa á Orkneyjum. Það er norðan við Pentilinn svokallaða, siglingaleiðina um sundið norður af meginlandi Skotlands sem flestir íslenskir sjómenn kannast við. Kaf- báturinn U47 hefur að nýju komist í skotstöðu gegn orrustuskipinu Royal Oak eftir að fyrsta atlagan mistókst. Günther Prien og menn hans gera aðra árás: Árásin á Royal Oak „Á meðan áhöfn Royal Oak reyndi að komast að niðurstöðu um hvað hafði hent skip þeirra, héldu Prien og menn hans áfram ráðstöfunum til að skjóta fleiri tundurskeytum. Prien stóð á stjórnpalli og horfði enn gegnum sjónauka sinn í átt að bresku skipunum. Hann var bæði ráð- villtur og hissa. Skipherrann undraðist mjög að engin viðbrögð voru sjáanleg um borð í þeim eða í landi við því að tundurskeyti hefði hæft annað skipið. Hann hafði búist við miklu uppnámi eftir sprenginguna en allt var með kyrrum kjörum. Engir varðbátar eða tundurspillar sáust. Ekkert benti til að Breta grunaði að óvinakafbátur léki nú lausum hala inni á skipalæginu. Prien velti fyrir sér skamma stund hvort rétt væri að láta sig hverfa nú á meðan allt væri enn rólegt. Það var freistandi að nota tækifærið og fara aftur út sömu leið og þeir hefðu komið. U47 hafði verið stefnt í áttina að Kirkjusundi eftir að tundurskeytunum var hleypt af. Þeir voru að höfra frá vettvangi því áhöfnin bjóst við því að Bretar hæfu strax kafbátaleit. Þeir fengju því ekki annað tækifæri til að skjóta tundur- skeytum. Ósýnilegir Þegar Prien varð ekki var við nein viðbrögð Breta, ýtti hann þeirri hugsun frá sér að draga kafbát sinn í hlé. Fyrst þeir væru komnir inn á sjálfan Skalpaflóa bæri þeim skylda til að reka smiðshöggið á það sem þeir hefðu þegar hafist handa við. Niðri í kafbátnum höfðu menn unnið hratt og fumlaust þrátt fyrir alla óvissuna sem ríkti uppi á stjórnpalli. Þaðan barst nú tilkynning um að ný tundurskeyti væru tilbúin í rörunum. Ekkert væri því til fyrirstöðu að skjóta þeim. Prien tók ákvörðun. „Við snúum við. Stefna þrír–einn– fimm,“ sagði skipherrann stuttlega. Dauðafæri Skipunin var framkvæmd án hiks. U47 beygði snöggt á stjórnborða og sneri við. Brátt var kafbáturinn kominn á norð- vesturstefnu, aftur inn á skipalægið. Nú ætlaði Prien ekki að láta skeika að sköpuðu á neinn hátt. Hann var búinn að ákveða að ráðast í þessari atlögu eingöngu á það skip sem var nær og hann var viss um að væri Royal Oak. Kafbáturinn nálgaðist orrustuskipið og þrjú tundurskeyti voru tilbúin í stefni hans. Prien lét hleypa þeim öllum af í enn meira dauðafæri en þegar hann gerði fyrri atlöguna. Strax á eftir var kaf- bátnum snúið við á stefnu frá skotmark- inu svo hann mætti leynast í rökkrinu. Tundurskeyti nálgast Þjóðverjarnir á stjórnpalli U47 horfðu á dökkan skugga þessa mikla herskips sem lá þarna 180 metra langt í öllu sínu veldi. Kafbátsmennirnir héldu nánast niðri í sér andanum á meðan tundur- skeytin æddu að marki. Þeir mundu vel hvaða tortímingarmáttur bjó í þessum vopnum frá því höfðu horft á eitt tund- urskeyti nánast rífa Bosniu í tvennt á Biskajaflóa réttum fimm vikum fyrr. Þjóðverjarir þurftu ekki að bíða lengi. Ógurlegar sprengingar kváðu við þegar að minnsta kosti tvö tundurskeyt- anna hæfðu risann stjórnborðsmegin rétt framan við miðju. Annað þeirra sprakk undir fremra mastrinu og yfir- byggingunni á meðan hitt hæfði undir næst fremsta fallbyssuturninum framan við brú skipsins. Sjór inn í vélarrúmið Tundurskeytið, sem hæfði undir yfir- byggingunni, reif gat á einn af helstu olíutönkum Royal Oak. Svartolían streymdi út og breiddist yfir hafflöt- inn. Sjór fossaði inn í vélarrúm orr- ustuskipsins. Eldhaf kviknaði í skot- færageymslu. Sprenging þeytti braki hátt til lofts. Margir af þeim mönnum sem höfðu nú lagst aftur til svefns eftir að fyrsta tundurskeytið hafnaði á stafni skipsins fórust á nokkrum augna- blikum í sprengingum og eldunum sem kviknuðu í kjölfar þess að tund- urskeytin hæfðu og rifu skipið á hol. Öllu rafmagni sló út í Royal Oak. Ljós slokknuðu og vígdrekinn myrkvaðist. Þar með varð hvorki hægt að koma skilaboðum um kallkerfi skipsins né senda ljósmerki í land. Risinn var lamaður. Konungseikin riðaði til falls.“ magnús Þór Hafsteinsson. Günther Prien.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.