Hafnarfjörður - Garðabær - 12.12.2014, Blaðsíða 11

Hafnarfjörður - Garðabær - 12.12.2014, Blaðsíða 11
Allt frá konfektmola í fullbúna veislu! kokulist.is - Sími 555 6655 1112. Desember 2014 í fjölskyldumeðferð fyrir fólk sem er í þessum aðstæðum,“ segir Alda Hrönn og vísar einnig til tölulegra gagna frá Kvennaathvarfinu. Þær sýni að umtals- vert færri konur frá Suðurnesjum leiti til athvarfsins en áður. „Þetta er rakið til þessara inngripa. Með því að beita þessum úrræðum, nálgunarbanni og brottvísun af heimili erum við að veita þolendum heimilisofbeldis, sem einnig fá réttargæslumann, tækifæri til að vera á eigin heimili í stað þess að gerandinn verði þar áfram.“ Mikil þörf á fræðslu - Nú hefur oft komið fram að mikil tengsl séu milli vændis og mansals. Hvernig getur lögreglan beitt sér til að uppræta þetta? „Í fyrsta lagi er það bara fræðsla. Það þarf fræðslu til lögreglumanna og ákærenda, dómara, fræðslu fyrir almenning, félagsþjónustu, heilbrigð- isyfirvöld, alla sem koma að þessu. Á grundvelli síðustu aðgerðaráætl- unar stjórnvalda þá var komið af stað fræðsluhópi á vegum innanríkisráðu- neytisins og það er búið að fara núna í töluverða herferð til að kynna mansal, hvað það er, helstu einkenni og slíkt,“ segir Alda Hrönn og bætir því við að undanfarna mánuði hafi rúmlega 200 manns fengið fræðslu af því tagi. „Ef að við fræðum ekki og berum ekki kennsl á fórnarlömbin, þá verða engin fórnarlömb. Almennt er það þannig að fórnarlömb mansals gefa sig ekki fram, hvorki við lögregluyfirvalda eða aðra, og segja að þau séu fórnarlömb. Oft hafa þau bara ekki þekkingu á því hvað mansal er. Það eru þessi einkenni sem þarf að bera kennsl á til þess að geta greint þau. Við þurfum fyrst og fremst að bera kennsl á einkennin ef við eigum að geta veitt þeim öryggi og nauðsynlega aðstoð.“ Alda Hrönn bætir því við að rann- saka þurfi mansalsmál frekar. Mansals- mál séu stór og rannsóknir á þeim oft tímafrekar og kostanaðarsamar. „En vonandi erum við að fara að bæta okkur í því og erum að fara að skoða þetta betur.“ Ekki raunverulegt val - Nú er hafa staðið réttarhöld í Héraðs- dómi Reykjavíkur yfir 40 mönnum sem sakaðir eru um kaup á vændi. Fram hefur komið að rannsókn málsins hófst sem rannsókn á mansali. En það er ekki ákært fyrir það. Hvað skýrir? „Ég á erfitt með að fara inn í einstök mál eins og það, en ef ég get talað um það almennt, þá er það þannig og það er viðurkennt í þessum „heimi“, að mansal er oft yfirhatturinn á þessari skipulagðri glæpastarfsemi þar sem verið er að versla með fólk. Lögregla getur verið með fórnarlamb mansals í höndunum, en erfitt er að ná sak- fellingu fyrir mansalið. Stundum er sakfellt fyrir önnur brot sem þessu tengjast, til dæmis vændi, milligöngu, peningaþvætti, málamyndahjónabönd, eða hvað annað sem er,“ segir Alda Hrönn. Hún greinir frá því að hún hafi nýlega setið alþjóðlega ráðstefnu um mansal á Norðurlöndum og á Balkanskaga. „Það eru færri mansalsmál hér, klárlega, en það er alls staðar þannig að það er erfitt að sanna þetta. Sönnunarkröfurnar eru mjög ríkar. Því verða sakfellingar í mörgum löndum á öðrum grundvelli en fyrir sjálft mansalið.“ - Skiptir sænska leiðin svonefnda, að kaup á vændi séu glæpur en ekki það að selja vændi, máli í þessu sambandi? „Já, klárlega. Það er mín sýn og annarra sem vinnum að þessu að við erum stundum með konur sem vilja oft ekki okkar aðstoð. Þetta eru svo- kallaðar vændiskonur, þær sem eru að selja sig í vændi. Þær vilja ekki íhlutun, en hins vegar eru það afar fáar konur sem eru ekki í viðkvæmri aðstöðu. Þær eru lang flestar í viðkvæmri aðstöðu að því leyti að þær hafa ekki raunverulegt val. Stundum eru þær beinlínis gerðar út, en stundum er það líka þannig að þær eru oft frá landi þar sem ríkir mikil spilling, þær hafa einhvern tímann, á einhverjum tímapunkti, verið gerðar sjálfar út. Þetta er það sem þær kunna og hafa haft lifibrauð af, þær koma frá fátæku ríki og svo framvegis. Þannig að raunverulega valið er í rauninni ekki fyrir hendi. Í almennri umræðu er stundum talað um þær „sem vilja þetta“. Þær eru mjög fáar og ég bara leyfi mér að efast, að þær séu ekki í viðkvæmri stöðu, þannig að viðkom- andi þurfi einhvers konar aðstoð. Ég á ákaflega bágt með að trúa því að það sé raunverulegur vilji fyrir því hjá mann- eskju að stunda þessa vinnu.“ Sektir of lágar - Á það hefur verið bent að þessi vilji löggjafans, Alþingis, að færa ábyrgð á vændi yfir á kaupandann nái ekki markmiði sínu vegna þess að fælingar- mátturinn sé fólginn í því að menn verði uppvísir að vændiskaupum. Þótt menn séu teknir af kerfinu, eins og dæmi eru um, þá sé eins og það sé þegjandi samkomulag um að ekki verði upplýst hverjir þarna eru á ferðinni. Hvaða skoðun hefur þú á þessu? „Mín skoðun er sú, sama og hjá rík- issaksóknari núna, að krefjast þess að það sé opið þinghald í vændiskaupa- málum, vegna þess að þar er raunveru- lega forvörnin. Það að viðkomandi sé ekki nafngreindur gerir það að verkum að forvarnargildið er ekki það sama. Þannig að þá höfum við of mikla eft- irspurn. Við þurfum að stemma stigu við eftirspurninni. Það er mitt mat og ríkissaksónara líka að við gerum þá meira með því að þetta séu ekki lokuð þinghöld.“ Alda Hrönn bætir því við að enn meira mætti gera. „Sektir í þessum málum hafa verið of lágar að mínu mati. Þá erum við ef til vill að fá tvöföld skilaboð. Löggjafinn og dómsvaldið senda eiginlega tvíbent skilaboð. Löggjafinn telur þetta ólögmætt en refsiramminn er lágur og dómsvaldið hefur túlkað lögin eins og raun ber vitni,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir. Sjónarmið beggja kynja - Ef við lítum annað, þá er það nýtt af nálinni hér á höfuðborgarsvæðinu, að lögregluliðinu sé stýrt af konu, hvað þá tveimur konum. Talað hefur verið um karlaveldi í lögreglunni. Hvernig upplifir þú starfsumhverfið? „Ég upplifi það bara vel. Okkur er mjög vel tekið af lang flestum. Við höfum verið í þessu samfélagi lengi Mér persónulega hefur líkað mjög vel að starfa í þessum geira og hefur þótt það mjög skemmtilegt, eftir sex ára starf með Sigríði Björk. Mér finnst líka gríðarlega mikill kostur að vera með konur inn í kerfinu. Það hefur bara sýnt sig í stórum sem smáum málum sem við höfum verið með að það skiptir máli að við séum með sjón- armið beggja kynja. Og ég held að þú getir alveg spurt þá kollega okkar sem við höfum unnið hvað lengst með að þetta er orðin sú dýnamík sem hefur reynst best.“ - Nýlega kom fram að konur eru samt sem áður aðeins um 13 prósent lögreglumanna. Þarf ekki að jafna þetta hlutfall frekar? „Jú, ég myndi nú halda það. Að sjálfsögðu fer þetta eitthvað eftir áhuga viðkomandi. Kynin eru ólík, en ég held samt að það hafi verið erfitt fyrir konur að ná fótfestu inni í stéttum þar sem hefur verið mikil kynjaskipt- ing. Ég held að þetta sé allt að breyt- ast. Maður sér það. Við þurfum líka að fjölga konum í stjórnunarstöðum innan lögreglunnar. Það er bara ein kona sem hefur verið skipuð yfirlög- regluþjónn. Það segir sitt.“ Alda Hrönn segir of snemmt að svara því til hvort gengið verði sér- staklega í að fjölga konum innan lög- reglunnar. „Ég held samt að það þurfi alltaf að gæta jafnræðis þannig að það sé alltaf hæfasti aðilinn valinn í starfið hverju sinni, hvort sem það er kona eða karl. En að sjálfsögðu þarf að líka að líta til kynjahlutfallsins og líta til jafn- réttislaganna í þessum efnum,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðar- lögreglustjóri höfuðborgarsvæðsins. Austurríska leiðin Austurríska leiðin svonefnda var sett í lög hér á landi árið 2011. Samkvæmt henni er heimilt að fjarlægja ofbeldismann af heimili og setja nálgunarbann á viðkom- andi. Markmið laganna er að styrkja réttarstöðu fórnarlamba ofbeldis, sérstaklega þeirra sem verða fyrir heimilisofbeldi. Val og að- stöðumunur Sænska leiðin svonefnda var inn- leidd í íslensk lög árið 2009. Þá var samþykkt frumvarp um að kaup á vændi yrðu refsiverð. Í greinargerð með frumvarpinu segir meðal annars um sænsku leiðina að hún miði við að „það sé hlutverk löggjafans að sporna við sölu á kynlífi, enda sé ekki ásættanlegt að líta á mannslíkamann sem söluvöru. Einnig er gengið út frá því að ábyrgðin af viðskiptunum hvíli á herðum kaupandans en ekki seljandans, enda sé aðstöðumunur þeirra ævinlega mikill. Loks er litið svo á að það sé kaupandinn sem í krafti peninganna hafi eiginlegt val um að kaupa eða kaupa ekki, enda staða hans í langflestum tilvikum miklum mun sterkari en staða þess sem selur aðgang að líkama sínum til kynlífsathafna.“ „sektir í þessum málum hafa verið of lágar að mínu mati,“ segir Alda Hrönn. Alda Hrönn lýsir aðgerðum lög- reglunnar í heimilisofbeldismálum. Alda Hrönn telur að réttarhöld í vændiskaupamálum eigi að halda fyrir opnum tjöldum. Mynd: Pressphotos.biz „Við viljum rjúfa þennan vítahring.“

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.