Hafnarfjörður - Garðabær - 12.12.2014, Blaðsíða 12

Hafnarfjörður - Garðabær - 12.12.2014, Blaðsíða 12
Gjafakortin fást í verslunum Hagkaupa. Símabúðinni í Firði og Gaaraleikhúsinu Gjafakort á frábærar leiksýningar eru góðar jólagjar Gleðilega hátíð 12. Desember 2014 Hver er stærsti sigur þinn? Að hafa nælt í Sigurgeir. Hver eru þín helstu áhugamál? Stjórnmál, ferðalög og umhverfisvernd. Hver er þinn helsti kostur? Ég ber virðingu fyrir öðrum og er (næstum) fordómalaus. En galli? Ég á það til að taka að mér of mörg verkefni. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Reynisfjara. En í Hafnarfirði? Hellisgerði. Hvað áttu marga „vini“ á Facebook? 985 Uppáhaldstónlistarmaður eða tón- listarstefna? Bítlarnir eru í uppáhaldi. Uppáhaldsmatur og drykkur? Pasta carbonara og kók. Hvaða bók eða listaverk hefur haft mest áhrif á þig og hvers vegna? Ævintýri góða dátans Svejks eftir Jaroslav Hasek. Hún kenndi mér að húmor er besta vopnið. Hvert sækirðu afþreyingu? Ég sæki mikið í heimildarmyndir og norræna dramaþætti. Það er mikið horft á NRK, DR og SVT heima hjá mér. Hvað vildirðu verða þegar þú yrðir stór? Ég hef viljað verða margt, en aðallega kennari, blaðamaður eða ljósmyndari. Hvert var fyrsta starfið, og hvað hefurðu tekið þér fyrir hendur fram að þessu? Ég byrjaði snemma að vinna í fyr- irtæki föður míns, við að laga leka í húsþökum. Hef unnið á pizzastað, á tælenskum veitingastað, í umhverfis- samtökum og nú er ég að vinna á leik- skólanum Hvammi í Hafnarfirði. Áttu þér fyrirmynd í leik eða starfi? Fyrirmynd mín er Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs. Af hverju pólitíkin? Mér finnst mjög mikilvægt að vera virkur þáttakandi í samfélaginu sem ég bý í. Ég berst fyrir félagslegu réttlæti og jöfnuði, og eins og staðan er í dag er mikil þörf á öflugu fólki í þá baráttu. Hvað er að þínu mati mikilvægast fyrir Hafnarfjörð? Að gera bæinn meira aðlaðandi fyrir ungt fólk. Að því sögðu, hvað mega bæjaryfir- völd gera betur? Bæta almenningssamgöngur og efla leigumarkaðinn. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Ferðast um heiminn. Leiðinlegast? Að standa í röð á flugvöllum. Hvað er svo framundan hjá Óskari Steini? Aðalfundur, jólin og nýtt ár. Lífsmottó: Framtíðin er óráðin. 12 Óskar Steinn Ómarsson: „Húmor er besta vopnið“ Óskar Steinn Ómarsson er for- maður Bersans - félags ungra jafn- aðarmanna í Hafnarfirði og þykir líklegt að hann verði endurkjörinn til annars árs í því embætti, en að- alfundur verður á mánudag. Óskar Steinn býr í Hafnarfirði ásamt sam- býlismanni sínum Sigurgeiri Inga Þorkelssyni, og vinnur á leikskól- anum Hvammi. Óskar Steinn hefur mikinn áhuga á stjórnmálum og umhverfisvernd, er mikill jafnað- armaður og segir Jens Stoltenberg vera eina sínu helstu fyrirmynd. Óskar Steinn hefur búið í Nor- egi um nokkurt skeið, bæði með móður sinni og líka dvalist þar á eigin vegum. „Sem námsmanni í Noregi fannst mér Ísland eiga langt í land með að standast samanburð við hin Norðurlöndin,“ segir hann meðal annars, en Óskar Steinn er í yfirheyrslunni að þessu sinni. Ferðamönnum í Hafnarfirði fjölgar mikið Ferðamönnum hefur fjölgað mjög í Hafnarfirði en hlutdeild Hafnarfjarðar af heildarfjölda ferðamanna er svipuð og árið 2011. Þetta sýnir könnun sem fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjón- ustunnar gerði í sumar að beiðni menningar- og ferðamálanefndar og greint er frá á heimasíðu Hafnar- fjarðarbæjar. Áætlað er að 67 þúsund erlendir ferðamenn hafi haft viðkomu í Hafnar- firði sumarið 2014, 46% fleiri en sum- arið 2011. Þar af hafi 14 þúsund gist í nálægt 44 þúsund nætur. 25% þeirra sem höfðu komu til Hafnarfjarðar öfl- uðu sér upplýsinga um bæinn áður en þeir komu. Af þeim sem komu í Hafnarfjörð höfðu flestir aflað upplýs- inga í ferðahandbókum (9%), á Trip Advisor (8%) eða á Google (7%). 28% þeirra sem komu í Hafnarfjörð sum- arið 2014 fóru á veitinga- eða kaffihús. Næst flestir fóru í Hellisgerði (19%) en nokkru færri versluðu (17%), nýttu sér þjónustu upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í ráðhúsinu (15%), fóru á safn/sýningu í Hafnarfirði (12%) eða heimsóttu þar vini/kunningja (9%), segir á vef Hafnarfjarðarbæjar. Óskar steinn (th) ásamt evu Lín Vilhjálmsdóttur og Ingvari Þór björnssyni.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.