Hafnarfjörður - Garðabær - 12.12.2014, Blaðsíða 14

Hafnarfjörður - Garðabær - 12.12.2014, Blaðsíða 14
14 12. Desember 2014 Gleðileg jól Nú eru tæpar tvær vikur til jóla, Hafnarfjörður er kominn í jólafötin og jólaþorpið á sínum stað. Smákökur, skata, hangikjöt, hamborgarhryggur og allt hitt er innan seilingar – svo ekki sé nú talað um pakkaflóð og fjölskyldutíma. Hafnfirðingar fyllast flestir stolti þegar þeir aka í gegnum miðbæinn baðaðan jólaljósum og skrauti. Daglegt amstur og ergelsi mun bráttverða gleymt og grafið í fáena dag. Allir eru með einhvers konar hefðir í mat og drykk og flestir komnir á fullt í undirbúningi. Hlökkum til En því miður eru ekki allir jafn sælir um jólin eða á aðventunni. Sumir þurfa að leita sér aðstoðar til að geta haldið hátíðleg jól og alltof margir tapa sér í streitu í jólaundirbúningnum. Fyrir ári var vitnað á þessum síðum til könnunar sem þá var ný. Þar kom fram að þótt flestir hlakki til jólanna, þá eru þeir lika margir sem kvíða jólunum. Matarblaðamaður benti þá á að þetta er ekkert nýtt og rifjaði upp frásögn af þunglyndi og ógleði Eiríks Rauða á jólaföstunni, sem helgaðist af því að hann átti ekki það sem þurfti til að halda jólin hátíðleg fyrir sig og sitt fólk. Verum glöð Þá kom Þorfinnur karlsefni til bjargar og sigldi með fullt skip af góðum kosti til Grænlands. Þannig að jólakvíði vegna efna- eða bjargarleysis er ekki nýr af nálinni. En hvaða ráð eru til við því? Jú, kannski fyrst og fremst að temja sér hófsemd og nægjusemi um jólin eins og endranær. Því andi jólanna er hinn sami hvort sem borð eru drekk- hlaðin veislukosti eða jólatréð falið bak við fjall af pökkum. Sem betur fer hlakka lang flest okkar til jólanna. Þau eru tími gleði og hamingju, heimsókna og faðmlaga. Okkar eigin jólasiðir Nokkrir siðir eru sérstaklega ein- kennandi fyrir íslensk jól. Uppruna þeirra má annað hvort rekja aftur fyrir landnám, til séríslenskra aðstæðna fyrr á öldum eða danskra áhrifa síðar. Hvað matinn varðar þá hefst jólahald margra með skötuáti. Þetta er góður og gildur sem flestir kenna við Vestfirðina. Að norðan hefur svo laufabrauðið breiðst út um allt land og hangikjötið er ómis- sandi hjá flestum. Margir vilja líka hafa rjúpu á borðum og svo eru smákökur kryddið sem gerir jólin svo einstök. Veljum okkur það úr nægtarbúri jóla- siðanna sem okkur líkar og sleppum hinu. Þar er engin kvöð að gera allt saman. Jólin þurfa ekki að vera dýr Matarblaðamaður ætlar sér ekki þá goðgá að segja Hafnfirðingum og Garð- bæingum hvernig á að halda gleðileg jól. En ef litlir peningar og lítill tími virðast vera að setja strik í jólareikn- inginn, þá lumar hann á nokkrum ráðum. Fyrst og fremst verðum við öll að hafa í huga að jólin eru gleði- hátíð. Það skiptir bara engu máli þótt ekki hafi tekist að þrífa allt og skúra út, mála eða leggja nýja parketið. Við bara slökkvum ljósin og kveikjum á kertum -jólin koma samt. Það þurfa heldur ekki allar jólagjafir að vera fokdýrar, frábærar og hitta beint í mark. Bara það fá einhvern pakka dugar flestum. Einfaldleiki er góður Fyrir ári síðan var á þessum síðum að finna uppskrift að humarhamborgara úr Íslensku hamborgarabókinni. Frá- bærlega jólalegur og einfaldur réttur, sem tekur stutta stund að útbúa. Nokkrir lesendur höfðu samband og söðgu skemmtilegar frá vel heppn- uðum jólamáltíðum þar sem þessi skemmtilegi og einfaldi réttur var í öndvegi. Jólasmákökurnar er hægt að taka svipuðum tökum. Ein eða tvær tegundir duga alveg og það þurfa ekki að vera flóknar uppskriftir. Spesíur eru alltaf vinsælar og einfaldari verða smákökur varla. Svo eru líka til leiðir til að gera baksturinn einfaldari, t.d. má nota Sushezi eða aðra sushi græju til að búa til fallegar og fullkmlega kringlóttar jólakögur á mettíma. Svo má auðvitað kaupa tilbúið deig úti í búð, svona til að hafa a.m.k. eina smákökutegund á boðstólum. Minni skötulykt Ef fólk er hrifið af skötu á Þorláksmessu, en lætur lyktina fara í taugarnar á sér, getur verið sniðugt að sjóða skötuna í vacuum poka. Matarblaðamaður gerði velheppnaða tilraun með þetta á dögunum. Best er að velja bita sem ekki er of kæstur, því við venjulega suðu útvatnast skatan í leiðinni. En með því að sjóða hana í vacuumpoka er hægt að lágmarka lyktina, alveg fram að borð- haldi – og fá ekta fína og vel sterka skötu. Skatan þarf svona korter í suðu og tíminn er ekkert lengri í vacuum- poka. Gætið þó að því að velja poka sem eru sérstaklega gerðir fyrir til að elda mat í. Hægeldaður jólamatur – Sous Vide Svipaða aðferð er hægt að nota við eldun á rjúpu, gæs, kalkún eða öðru fuglakjöti, vilji fólk hafa það um jólin. Að elda fuglinn með svokallaðri Sous Vide aðferð, tryggir nánast fullkomna eldun og er að auki fyrirhafnarlítil leið til að elda. Þá er matnum pakkað í vacuum poka og hann svo hægeld- aður í vatnsbaði þar sem hitastiginu er stýrt nákvæmlega. Þetta gefur frábæran árangur í hvert sinn. Gúgglið Sous Vide og kynnið ykkur málið. Sous Vide eldað hangikjöt er líka frábært. Laufa- brauðið má svo bara kaupa í búð. Með því að nýta sér þetta er hægt að dúlla sér í áhyggjuleysi með fjölskyldunni á meðan jólamaturinn mallar. Ánægjuleg og einföld jól Með því að nýta sér þessar aðferðir sem til eru til að stytta sér leið við við- matseldina, vera með fáar tegundir og einfaldar máltíðir, má gera matseldina að ánægjulegasta hluta jólahátíðar- innar. Hófsemi og nægjusemi í skreytingum og gjöfum minnkar svo álagið á buddunni. Ein leið er að pakka jólagjöfunum inn í gömul dagblöð og tímarit. Á mínu heimili höfum við gert þetta árum saman og börnunum þykir það nánanast furðulegt að kaupa ráðndýran pappír og henda honum svo. Svo er ekki verra að börnin fá sjálf að pakka inn flestum gjöfunum. Annar siður á mínu heimili er að hafa pitsudag á annan í jólum, þar sem fjölskyldan kemur saman, býr til pitsur og notar af- gangana frá stóru jólamáltíðunum sem álegg. Það þarf ekki allt að vera tipp topp eins oá ljósmynd í matreiðslubók eða tímatiti. Aðal málið er að njóta. Gleðileg jól. Svavar Halldórsson matarsíða svavars svavar@islenskurmatur.is Við kynnum nýjan möguleika í mat og gistingu. Verið velkomin Hlið á Álftanesi w w w . f j o r u k r a i n . i s - P ö n t u n a r s í m i 5 6 5 1 2 1 3 Fjörukráin og Hótel Víking óska viðskiptavinum sínum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. HLIÐ ÁLFTANESI Veitingar og gisting Skötuveislan verður á sínum stað á Þorláks- messu frá kl. 11:30 og frameftir kvöldi. Verð: 3.900 kr. pr. mann Þú færð jólagjöfina hjá okkur NONNI GULL Handverk í sérflokki Strandgötu 37 · Hafnarfirði · Sími 565-4040 www.nonnigull.is

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.