Hafnarfjörður - Garðabær - 07.02.2014, Blaðsíða 4

Hafnarfjörður - Garðabær - 07.02.2014, Blaðsíða 4
4 7. febrúar 2014 Flokkum og skilum fyrir framtíðina Blátunnan hóf innreið sína í Hafnarfjörð síðastliðið haust þegar Fjallabræður komu færandi hendi með eina tunnu fyrir hverja íbúð í bænum. Þar með geta bæjarbúar flokkað heima og svo sannarlega hafa þeir tekið vel í verk- efnið og stóraukið flokkun á endur- vinnanlegum úrgangi. Ennfremur tóku bæjarbúar vel í kynninguna á verkefninu en veitt voru verðlaun fyrir frumlegustu blátunnumyndina á facebook. Ný móttökustöð á gjaldskyldum umbúðum að Breiðhellu Einnig er hafinn undirbúningur að efla endurvinnslustöðina á Breiðhellu enn frekar með byggingu húss í samstarfi við Endurvinnsluna þar sem hægt verður að að koma með ótalið og ótakmarkað magn af gjald- skyldum plastflöskum og dósum. Þar með munu bæjarbúar geta skilað og flokkað allt í einni ferð. Urðað sorp frá Hafnarf- irði minnkar um 100 tonn á mánuði! Núna eru um 100 tonn af pappa að skila sér til endurvinnslu auk þess að málmur er flokkaður í burtu með frásogi. Grenndargámar þjóna áfram hlutverki sínu og töluvert efni berst í þá 6 gáma sem staðsettir eru víðsvegar um bæinn. Efla þarf grenndargámana en þeir taka á móti flokkum svo sem pappa, plasti, klæðum og gjald- skyldum umbúðum en bæta þarf við a. m. k gleri. Samkvæmt heimilissorp- rannsókn SORPU bs sem unnin er á hverju ári, hefur pappamagn í gráu tunnunni farið úr tæpuð 25% í 9%. Markmiðið er að komast undir 5% í næstu rannsókn. Markmiðið er að gera enn betur Kröfurnar um minnkun urðunar á sorpi munu aukast stöðugt næstu 15 árin og stefnt er að því að hætta urðun á óendurvinnanlegum úrgangi alfarið (undir 5%) fyrir árið 2025 en í dag eru urðuð yfir 400 tonn í Álfsnesi í hverri viku. Að flokka í blátunnu skiptir því gríðarlega miklu máli til að minnka sorp og það er ánægjulegt hversu já- kvæðir og samstarfsfúsir bæjarbúar hafa verið gagnvart verkefninu. Unnið er að því að leysa þá hnökra sem upp hafa komið eins vel og unnt er í sam- starfi við bæjarbúa. Næsta verkefni til að minnka sorp eru áform byggða- samlagsins Sorpu að reisa Gas- og jarðgerðarstöð í Alfsnesi sem mun taka við öllum lífrænum úrgangi frá gráu tunnunni og framleiða úr honum metangas og moltu . Metangas er að ryðja sér til rúms sem orkugjafi í samgöngum og molta nýtist til jarð- gerðar. Framtíðin í úrgangsmálum er spennandi og á næsta áratug munu verða straumhvörf í þeim málaflokki, umhverfinu okkar til bóta. HAFNARFJÖRÐUR / gARÐAbæR 3. TbL. 4. ÁRgANgUR 2014 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is, Veffang: fotspor.is, Ritstjóri: Ingimar Karl Helgason, sími: 659-3442 netfang: ingimarkarlhelgason@gmail.com, Matarblaðamaður: Svavar Halldórsson. Sími. 869-4940. Netfang. svavar@islenskurmatur.is, Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 13.500 eintök. dreifing: Póstdreifing. Fríblaðinu er dreiFt í 13.500 e intökum í allar íbúðir í HaFnarFirði / Garðabæ Það kom ekki að öllu leyti á óvart að Hafnarfjarðarbæ skyldi ekki hafa verið boðinn forkaupsréttur að skipi og aflaheimildum Stálskipa. Stálskip eru mikilvægt fyrirtæki. Útgerðin hefur staðið fyrir miklum umsvifum í bænum og greitt góð laun. Starfsemin er mikilvæg fyrir bæjarfélagið og bæjarbúa. Málið varpar ljósi á alvarlega galla í kerfinu hjá okkur. Það virðist vera hægt að vippa marg milljarða kvóta burtu úr einu bæjarfélagi, og fara lagalegar krókaleiðir til þess að komast hjá því að virða ákvæði laga um forkaupsrétt sveitarfélags. Þetta er stórmál sem varðar ekki aðeins hagsmuni Hafnfirðinga, heldur lands- manna allra. Við sjáum það til dæmis í Vestmannaeyjum þar sem bæjaryfirföld hafa þurft að leita til dómstóla til þess að fá virt ákvæði laga um forkaupsréttinn, raunar gagnvart hinum sömu aðilum og nú hafa keypt kvótann úr Hafnarfirði. Vonandi er að kjörnir fulltrúar standi saman um að gæta hagsmuna bæjarbúa í þessu risastóra máli. En það er fleira um að vera. Framhaldsskólarnir í Hafnarfirði hafa ekki riðið feitum hesti frá fjárlögunum, eins og fjallað hefur verið um hér í blaðinu, og nú hafa kennarar fengið nóg. Nýlega voru kjarasamningar á almennum markaði felldir. Þá voru boðin 2,8 prósent og ljóst má vera að enda þótt samið verði til skamms tíma, þá dugar það vart launafólki að semja um launalækkun, þegar verðbólgan er umfram hækkun. Kjarabarátta framhaldsskólakennara hefur staðið lengi og þeir hafa lengi beðið eftir sanngjörnum kjarabótum eftir að síðasti samningur var felldur. Þolinmæði þeirra er nú brostin og raddir heyrast jafnvel um verkfall. Það eru samt sem áður góðar fréttir að nemendum þykir vænt um kennarana sína og standa við bakið á þeim. Það er svo aftur umhugsunarmál fyrir samfélag að manneskjur sem telja má á fingrum annarrar handar séu falin margmilljarða verðmæti, sem þau geta á einhverjum tímapunkti stungið í vasann; hugsanlega með mjög neikvæðum afleiðingum fyrir allt samfélagið. Á meðan aðrir þurfa að leggja afkomu sína að veði, með neyðaraðgerðum á borð við verkfall, til þess að berjast fyrir örlítið fleiri krónum í launaumslag sem þunnt var fyrir. Ingimar Karl Helgason Afkoman að veði Leiðari NÆSTA BLAÐ KEMUR ÚT föstudaginn 21. febrúar Þakkir að loknu prófkjöri Þegar litið er yfir niðurstöður prófkjörs okkar sjálfstæðis-manna fyrir bæjarstjórnar- kosningar í vor getum við vel við unað. Yfir 1.300 Hafnfirðingar tóku þátt í að velja fólk á framboðslistann, sem er talsverð aukning frá þátttök- unni fyrir fjórum árum. Þá náðu konur eftirtektarverðum árangri, almennt var frambjóðendahópurinn vel skipaður og ljóst að þar eiga allir erindi við Hafnfirðinga, hvort sem verður með störfum í bæjarstjórn, ráðum eða nefndum. Ég þakka það traust sem því fylgir því að hafa hlotið afgerandi kosningu í 2. sæti framboðslistans og met það mikils, en samtals hlaut ég flest at- kvæði frambjóðenda, eða yfir 1.000, sem staðfestir víðtækan stuðning meðal allra þáttakenda. Rósu Guð- bjartsdóttur óska ég til hamingju með kjörið í fyrsta sæti listans og öllum frambjóðendum þakka ég samstarfið í prófkjörinu. Síðast, en ekki sízt, þakka ég öllum þeim sem störfuðu með mér, hvöttu mig og studdu í prófkjörinu. Sá ár- angur sem náðist var frábær og hann tryggir rödd okkar og sjónarmið inn í forsystusæti í bæjarstjórn, þar sem ég mun beita mér fyrir hönd okkar og gera mitt til þess að sjónarmið mín og stuðningsmanna minna skili sér í stefnumálum og ásýnd Sjálfstæð- isflokksins í kosningastarfinu og á komandi kjörtímabili. Ég treysti á stuðningsfólk mitt að leggja mér lið og hvatningu í þeim störfum sem við eigum fyrir höndum. Sjúkraflutningar á höfuðborgarsvæðinu í uppnámi Stjórn Slökkviliðs höfuðborgar-svæðisins (SHS) hefur hafnað því að hefja vinnu við gerð nýs samn- ings, eins og núverandi heilbrigðisráð- herra vill. Sú ákvörðun stjórnarinnar byggir á því að búið var að ná niður- stöðu með undirritun samkomulags- grundvallar þann 1. febrúar 2013 eftir fimmtán mánaða viðræður og vinnu stjórnar SHS, fulltrúa velferðarráð- herra, sáttanefndar og óháðs aðila um sjúkraflutninga. Samkomulagsgrund- völlurinn var undirritaður bæði af fulltrúum SHS og þeim fulltrúum sem velferðarráðherra fékk í verkefnið með samþykki þáverandi ráðherra. Samkomulagsgrundvöllurinn frá því í febrúar 2013 byggir á þrotlausri vinnu, faglegum úttektum og útreikn- ingum. Samkomulagsgrundvöllurinn lýsir eindregnum vilja allra sveitarfé- laganna á höfuðborgarsvæðinu til að ná niðurstöðu í þessu mikilvæga máli. Ástæðan fyrir uppnámi málsins nú er sú að heilbrigðisráðherra hefur látið í veðri vaka að öll sú vinna sem fram hefur farið og þær niðurstöður sem samkomulagsgrundvöllurinn byggir á sé marklaus. Að útreikningarnir séu rangir og að ríkinu sé gert að greiða of mikið fyrir þjónustuna og að það sé jafnvel rétt að finna annað rekstr- arform. Ábyrgðin er ríkisins Ábyrgð á sjúkraflutningum hefur verið hjá ríkinu frá því 1. janúar 1990. Fram að þeim tíma höfðu sjúkraflutningar á höfuðborgarsvæðinu verið í höndum sveitarfélaganna sjálfra frá upphafi – í nær hundrað ár. Frá því að ríkið tók við ábyrgð sjúkraflutninga og hóf að greiða sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæð- inu fyrir þjónustuna hafa sveitarfélögin reynd að fá sanngjana greiðslu fyrir þjónustuna. Strax í upphafi árs 1990 lá fyrir að ráðuneyti heilbrigðismála var ekki tilbúið til að samþykkja raunkostnað við þjónustuna. Á end- anum var ákveðið að fara með málið í gerðardóm sem endaði með því að 1994 staðfesti gerðardómur að kröfur sveitarfélaganna væru sanngjarnar og að 48% kostnaðar við rekstur slökkvi- liðs væri sjúkraflutningar. Ríkið virðist ekkert hafa lært af þessari reynslu frá 1994, því að nú eftir ríflega tuttugu ára samstarf þá er sagan að endurtaka sig. Á tímabilinu hefur sjúkraflutningum fjölgað verulega á meðan að útköll vegna slökkvistarfa hafa nánast staðið í stað. Raunkostn- aður vegna sjúkraflutninga hefur því aukist í samræmi við það. Niðurstaða óháðrar úttektar KPMG vegna samn- ingaviðræðna SHS og velferðarráðu- neytisins um sjúkraflutninga frá því 2. október 2012 sýnir að 53% rekstr- arkostnaðar slökkviliðsins sé vegna sjúkraflutninga. Reiðubúin að ræða útfær- slur á samningsgrundvelli Stjórn SHS hefur lýst sig reiðubúna til að ræða við ráðuneytið um útfærslur á þeim samningsgrundvelli sem fyrir liggur og undirritaður var 1. febrúar 2013, en ekki að fara í nýjar samninga- viðræður frá grunni. Það verður að vera hægt að treysta því, þegar unnið er að samkomulagi á milli aðila, að borin sé virðing fyrir allri þeirri vinnu sem fram hefur farið frá því síðla árs 2011 og ekki síst að borin sé virðing fyrir undirrituðum samkomulags- grundvelli. Það geta ekki talist ásætt- anleg vinnubrögð að neita því að taka mark á allri þeirri vinnu sem fram hefur farið, ekki síst af óháðum aðila og ætlast til þess að byrja samninga- ferlið upp á nýtt. Höfundur er Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði og vara- formaður stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins Höfundur er Kristinn Andersen, verkfræðingur og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði Höfundur eru: Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.