Hafnarfjörður - Garðabær - 07.02.2014, Blaðsíða 12

Hafnarfjörður - Garðabær - 07.02.2014, Blaðsíða 12
Nýtt - rafmagns lyftistólar Teg. Giulia 3 - 1 - 1 og 3 - 2 - l leður. Rafmagns lyftistólar með skemmal Reykjavíkurveg 66 220 Hafnarfirði sími 565 4100 Það er alltaf gaman í Gaaraleikhúsinu 565 5900 midi.is gaaraleikhusid.is Næstu Sýningar Sunnudagur 9. febrúar Fimmtudagur 13. febrúar Fimmtudagur 20. febrúar Uppselt Fimmtudagur 6. mars Miða pantanir “Hef ekki skemmt mér svona vel í langan tíma” Símon Birgisson Djöaeyjan RÚV TENNIS er skemmtileg hreyfing Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis. Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is 12 7. febrúar 2014 SveitarStjórnakoSningar 2014 Það eru mörg sóknarfæri í Hafnafirði á komandi árum Grunnskólar bæjarins hafa á að skipa mjög hæfu starfsfólki og að þar er unnið gott starf sem þó hefur liði fyrir þröngan fjárhag bæjarins í kjölfar hrunsins. Engu að síður erum þeir ekki að koma nógu vel úr úr nýlegri PISA könnun varðandi læsi og færni í stærð- fræði. Vissulega eru þessi þættir ekki þeir einu sem einkenna skólastarfið dags daglega en þeir skipta miklu máli um gengi nemenda í framhaldsskóla. Því tel ég brýnt að skoða styrkleika og veikleika grunnskólanna á þessu sviði með það að markmiði að styrkja þessa þætti skólastarfsins. Þá þarf að efla samvinnuna á milli grunnskólanna og framhaldsskólanna til að tryggja samfellu í námi nemenda. Nýbúar eru fjölmennari hér en í mörgum öðrum bæjarfélögum og nýlega var gerð úrtekt á stöðu þeirra í skólakerfinu. Í kjöl- farið átti ég þátt í því sem varamaður í Fræðsluráði að í ár verða settir fjár- munir til að styðja við íslenskunám nýbúa í grunnskólunum. Ekki má gleyma því að eigum við mjög fallegt bæjarstæði, náttúrulega höfn og merka sögu sem vekur áhuga ferðamanna. Þetta eigum við að nýta okkur og laða í miðbæinn fleiri fyrirtæki sem höfða m. a. til ferðamanna. Nýtt rekstrarform Bæjarbíós ætti einnig að auka lífið í miðbænum. Einnig vil ég sjá starf- semi á hafnarsvæðinu, s. s. í bátaskýli við Lónsbraut og í sölubásum líkt og í „Jólaþorpinu“ sem höfðar til ferða- manna. Ég geri ráð fyrir að væntan- leg Hafnarfjarðarstofa muni gegna hér lykilhlutverki. Að lokum er mjög brýnt að Bæjaryfirvöld í samstafi við aðila sem byggja hagkvæmt leiguhús- næði tryggi nægjanlegt framboð slíks húsnæðis í bænum. Í því skyni þurfa þau að útvegi hentugar lóðir og ein- hverjar þeirra þurfa að vera nálægt miðbænum. Forsenda þessa samstarfs er auðvita að væntanlegir leigjendur geti leigt til langs tíma til að tryggja búsetuöryggi þeirra. Velferð á öllum sviðum Með framboði mínu í forvali Sam-fylkingarinnar, mun ég leggja áherslu á að vernda Hafnfirska hags- muni, En áherslur mínar eru: Velferð á öllum sviðum. Öldrunarmál eiga að byggja á áherslum sem samþykktar hafa verið með þeim þremur meginstoðum sem eru: 1. Miðstöð öldrunarþjónustu verði á Sólvangssvæðinu. 2. Hjúkrunarheimilið á Völlum sem stefnt á að komið verði í rekstur 2016. 3. Hrafnista í Hafnarfiði með sína fjöl- þættu þjónustu. Halda þarf áfram með að bæta heimaþjónustu og koma á miðlægu upplýsingum til aldraðra um þjónustu og úrræði sem í boði eru með áherslu á einstaklings miðaða þjónustu. Áfram verði unnið að nánu samstarfi og samráði við FEBH og Öldungaráðs Hafnarfjarðar. Atvinnumál er einn stærsti mála- flokkur hvers sveitarfélagas því án öflugs atvinnulífs verða ekki til fjár- magn til allra þeirra góðu mála sem við viljum fjármagna í okkar samfélagi. Ég vil beita mér fyrir beinum samskiptum við aðila vinnumarkaðarins hér í bæ til að komast nær væntingum og þörfum til hagsbóta fyrir alla. Ört vaxandi ferðaiðnaður þar sem við eigum að markaðsetja það sem er sérstaða eins og sundstaði (sem eru heilsulindir) og nánastu umhverfi. Verslun og þjónusta, við tölum oft um það að verslun þrífist ekki í Hafnar- firði þ. e. önnur en matvara. En hvert förum við að versla? Það er hlutverk bæjarfulltrúa að greina hvað eru málin hverju sinni og auk þess sem áður er talið eru húsnæð- ismál, ungt fólk í dag lítur til annara lausna en í boðið hafa verið og við því verður að bregðast skjótt að koma á leigumarkaði sem virkar og getur staðið til framtíðar. Ég hef reynslu af vinnu með fólki og tel að við sem erum komin á heldri manna aldur eigum að vera virk í sam- félaginu ekki til uppfyllingar heldur sem beinir þátttakendur og býð mig fram í forvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í 3ja til 5. sæti. Höfundur er Björn Bergsson, félagsfræðikennari við Mennta- skólann við Hamrahlíð og tekur þátt í forvali Samfylkingarinnar Höfundur er Gylfi Ingvarsson Sækist eftir 3.–5. sæti á lista Samfylkingarinnar Hafnfirsk stjórnmál – línur skýrast Í stjórnmálaumræðu er því stundum haldið fram að það skipti ekki máli hvaða flokkar stjórni, það sé „sami rassinn undir þeim öllum“. Skýr dæmi um að svo er ekki komu í ljós við af- greiðslu fjárhagsáætlunar fyrir 2014. HS-veitur er fyrirtækið sem dreifir rafmagninu til okkar og heitu- og köldu vatni suður með sjó auk rafmagns. Reksturinn byggist á einkaleyfum og engin samkeppni til staðar. Slík fyr- irtæki viljum við í Samfylkingunni hafa í almannaeigu en bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að okkar hlutur yrði seldur fjarfestum. Fyrir- tækið er fjárhagslega mjög traust og reikið með hagnaði. Annað dæmi um hugmyndafræði- legan mun lýtur að rekstri skóla í bæj- arrfélaginu. Þar viljum við jafnaðar- menn leggja áherslu á að þróa okkar skólastofnanir fram á veg eftir það að- hald sem grípa varð til vegna hrunsins. Verja á rúmum 150 milljónum króna í ár til að efla upplýsingatækni, styðja við nýsköpun, fjölga kennslustundum og auka stuðning við nýbúa. Um þetta var ekki ágreiningur en bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að bæjaryfirvöld hefðu frum- kvæði að því að fela einkaaðilum stærri hlut í skólarekstri bæjarins. Þarna hræða sporin. Á kjörtímabilinu 1998 – 2002 þegar Sjálfstæðisflokkurr og Framsókn fóru með völdin var farin leið einkaframkvæmdar í skólamálum. Hún reyndist dýrkeypt. Tillagan fékk því ekki brautargengi. Við sem myndum meirihlutann í bæjarstjórn erum ekki andsnúin einkaframtaki, síður en svo. Við leggjum kapp á að skapa aðstæður þar sem fjölbreytt og þróttmikið at- vinnulíf fær notið sín. En þegar kemur að rekstri grunnþjónustu þarf að stíga varlega til jarðar Í Hafnarfirði starfa þrír einkareknir leiksskólar og einn grunnskóli, góðar stofnanir sem ánægja ríkir með. En frumkvæðið að stofnun þeirra kom frá frumkvöðlum sem höfðu eitt- hvað nýtt fram að færa sem eykur fjölbreyttni og val foreldra. Það er mikill munur á þessu eða því að bein- línis stefna að því að koma rekstri núverandi skólastofnana bæjarins í hendur einkaaðila. Höfundur er Eyjólfur Þór Sæmundsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og frambjóðandi í flokksvali flokksins

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.