Hafnarfjörður - Garðabær - 07.02.2014, Blaðsíða 14

Hafnarfjörður - Garðabær - 07.02.2014, Blaðsíða 14
14 7. febrúar 2014 Stefnan á fleiri titla Árið 2013 var viðburðarríkt hjá Dansíþróttafélagi Hafnar-fjarðar. Í byrjun ársins fékk félagið afhentan ÍSÍ bikarinn fyrir vel rekið íþróttastarf og góðan árangur árið á undan en það er í annað skipti sem félagið fær þau verðlaun. Einnig voru dansparið Sigurður Már Atla- son og Sara Rós Jakobsdóttir frá DÍH valin danspar ársins 2012 en þau hafa hlotið þann titil þrisvar sinnum áður. Keppnispör félagsins hafa verið dug- leg að keppa út um allan heim og náð góðum árangri hérlendis. Sigrar á Íslandsmótum Í janúar fór fram Íslandsmeistaramót í 5 og 5 dönsum með frjálsri aðferð sam- hliða Reykjavík International Games. Á því móti hlutu danspör DÍH þrjá Íslandsmeistaratitla. Í flokki ungmenna F Latin sigruðu Brynjar Björnsson og Perla Steingrímsdóttir, í flokki full- orðinna F Latin sigruðu Nikita Bazev og Hanna Rún Óladóttir og í flokki fullorðinna F Standard sigruðu Sig- urður Már Atlason og Sara Rós Jak- obsdóttir. Í febrúar fór hópur keppnispara frá DÍH á opna danskeppni í Kaup- mannahöfn, Copenhagen Open og náðu góðum árangri þar. Í mars fór fram Íslandsmeistara- mót í 10 dönsum með frjálsri aðferð samhliða Bikarmeistaramóti í grunn- sporum. Á því móti hlutu tvö DÍH pör Íslandsmeistaratitla, þau Pétur Fannar Gunnarsson og Helga Sigrún Hermannsdóttir í flokki ungmenna F og Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir í flokki fullorðinna F. Einnig urður þau Ísak Snær Ægisson og Katla Sif Snorradóttir Bikarmeist- arar í flokki barna 2 K. Um páskana fór hópur barna í keppnisferð til Blackpool, en það er oft sagt vera óopinbert heimsmeistaramót barna og unglinga. Fjórir titlar Íslandsmeistaramótið í grunnsporum var svo haldið í lok apríl samhliða Bikarmeistaramóts með frjálsri að- ferð. Á því hlaut DÍH fjóra Íslands- meistaratitla, en það voru Logi Guð- mundsson og Patrycja Inga Dabrowska í flokki barna 1 K í Latin og Standard dönsum, Sindri Guðlaugsson og Anita Rós Kingo Andersen í flokki unglinga 1 K Standard og Daníel Kristinn Péturs- son og Katrín Vera í flokki Ungmenna K latin. Í lok annarinnar fór fram glæsileg nemendasýning í Íþróttahúsinu við Strandgötu en þar hlutu tveir nem- endur sem dansa með grunnaðferð verðlaun fyrir góðan fótaburð, þau Sindri Guðlaugsson og Anita Rós Kingo Andersen. Góður árangur á Heims- og Evrópumótum Lítið var um sumarfrí hjá keppn- ispörum DÍH en þau Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir, og Brynjar Björnsson og Perla Steingríms- dóttir voru á faraldsfæti. Þau kepptu þau á einu stærsta móti ársins í lok maí í Blackpool og fóru einnig til Alassio í lok júní á opna danskeppni. Einnig kepptu Sigurður og Sara á EM í 10 dönsum í Ungverjalandi í byrjun júní og höfnuðu þar í 25. sæti. Brynjar og Perla fóru til Kína í júlí og kepptu á HM Latin í ungmennaflokki og höfnuðu þar í 34. sæti. Þar kepptu þau einnig í World Open Latin í fullorðinsflokki og enduðu í 10. sæti. Í lok ágúst fór svo fram Norður-Evrópumót í Kaup- mannahöfn en fjögur pör frá DÍH kepptu á þeirri keppni og náðu góðum árangri, meðal annars voru þau Nikita Bazev og Hanna Rún Óladóttir í 3. sæti í Latin dönsum í flokki fullorðinna. Fleiri titlar í safnið Í byrjun nóvember var hið árlega Lotto Open mót haldið í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Dansíþróttafélag Hafnar- fjarðar hefur haldið þessa glæsilegu danskeppni síðustu ár, en í ár átti hún 21. árs afmæli. Í tilefni þess var bætt við keppni á sunnudeginum en þá fór fram 10 dansa keppni í fyrsta skipti. Sigur- vegarar í Standard, Latin og 10 dönsum í flokki fullorðinna F voru þau Sigurður og Sara, og í flokki ungmenna F Latin þau Brynjar og Perla, bæði frá DÍH. Í nóvember fóru fram þrjú Heimsmeistaramót en DÍH átti fulltrúa á þeim öllum. Sigurður og Sara kepptu á HM í 10 dönsum í Vínarborg og höfn- uðu þar í 24. sæti. Einnig kepptu þau á HM í Standard dönsum í Kiev og höfnuðu þar í 53. sæti. Nikita Bazev og Hanna Rún Óladóttir kepptu á HM í Latin dönsum í Berlín og höfnuðu þar í 16. sæti, en það er besti árangur sem íslenskt danspar hefur náð á því móti frá upphafi. Auk þess hafa full- trúar dansfélagsins tekið þátt í HM í 10 dönsum í ungmennaflokki en þau Brynjar Björnsson og Perla Steingríms- dóttir kepptu þar fyrir hönd Íslands og gekk vel, en þau höfnuðu í 25. sæti. Starfsemin hjá félaginu var ótrú- lega virk á liðnu ári og gengið vonum framar. Við vonum að þetta ár gangi jafn vel og ætlum við okkur að bæta enn fleiri titlum í safn félagsins.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.