Hafnarfjörður - Garðabær - 21.02.2014, Blaðsíða 4

Hafnarfjörður - Garðabær - 21.02.2014, Blaðsíða 4
4 21. febrúar 2014 Mikið um að vera í Flensborg Mikið er um að vera í Flens­borgarskólanum þessa vikuna. Árshátíð nemenda var haldin í gær, en framan af vikunni hefur ýmis dagskrá verið í skólanum. Þannig hefur skólinn verið skreyttur hátt og lágt og tíundubekkingar grunn­ skólanna í Hafnarfirði hafa heimsótt framhaldsskólann. Kór skólans hefur meðal annars komið fram og forystu­ fólk úr nemendafélaginu hefur sýnt gestum skólans. Nóg hefur verið um að vera eins og þessar myndir bera með sér. HAFNARFJÖRÐUR / gARÐAbæR 4. TbL. 4. ÁRgANgUR 2014 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is, Veffang: fotspor.is, Ritstjóri: Ingimar Karl Helgason, sími: 659-3442 netfang: ingimarkarlhelgason@gmail.com, Matarblaðamaður: Svavar Halldórsson. Sími. 869-4940. Netfang. svavar@islenskurmatur.is, Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 13.500 eintök. dreifing: Póstdreifing. Fríblaðinu er dreiFt í 13.500 e intökum í allar íbúðir í HaFnarFirði / Garðabæ Nú er búið að einkavæða stóran hlut í veitufyrirtækinu HS orku. Fyrir­tækið hefur það hlutverk að miðla neysluvatni, heitu vatni og rafmagni; allt saman grundvallarnauðsynjar í samfélaginu. Réttur til drykkj­ arvatns telst til mannréttinda. Það lifir enginn í köldu landi án kyndingar, þvottar eru heilbrigðismál og allt okkar nútímasamfélag byggist á notkun rafmagns. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að einhverjir sjái gróðavon í því að eignast einokunarfyrirtæki í grunnþjónustu. Það er hins vegar óskynsamlegt. Og hvar er umræðan? Hvenær var ákveðið í íslensku samfélagi að „fagfjárfestar“ ættu að eignast grunnþjónustuna? Svarið er að það var ákveðið í miðri bólunni á Íslandi fyrir hrun – þegar frjálshyggjuæðið stóð hvað hæst. Málið var rætt á Alþingi, en í samfélaginu og fjölmiðlunum eru litlar heimildir um umræðu. Hugmyndir um einkavæðingu vatns voru raunar gagnrýndar, en niðurstaða meirihlutastjórnmálanna hefur hins vegar verið önnur. Nú er það svo, að sjálfstæðismenn hafa haft forgöngu um þessa einkavæðingu grunnþjónustunnar, gjarnan í samstarfi við Framsóknarflokkinn. Mest áberandi hefur verið bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, með Árna Sigfússon í broddi fylkingar. Maður skyldi ætla að íbúar sveitarfélagsins myndu einhvern tímann læra af reynslunni, þar sem einkavæðingarævintýrið þar syðra hefur mistekist í öllum greinum. Þannig hefur bærinn til dæmis þurft að taka aftur við öllum húsunum sem voru lögð inn í eignarhaldsfélagið Fasteign, með bæði veseni og kostnaði fyrir bæjarbúa, sem íbúa annarra sveitarfélaga. Það má um leið undrast að sjálfstæðismenn í Hafnarfirði hafi hvatt til þess að hlutur Hafjarfjarðarbæjar í HS veitum yrði seldur. En sjálfstæðismenn eru ekkert einir hér að verki. Þannig tekur meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík þátt í þessari lotu á einkavæðingu grunnþjónustunnar, með stuðningi Sjálfstæðisflokksins, með því að selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur í þessu mikilvæga fyrirtæki, HS veitum. Athygli vekur að málið kemst varla á dagskrá fjölmiðla og stjórnmálamenn sýna ekki nokkurt einasta frumkvæði í því að ræða þetta grundvallarmál. Það er ekki langt síðan heilt bankakerfi hrundi til grunna hér á landi. Frá haustinu 2008 hefur þorri almennings búið við mikla kjararýrnun, margir við atvinnuleysi og allir við óvissu. Hvað ætlum við að gera í næsta hruni ef grunnþjónustan verður öll komin í hendur „fagfjárfesta“? Eiga þá íbúar landsins að kaupa vatnið sitt og hitaveituna aftur af einhverjum skilanefndum? Eða greiða erlendum vogunarsjóði fyrir vatnið úr krananum? Hér gildir einu þótt lífeyrissjóðir taki þátt í leiðangrinum. Aðkoma þeirra þýðir ekki að almenningur ráði för þrátt fyrir að eiga peningana. Það er forstjóraklúbb­ urinn sem ræður. Þannig var það í bönkunum fyrir hrun og hefur ekki breyst. Grunnþjónustan á að vera í eigu fólksins og í umsjón fólksins og fulltrúa þeirra. Ekki forstjóra og auðmanna. Ef fólk vill endilega einkavæða grunnþjónustu samfélagsins og framtíð barnanna sinna, þá verður svo að vera. En það má ekki gerast án umræðu. Ingimar Karl Helgason Einkavæðingin og umræðan Leiðari Hvenær kemur nýtt hjúkrunarheimili í Hafnarfjörð? Árið 2009 gerði Hafnarfjarðar­bær samning við ríkið um byggingu nýs hjúkrunarheim­ ilis samkvæmt svokallaðri „leiguleið“ en hún felst í því að bærinn mun byggja og reka nýtt hjúkrunarheimili en ríkið greiðir leigu fyrir húsnæði og daggjöld til að standa undir rekstri. Gerður var samskonar samningur við alls 11 sveitarfélög sem nú hafa flest hafið starfsemi. Sá dráttur sem orðið hefur á byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Hafnarfirði er tilkominn vegna seina­ gangs núverandi meirihluta sem sinnti ekki framgangi verkefnissins í 3 ár eftir að í ljós kom að forval um bygginguna var gallað auk þess sem efasemdir voru um fjárhagslegt hæfi bæjarins til þess að taka við svo umfangsmiklu verkefni og þeirri skuldsetningu sem því fylgir. Staðsetning hjúkr- unarheimilis skiptir máli fyrir íbúa og rekstur Haustið 2012 var skipaður starfshópur að nýju til að koma verkefninu af stað undir formennsku Gunnars Axels Axelssonar. Undirrituð var skipuð í þennan starfshóp af hálfu Sjálfstæð­ isflokksins og eftir að hafa yfirfarið verkefnið lagði ég til að farið yrði í endurmat á þeirri staðsetningu sem ákveðin var í upphafi og ennfremur metin hagkvæmni þess að byggja nýtt hjúkrunarheimili sem viðbyggingu við Sólvang þar sem núverandi hjúkr­ unarheimili er staðsett. Megin ástæða fyrir tillögu minni var tvíþætt: Í fyrsta lagi vegna þess að mikil samstaða er meðal bæjarbúa að standa vörð um Sólvang sem „Miðstöð öldrunarþjón­ ustu í Hafnarfirði“ og besta leiðin til að tryggja að svo verði er að nýtt hjúkr­ unarheimili verði byggt á Sólvangs­ reitnum og í öðru lagi sýna útreikn­ ingar á rekstrarforsendum að útilokað er að reka 60 rýma húkrunarheimili á þeim daggjöldum sem ríkið leggur til miðað við núverandi forsendur. Reynslan sýnir að heimilin þurfa að vera stærri og nálægð við stoðþjónustu skiptir ennfremur miklu máli varð­ andi möguleika á hagkvæmni. Tillögu minni var hafnað að hálfu meirihluta Samfylkingar og Vinstri grænna, bæði í starfshópnum og í bæjarstjórn en þar var málið á dagskrá þann 27. Febrúar 2013. Nægilegt landrými er á Sólvangsreitnum fyrir nýtt hjúkrunarheimili Það er síðan í þriðja lagi nokkuð ljóst að eldri borgarar bæjarins eru mun fremur hlynntir því að nýtt hjúkr­ unarheimili rísi miðsvæðis í bænum heldur en í útjaðri byggðar. Á með­ fylgjandi mynd sést vel að nægi­ legt landrými er á Sólvangsreitnum fyrir nýtt húkrunarheimili sem gæti tengst eldri byggingu og heilsugæsl­ unni. Ennfremur er til staðar fullbúið mötuneyti á Sólvangi, sjúkraþjálfun og þjónustuíbúðir eru á svæðinu. Ná­ lægð við miðbæ, grunn og leikskóla og upphitaðar gönguleiðir ásamt aðgangi að innisundlaug í Lækjarskóla gætu svo sannarlega skapað nýju hjúkr­ unarheimili kjöraðstæður og það er miður að ekki hefur náðst samstaða um að skoða þennan kost Hafnfirðingum til hagsbóta en öll ákvarðanataka í þessu mikilvæga hagsmunamáli er lituð af pólitík vinstri manna í bænum sem leggja höfuðáherslu á að nýtt hjúkr­ unarheimili verði byggt í hverfi þar sem ekki eitt einasta hús hefur risið og allt útlit er fyrir að uppbygging verði með mun hægari hætti en reiknað var með þegar staðsetning hjúkrunarheimilisins var ákveðin í stefnumótun frá árinu 2005 eða fyrir 9 árum síðan. Höfundur er Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Pollapönk til Danmerkur. Pollapönk vann sigur í undankeppni eurovision hér heima með laginu enga fordóma og verða strákarnir fulltrúar Íslands í keppninni sem haldin verður í Kaupmannahöfn í vor. Piltana þarf ekki að kynna fyrir Hafnfirðingum. Mynd: Árni Svanur Daníelsson.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.