Hafnarfjörður - Garðabær - 21.02.2014, Blaðsíða 6

Hafnarfjörður - Garðabær - 21.02.2014, Blaðsíða 6
21. febrúar 2014 Hver er stærsti sigur þinn? Það er erfitt að segja, hver áskorun virkar sú stærsta þegar maður er að takast á við hana og svo gleymist hún frammi fyrir þeirri næstu. En kannski var það að sigrast á feimninni. Ég hafði alltaf þörf til að leika, og skrifa og vera þátttakandi í samfélaginu, en um leið var ég lamandi feiminn við að láta heyra í mér. Einhvern daginn ákvað ég svo bara að láta óttann ekki stoppa mig lengur og fór að taka þátt í leiklistar­ og kórstarfi og pólitíkinni og einhver staðar á leiðinni var það ekki eins hræðilegt að láta heyra í sér, en það þurfti mikið hugrekki í upphafi. Uppáhaldsbók? Bróðir minn ljónshjarta. Ég man en eftir því þegar ég fékk hana. Ég fékk hana senda frá einhverjum bókaklúbbi barna af því tilefni að ég var 8 ára, og þetta var í fyrsta skipti sem ég mundi eftir að hafa fengið póst merktan mér og mér fannst það mjög merkilegt. Ég las bókina og heillaðist alveg og hef lesið hana 100 sinnum síðan þá og finst hún enn jafn góð. Eftirlætis íþróttafélag? Mér er sagt að ég sé FH­ingur og Liver­ pool­ari og ég hlýði því bara. En einu íþróttirnar sem ég horfi á er hand­ boltalandsliðið, ég missi mig alveg þegar ég horfi á landsleiki og breytist í íþróttabullu. Ég átti drenginn minn þegar EM stóð yfir fyrir tveimur árum, hann var tekinn með bráðakeisara og ég varð mjög veik á eftir, missti mikið af blóði og þurfti að fá blóð­ gjöf og liggja inni í 8 daga á eftir. Ég komst varla út úr rúmi og var í hálfgerðu móki fyrstu dagana, en ég lét nú mömmu samt hjálpa mér í hjólastól og keyra mig fram í setustofu svo ég gæti horft á Ísland – Noreg. Við vorum undir og skoruðum svo nokkur mörk í röð og komumst yfir og ég stökk upp úr hjólastólnum fagnandi og um leið láku tárin niður kinnarnar því mig verkjaði svo í skurðinn við þessi fagnaðarlæti. Hvað kveikti áhuga þinn á leiklist? Ég held ég hafi verið 4 ára þegar ég sá söngleik af spólu um Lísu í undralandi sem ég varð alveg dáleidd af, horfði á hana mörgum sinnum í viku og mig langaði bara að fá að leika við persónurnar í leikritinu. Ég reyndi að fá krakkana á leikskólanum til þess að leika Lísu í undralandi með mér og leikstýrði þeim með harðri hendi. Svo lék ég í smá skemmtiatriði á fjölskyldu­ skemmtun þarna nokkrum vikum seinna og um kvöldið þá sagði ég mömmu að ég væri búin að ákveða mig hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór, ég ætlaði að vera leikari, það var svo í náminu sjálfu sem ég fann að ég hafði jafn mikinn áhuga á að leikstýra og skrifa. Hvað er skemmtilegast í leiklistinni? Sköpunarferlið er lang skemmtilegast. Að leyfa öllum hugmyndunum að koma, prófa sig áfram og vinna með öðru fólki. Hvað fékk þig til að skrifa Lórelei? Ég skrifaði fyrsta uppkastið af bókinni þegar ég var í leiklistarnámi í London í einhverju vetrarfríinu en svo lenti sagan ofan í skúffu í nokkur ár og ég tók hana aftur upp á þessu ári, endurskrifaði hana og lauk við hana. Þetta er hinsegin ástar­ saga sem fjallar um erfiða hluti á borð við einelti og ofbeldi um leið og þetta er falleg saga um vináttu og ástir. Svona ástarsaga og spennusaga í bland. Inn í söguna flétta ég svo ævintýrum og þjóðsögum, en alveg frá því að ég var lítil hef ég haft mikin áhuga á þjóðsögum og ævintýrum. Ég las þjóðsögur Jóns Árna­ sonar spjaldanna á milli sem unglingur og sömuleiðis Gríms ævintýrin. Ég fékk ó­barnvænu útgáfuna af Grímsævintýrum í jólagjöf þegar ég var 12 ára, og lá upp í rúmi á hverju kvöldi og las og las og var að deyja úr hræðslu, vaknaði svo upp öskrandi á nóttunni, sannfærð um að það væru nornir og talandi snákar undir rúminu mínu. Ég hef lengi verið heilluð af þeirri hugmynd að þjóðsögur og ævintýri enduspegli sjálfs­ mynd okkar og einstaklingseðli og þessar tvær stúlkur, sem bókin fjallar um leita í þjóðsögur og ævintýri til þess að finna leið til þess að horfast í augu við sjálfan sig, til að skilja heiminn og til að leita skjóls gagnvart ofbeldinu og erfiðleikunum sem þær verða fyrir í raunveruleikanum. Þetta fannst mér svolítið gaman að leika mér með. Hvað er að þínu mati mikilvægast fyrir Hafnarfjörð? Að tryggja áframhaldandi fjölbreytta starf­ semi, þjónustu og úrræði fyrir bæjarbúa. Ég held það sé mikilvægt að við höfum það í huga á tímum niður­ skurðar að oft er niðurskurður á ákveðinni þjónustu og úrræðum svipaður því að eyða krónum til að spara aura. Það er vel þekkt að niður­ skurður í menntakerfinu leiðir til aukinna útgjalda í heilbrigðis og félagskerfinu og þar fram eftir götunum. Ég tel að það sé mjög mikilvægt að við bæjarbúar tökum ákvörðun um að standa vörð um öflugt æskulýðsstarf sem við höfum byggt upp síð­ ustu árin og þjónustu okkar við aldraða og fatlaða, sem og við menningar og listastarf­ semi. Ég tel að það spari okkur mun meiri peninga til lengri tíma litið og annað sem er enn mikilvægara eru mannlegu verðmætin sem ekki er hægt að telja til fjár. Ég hef séð það sjálf í starfi mínu með ungu fólki sem kemur kannski inn í félagsmiðstöðvarnar 18 ára, er dottið út úr skóla og er atvinnulaust og jafnvel í óreglu, og með því að taka þátt í fjölbreyttu starfi finnur það eitthvað við sitt hæfi, eins og að gera við bíla og mótorhjól í Mótorhúsinu, búa til stuttmyndir og fá æfingahúsnæði undir tónlistargerð sína, tekur þátt í námskeiðum eða bara eldar saman og þessir krakkar skila sér aftur út í samfélagið með færni, reynslu og áhuga, og fá vinnu eða skilar sér aftur í skóla. Til lengri tíma litið er það margfaldur sparnaður fyrir samfélagið. Að því sögðu, hvað mættu bæjaryfirvöld gera til að bæta menningarlífið í bænum? Það þyrfti að eyða miklu meiri peningum í menningarstarfsemi í bænum. Sérstaklega styðja við ungt listafólk. Ég hef verið mjög hrifin af listahópnum sem hefur verið star­ frækur hjá vinnuskólanum, krakkarnir sem hafa farið þar í gegn hafa margir hverjir gert góða hluti síðar meir í listgeiranum. Það þarf að vera mun meira um að vera eins og í Bæjarbíó og vera með meira í boði fyrir börn og unglinga. Annars hef ég verið mjög hrifin af nýrri stefnu í Hafnarborg, þar hefur verið mjög lifandi starfsemi undanfarið. Áttu þér fyrirmynd í leik eða starfi? Já margar. Ég sæki mikla hvatningu í heimspekinginn og friðarsinna sem heitir Daisaku Ikeda, hann hefur lagt mikla áherslu á samræðulist sem lifandi afl fyrir friði í heiminum og að jákvæð breyting á einum einstaklingi geti breytt gangi sögunnar. Ég tek mér líka sem fyrirmyndir umhverfis­ og mannúðar­ hagfræðingin Hazel Henderson en ég las hana mikið í menntaskóla. Hún hvetur fólk til þess að líta á heildarmyndina og að umhverfis­ vernd til að mynda sé, þegar til lengri tíma er litið einn mesti sparnaður fyrir samfélag. Svo lít ég upp til móður minnar sem er endalaus brunnur af hvatningu og kærleika. Ef þú værir ekki að gera það sem þú gerir, við hvað gerðir þú þá? Ef ég væri ekki að starfa við listgreinar, leið­ sögn, með fötluðum né með ungufólki eins og ég geri núna, væri ég eflaust að vinna við eitthvað tengt friðar­ umhverfis­ eða þróunarmálum. Hvað er framundan hjá Eyrúnu Ósk Jónsdóttur? Er að klára bók núna sem ég er að skrifa ásamt Helga Sverrissyni, halda áfram að kynna Lórelei og lesa upp og klára heimildarmyndina sem ég er að gera og undirbúa tveggja ára afmælisveislu frum­ burðarins. Lífsmottó: Prófum það bara! 6 Kringlunni 4 | Sími 568 4900 Nýjar vorvörur Eyrún Ósk Jónsdóttir: Hið mannlega verður ekki metið til fjár Eyrún Ósk Jónsdóttir er Hafnfirðingur í allar áttir. Hún hefur mikið sinnt listum – hámenntuð á því sviði – og nú pólitík, en hún náði góðum árangri í flokksvali Samfylkingarinnar um síðustu helgi. Hún á tveggja ára son. Hún sendi nýlega frá sér bókina Lórelei og vinnur nú að kynningu hennar. Auk þess eru fleiri verkefni í vinnslu, en hún var aðeins sextán ára þegar fyrsta bók hennar af fjórum kom út. Hún hefur einnig sinnt leiklist af miklum móð – en hún rak Jaðarleikhúsið í Hafnarfirði um nokkurt skeið – og hefur leikstýrt bæði stuttmyndum og kvikmynd í fullri lengd. Eyrún Ósk Jónsdóttir er í yfir- heyrslunni að þessu sinni.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.