Hafnarfjörður - Garðabær - 21.02.2014, Blaðsíða 11

Hafnarfjörður - Garðabær - 21.02.2014, Blaðsíða 11
ÞAÐ ER EINFALT AÐ PANTA DEKK Á NETINU Velur stærðina í leitarvélinni: Færð þá lista yr þau dekk sem eru til í viðkomandi stærð. Velur dekkin sem þú hefur áhuga á og velur . Gengur frá greiðslu og við sendum dekkin til þín. Einfalt og þægilegt. á dekkjahollin.is AKUREYRI Draupnisgötu 5 462 3002 EGILSSTAÐIR Þverklettum 1 471 2002 REYKJAVÍK Skeifunni 5 581 3002 REYKJAVÍK Skútuvogi 12 581 3022 1121. febrúar 2014 Perla undir fjöllunum Undir Eyjafjöllum hvíla lágreistir Steinabæirnir í einum hnapp, líkt og þeir sofi værum svefni. Á aðra höndina hamrabeltin og tignar- legur jökullinn, en á hina mara Vestmannaeyjar í bláu hafi. Einn þessara Steinabæja er Hvassafell. Það er reyndar eini bærinn af fimm þar sem enn er búskapur. Þar búa hjónin Heiða Björg Scheving og Páll Magnús Pálsson. Af myndarskap halda þau 65 mjólkandi kýr, kálfa, naut og sitthvað annað kvikt. Á Hvassafelli er líka að finna einn af þessum dásamlegu íslensku geim- steinum, veitingastaðinn Gamla fjósið. Staðurinn tekur um 50 manns í sæti og hér sækir fólk ekki vatnið yfir lækinn. Matur úr héraði er í öndvegi. Ef hægt er að komast hjá því að fara út fyrir túnfótinn – er það ekki gert. Leikskólastjóri og vert Páll Magnús, eða bara Magnús, eins og fólk kallar hann, ber hitann og þungann af búskapnum. Hann kann vel til verka og þekkir hvern krók og kima, hverja þúfu, hver tún og hvert barð. Enda uppalinn á staðnum. Heiða Björg er hins vegar úr Eyjum. Hún gekk reyndar í Skógaskóla sem unglingur en svo lá leið hennar á mölina, til Reykja­ víkur og í Garðabæ. Undir Eyjafjöllin flutti hún svo alfarið fyrir sjö árum með leikskólastjóraréttindi í farteskinu. Hún stýrir nú leikskólanum á Hvolsvelli, sinnir bústörfum með manni sínum og rekur veitingastaðinn. „Þetta kom nú þannig til að við ákváðum að ryðja út úr gamla fjósinu til að halda afmæl­ isveislu þegar Magnús varð fertugur,“ segir Heiða Björg, „og sáum þá að þetta var ansi hentugt húsnæði þegar allt kom til alls.“ Skrúbbað með vírbursta Veitingastaðurinn Gamla fjósið er í raun og veru í gamla fjósinu á bænum. Húsið var byggt árið 1947 og þjónaði upphaflegum tilgangi sínum þar til fyrir fáeinum árum. Vorið 2011 hófust endurbætur sem tóku allt sumarið. Þetta var mikið verk, enda var stefnan frá upphafi að nýta allt sem nýtilegt var og leyfa hinu upprunalega að njóta sín. Álag og merki áratugana (og um­ merki eftir eldgos) voru skrúbbuð af. Sums staðar nægðu sápa og málning en annars staðar varð að leggjast á með vírbursta. „Við ákváðum þetta nú svona yfir hvítvínsgalsi og vissum ekki al­ veg út í hvað við vorum að fara,“ segir Heiða Björg og brosir. Næstum allt framleitt á bænum Fyrstu matargestirnir voru afgreiddir í ágúst. „Strax frá upphafi vorum við harðákveðin í að nýta það sem við framleiðum sjálf, kjötið, kartöflurnar og grænmetið.“ Þann sumarpart sem opið var fyrsta árið voru hamborgarar helsti rétturinn. Síðan þá hafa dýrindis steikur bæst á matseðilinn. Allt saman kjöt af þeirra eigin skepnum. „Svo erum við líka með matarmikla gúllassúpu sem hefur alveg slegið í gegn,“ segir Heiða. Fátt er sótt út fyrir sveitina, megnið af grænmetinu kemur frá Varmahlíð, næsta bæ fyrir vestan þau. Kornið í brauðunum og repjuolían eru frá Þor­ valdseyri, sem er rúma tvo kílómetra austan við Hvassafell. Það hefur líka verið boðið upp á humar frá Vest­ mannaeyjum, sem blasa við af hlaðinu. Steikur, súpur, borgarar og einstakar veislur Þótt hamborgararnir og steikurnar séu í hæsta gæðaflokki og eins mikið úr héraði og hugsast getur, þá hefur hróður Gamla fjóssins borist víða af öðrum ástæðum. Þau hjónin eru nefn­ inlega eins konar matar­frumkvöðlar. Þau nýta gamlar hefðir og prjóna við þær með nýjungum. Þótt Gamla fjósið sé enn sem komið er staður sem eingöngu er opinn á sumrin, þá eru haldnar þar merkilegar veislur á öðrum tímum, villibráðaveislur, sviðaveislur og fýlaveislur. Sama grundvallaratriðið gildir þar eins og endranær á þessum magnaða stað. Nánast allt sem borið er á borð er úr héraði, helst af bænum. Gæsirnar skotnar í túninu Gæsirnar í villibráðaveislunni er skotnar í túninu og bringurnar verk­ aðar heima, laxinn er úr Holtsósi, sem sem liggur vestur undan Steinabæj­ unum, og hið sama er uppi á teningnum í fýlaveislunni. Fýllinn er veiddur á haustinn í Mýrdalnum og undir Eyja­ fjöllum. Þá reyna stálpaðir ungarnir að svífa á lítt þjálfuðum vængjum úr hamrasyllunum og til sjávar. Það tekst ekki alltaf og þeir sem ekki ná alla leið hafa um aldir verið veiddir og nýttir til matar á þessum slóðum. Fjölskyldan á Hvassafelli veiðir sjálf þann fýl sem þarf til veislunnar. Hann er bæði borin fram ferskur, reyktur og saltaður. Þessar veislur hafa á stuttum tíma borið hróður þeirra hjóna víða. Hið sama hafa steikurnar og borgararnir líka gert. „Þetta hefur gengið ótrúlega frá því við byrjuðum,“ segir Heiða Björg. Svo upplýsir hún matarblaðamann um að það þurfi að bæta við fólki og þau vantar kokk í sumar. „Starfið er semsagt laus og auglýsingst hér með,“ segir hús­ freyjan á Hvassfelli og hlær. Reyktir hrútspungar Matarblaðamann bar að garði í haust þegar verið var að undirbúa sviðaveisl­ una miklu. Mikið gekk á, enda allt uppbókað um kvöldið. Aðalrétturinn var að sjálfsögðu svið með rófustöppu, uppstúf og kartöflum. Grænar baunir úr Kópavogi er líklega það sem lengst var sótt. Sviðin voru bæði borin fram ný og reykt. Þá voru líka á borðum reyktir skankar. Það var hins vegar forréttur­ inn sem vakti athygli undirritaðs. Það voru reyktir hrútspungar! Pungarnir voru bornir fam með rauðlaukssultu, sítrónusósu og sítrónusneið. Súrsaðir þykja þeir merkilegur matur en reyktir hrútspungar eru nýstárleg og frumleg viðbót. Það sem kannski er merkilegt við þennan rétt er hversu mildur og bragðgóður hann er. Já, það kann að koma spánskt fyrir sjónir, en þetta er herramannsmatur. Matarblaðamaður fékk nokkra punga heim með sér og gaf fjölskyldunni að smakka. Sumir áttu erfitt með að láta þá ofan í sig, þegar þeir vissu hvað þetta var, en yngri börnin voru vitlaus í þetta. „Betra en kókópöffs“, datt upp úr þeirri fimm ára. svavar@islenskurmatur.is

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.