Hafnarfjörður - Garðabær - 07.03.2014, Blaðsíða 10

Hafnarfjörður - Garðabær - 07.03.2014, Blaðsíða 10
10 7. mars 2014 Viðtal við Gunnar Má Sigfússon - fyrri hluti. Hafnfirskur metsöluhöfundur Einn allra vinsælasti höfundur síðasta árs er Hafnfirðingurinn Gunnar Már Sigfússon, en eftir hann leggja tvær metsölubækur um Lágkolvetnalífsstíl. Sem ungur maður fór hann í kokk- anám á Hótel Sögu en flutti til Svíþjóðar og skipti yfir í nær- ingarfræði fyrir íþróttafólk og einkaþjálfun. Við það hefur hann síðan starfað síðan við góðan orðstír. „Ég byrjaði ungur að lyfta lóðum og stunda líkams- rækt og var það áður í bæði fót- bolta og handbolta. Ég sá fram á tekjumöguleika snemma í ferlinu og fór að kenna eróbikk aðeins 16 ára að aldri og það má segja að eftir það var ekki aftur snúið.“ Barnalán í Áslandinu Gunnar Már Sigfússon er frá Akureyri en hefur búið í Hafnarfirði frá 18 ára aldri, með smá hléum reyndar. „Í dag bý ég í Áslandshverfinu í Hafnarfirði með konunni minni, Söru Regins- dóttur, og fjórum börnum. Við erum með besta útsýni í heimi yfir Heið- mörkina og Helgafellið.“ Ekki var alla tíð ljóst að börnin yrðu þetta mörg, og reyndar ekki alveg samhljómur milli þeirra hjóna í því efni segir Gunnar Már. „Þegar annað barnið okkar var komið í heiminn vorum við konan ósammála um hvort við ættum að eignast eitt eða tvö til viðbótar. Ég vildi auðvitað fjögur börn, þar sem ég þarf augljóslega ekki að ganga með þau. Hún var hörð á að eiga bara þrjú, sem þýddi eina meðgöngu í viðbót. Ég sættist á það og tilkynnti hátíðlega í matarboði að þetta sem sagt vera ein meðganga en við myndum þá eignast tvíbura og þau skyldu vera strákur og stelpa svo kynjmisræmi kæmi ekki upp og til að toppa þetta þá krafðist ég þess að þau fæddust á afmælisdaginn minn. Fjórum árum seinna fæddi Sara tví- bura, strák og stelpu, tveimur dögum eftir afmælisdaginn minn.“ Tvær metsölubækur á einu ári Bækurnar tvær eftir Gunnar Má sem komu út í fyrra heita Lágkolvetna lífstíllinn (LKL) og LKL 2. Þær hafa þegar selst í yfir 13 þúsund eintökum. „Það er algerlega frábært og ég er gríðarlega þakklátur fyrir þessar góðu viðtökur. Ég býst við að fólk hafi verið tilbúið til að skoða einhverja aðra leið en þá að fara að borða minna og hreyfa sig meira. Flestir hafa sennilega verið að gera það síðustu árin með mis- jöfnum árangri og verið til í að prófa eitthvað annað. Svo er ekki hægt að horfa fram hjá því að þetta er matur sem hefur verið næstum forboðinn síðustu ár en er leyfilegur á LKL og það er bara þannig að allur matur verður bragðbetri þegar þú mátt nota smjör og rjóma í matargerðina.“ Netið til að aðstoða fólk Gunnar Már er virkur í netheimum, þótt varla sé hægt að fell hann undir hatt svokallaðra matarbloggara. mikið og það hefur safnast gríðarlega stór hópur í kringum LKL þar. Í dag eru yfir 11. Rúmlega 22 þúsund eru skráðir á lágkolvetna fésbókarsíðunni hans. „Hún virkar eins og risastórt stuðningsnet þar sem allir eru boðnir og búnir að aðstoða nánungan með góðum ráðum og með því að deila sinni reynslu eða uppskriftunum MatarSíða SvavarS 522 4600 www.krokur.net Krókur er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. Krókur býður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum Taktu Krók á leiðarenda Suðurhraun 3, 210 Garðabær á þinni leið

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.