Hafnarfjörður - Garðabær - 07.03.2014, Blaðsíða 14

Hafnarfjörður - Garðabær - 07.03.2014, Blaðsíða 14
14 7. mars 2014 Leikfélag Hafnarfjarðar stefnir á stórvirki í íslenskri leiklist: Fjörutíu frumsýningar á nýjum verkum í mars og apríl Á bilinu 25-40 ný íslensk leikverk verða frumsýnd hjá Leikfélagi Hafnar- fjarðar í þessum mánuði og næsta. Verkin verða sýnd í Gaflaraleikhúsinu. Þetta verður gert í tengslum við svonefnda höfundasmiðju hjá leikfélaginu, en höfundar fá viku til að semja verkin, en leikhópar fá svo aðra viku til þess að setja verkið upp, æfa og sýna. Blaðamaður ræddi um verkefnið við Gísla Björn Heimisson, formann leikfélagsins. Stuttur aðdragandi - Út á hvað gengur þetta þrekvirki? „Hið vikulega mun koma til með að spanna fjórar vikur, þar sem við skrifum, leikstýrum og leikum nokkur stuttverk í hverri viku. Höfunda- smiðjan okkar fær viku til að skrifa og leikstjórar og leikarar fá leikritin í hendur og setja upp sitt verk á einni viku. Það er síðan frumsýnt á laugar- degi, og leikarar og leikstjórar koma daginn eftir til að fá ný verk til að setja upp laugardaginn næsta,“ segir Gísli. Hann segir að aðdragandinn að verkefninu hafi ekki verið ýkja langur. Halldór Magnússon, sem er í hópi reyndari leikara í Hafnarfirði, hafi lengi gengið með hugmyndina; að skrifa verk og setja það upp á einni viku. „Við ákváðum að slá til af því að okkur gafst tími og rými í Gaflaraleik- húsinu til að hrinda því í framkvæmd,“ segir Gísli. Krefjandi en ekki brjálæði - En er þetta ekki hálfgert brjálæði? „Ég myndi líklega skilgreina þetta frekar sem krefjandi verkefni heldur en brjálæði. Brjálæði myndi ég frekar flokka það ef verk væru sett upp á nokkrum klukkustundum, en það er til dæmis gert í leiklistarskóla Banda- lags Íslenskra Leikfélaga ár hvert, og afraksturinn af því hefur oftar en ekki verið stórkostlegur,“ segir Gísli. Mikill tími fer í starf af þessu tagi. Áhugaleikarar eru oftar en ekki í fullri vinnu eða við ýmis önnur störf. Gísli segir að þeir sem taki þátt í verkefnum af þessu tagi, sem og almennu starfi leikfélagsins, geri það af áhuga. „Þetta er það sem þau gera í frí- stundum, þannig að fólk er að stunda leiklist á kvöldin og um helgar. Það er helst að leikarar og leikstjórar taki sér frí frá öðrum áhugastörfum, hver svo sem þau eru, á meðan á uppsetningu á leikriti stendur.“ Hvað hann sjálfan varði, þá eigi hann inni frídaga og geti gert hlé á annarri vinnu á meðan lota af þessu tagi stendur yfir. „Ég er reyndar hluti af höfundasmiðjunni, sem skrifar verkin, ásamt því að vera með byrj- endanámskeið í leiklist hér hjá Leik- félagi Hafnarfjarðar, þannig að það er nóg að gera fyrir mig þessa dagana. Ég mun síðan bjóða mig fram til að leik- stýra þegar þar að kemur. En þetta er auðvitað áhugamálið mitt, þannig að ég vil gera þetta í mínum frístundum, og ef ég hef tækifæri til þess, geri ég það.“ Mikið mæðir á leikurum Það mun mikið mæða á leikurum og öðrum sem taka þátt í verkefninu. Gísli segir að líklega muni upp undir eða um tuttugu leikarar taka þátt í uppfærsl- unum og sex til átta leikstjórara. Þetta fari raunar eftir því hversu mörg verk verða sett upp þegar upp er staðið, og hversu mörg hlutverk verða í þeim verkum sem sett verða upp í hverri viku. Fjölmargir taka þátt í starfi leikfé- lagsins. Um tuttugu eru virkir í félaginu að jafnaði, en félagið tekur einnig við nýju fólki. „Við vissum að við þyrftum nýtt og ferskt blóð í félagið og settum því af stað byrjendanámskeið, sem vonandi á eftir að skila sér á sviðinu.“ Fyrstu skrefin Félagar í Leikfélagi Hafnarfjarðar munu sjá um leikstjórn verkanna og sumir þar stíga sín fyrstu skref á þeim vettvangi, en Gísli bætir því við að ekki hafi verið neglt niður endanlega hverjir muni sjá um leikstjórn. - Hefur eitthvað þessu líkt verið gert áður? „Þegar leikfélagið flutti sig um set yfir í Lækjarskóla var ákveðið að hefja starf þar af miklum krafti og voru sett upp fimm verk í fullri lengd þar á einu ári. Það var auðvitað gert yfir lengra tímabil, en örugglega meira krefjandi, og jaðraði jafnvel við brjálæði,“ segir Gísli og kímir við. Fyrir ánægjuna - En fylgir svona fyrirtæki ekki einhver kostnaður? „Það er nú einmitt málið með áhugaleikhús, það þarf ekki að kosta mikið. Við sem vinnum í áhugaleik- húsinu gerum það að sjálfsögðu frítt. Við erum að þessu fyrir ánægjuna eina saman. En það er auðvitað alltaf einhver kostnaður sem fylgir upp- setningum: höfundalaun, leikmynd, leikstjóralaun og fleira, þó það eigi ekki allt við í þessu tilviki. Hafnarfjarðarbær hefur styrkt leikfélagið ár frá ári því þeim er akkur í því að í bæjarfélaginu sér starfandi öflugt áhugaleikhús, sem starfar með Gaflaraleikhúsinu, atvinnuleikhúsi Hafnfirðinga,“ segir Gísli Björn Heimisson að lokum. Hann hvetur fólk til að kynna sér starfsemi leikfélagsins með því að fara á heima- síðu þes: www.leikhaf.is Frá sýningu leikfélagsins á Fúsa froskagleypi. Gísli Björn Heimisson Frá sýningunni sjóræningjaprinsessan. Fjöldi fólks hefur sótt byrjandanámskeið hjá leikfélaginu. Frá Fúsa froskagleypi.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.