Hafnarfjörður - Garðabær - 21.03.2014, Blaðsíða 8

Hafnarfjörður - Garðabær - 21.03.2014, Blaðsíða 8
8 21. mars 2014 Áhyggjur eru af stöðu miðbæjar Hafnarfjarðar í kjölfar þess að ÁTVR lokar verslun sinni í Firði: Stjórnendur ÁTVR áttu að hlusta á íbúana Verslunarmiðstöðin Fjörður hefur verið mikið til umræðu í bænum undan- farið. Brotthvarf verslunar ÁTVR hefur valdið nokkrum áhyggjum hjá mörgum um verslun og þjónustu í miðbæ Hafnarfjarðar. Til stendur að færa verslun ÁTVR upp í Hraun, þar sem hún opnar við hlið verslunar Bónuss eftir nokkra daga. Bæjarráð Hafnarfjarðar skoraði á ÁTVR að loka ekki versluninni þar sem þetta gæti veikt miðbæ Hafnarfjarðar. Bæjarstjóri átti viðræður við forstjóra ÁTVR um málið, en allt kom fyrir ekki. Aðstoðarforstjóri ÁTVR segir að við- skiptalegar forsendur ráði ákvörðunum fyrirtækisins. „Ég hef lýst því yfir áður að þjón- usta á borð við vínbúð, apótek, banka og fleira – þess grundvallarþjónusta sem fólk á að geta gengið að í verslun – eigi heima í miðbæ. Mér finnst að þó að önnur vínbúð sé opnuð uppi á hrauni, að þá sé full þörf á því að hafa aðra búð hér miðsvæðis,“ segir Albert Már Steingrímsson, framkvæmdastjóri verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar í samtali við blaðið. Hann er ekki einn um þessa skoðun. Þannig bókaði bæjarráð Hafnarfjarðar í lok febrúar að ráðið hefði áhyggjur af lakara þjónustustigi í miðbænum yrði vínbúð ÁTVR lokað. „Um er að ræða verslun og þjónustu sem bundin er einkarétti ríkisins og í þessu tilviki gæti brotthvarf verslunarinnar veikt stöðu miðbæjarins í Hafnarfirði,“ segir í bókuninni. Ræddi við ÁTVR Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri, ræddi sérstaklega við forstjóra ÁTVR og kom á framfæri bókun bæjarráðsins og áhyggjum framkvæmdastjóra Fjarðar, en allt kom fyrir ekki. Hún segir missi að vínbúð- inni í Firðinum. Ekkert samráð Gunnar Axel Axelsson, oddviti Sam- fylkingarinnar, segir miður að ekkert samráð hafi verið haft við bæjaryf- irvöld. „Auðvitað er það réttmætt sjónarmið að verslunin þurfi að hafa nægjanlegt rými og aðstöðu til að geta sinnt sínu hlutverki.“ Hins vegar verði ekki litið framhjá því að ÁTVR sé í einokunarstöðu og geti því ekki hagað ákvörðunum sínum líkt og um einkafyrirtæki á samkeppn- ismarkaði væri að ræða. Hlusti á íbúana „Óánægðir bæjarbúar geta a.m.k. ekki beint viðskiptum sínum annað, það ætti öllum að vera ljóst. Ég teldi eðli- legt í því ljósi að óháð nýrri verslun annarstaðar í sveitarfélaginu þá ættu stjórnendur ÁTVR að hlusta á raddir íbúanna og halda áfram að veita þessa þjónustu í miðbænum. Það væri besta niðurstaðan að mínu mati og langt í frá óraunhæft að gera þá kröfu til ÁTVR,“ segir Gunnar Axel. „Munar um öll umsvif“ Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði, tekur undir með Gunnari Axel um einok- unarstöðu ÁTVR. Hún segir að brott- hvarf vínbúðarinnar geti haft áhrif á þjónustig og stöðu miðbæjarins. „Öflugur miðbær býr yfir þjónustu og verslun af ýmsu tagi og líflegu menningar- og listalífi. Það er verkefni okkar allra sem viljum styrkja miðbæ- inn að leita leiða til að svo megi verði. Bæjaryfirvöld geta haft talsverð áhrif þar á og nú erum við sjálfstæðismenn að skoða hvort boðaðar breytingar á sýslumannsembættum í landinu gætu hugsanlega falið í sér möguleika hér í Hafnarfirði til eflingar miðbæjarins. Það munar um öll umsvif í bæjarfé- laginu.“ Viðskiptalegar forsendur ÁTVR Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarfor- stjóri ÁTVR, segir að áhyggjur bæjaryf- irvalda af lakara þjónustustigi í miðbæ Hafnarfjarðar hafi ekki breytt þeirri ákvörðun að flytja búðina. „Við höfum skýrt frá því að þetta húsnæði einfald- lega hentar okkur ekki. Þá teljum við ekki rekstrargrundvöll fyrir því að reka tvær verslanir í Hafnarfirði,“ segir Sig- rún Ósk í samtali við blaðið Samningur ÁTVR við verslunar- miðstöðina Fjörð hafi verið laus og um nokkurt skeið hafi verið leitað að stærra húsnæði. „Það hefur lengi legið fyrir að vínbúðin yrði ekki í Firði til framtíðar.“ Engar viðræður um að vínbúðin yrði áfram í Firði -Blaðinu hefur verið bent á að bæði Sigrún Ósk og Ívar Arndal, forstjóri, eru Hafnfirðingar. Hvað með taugar til bæjarins? „Við þurfum að taka viðskipta- legar ákvarðanir og enda þótt við Ívar tengjumst Hafnarfirði, þá hefur það ekki áhrif á staðarval búða. Við höfum litið svo á að það sé mikilvægt að líta til staðsetningu vínbúða út frá bæjarfélögum, , en staðsetning og rekstrarlegir þættir skipta ekki síður miklu máli. Verslun í Garðabæ var lokað fyrir nokkrum árum. Þá gáfum við út að við hefðum hug á að opna vínbúð sem þjónaði stærra svæði. Það var alltaf markmiðið að opna stærri búð á suðursvæðinu þar sem boðið yrði upp á allt vöruúrval ÁTVR. Við höfum ekki verið í neinum viðræðum um að halda áfram með Vínbúðina í Firði.“ - En nú eru verslanir ÁTVR gjarnan í svona kjörnum. Nefna má Kringluna, Smáralind og Eiðistorg á Seltjarnarnesi. „Þó við séum í Smáralind og Kringlunni sem eru stórar verslun- armiðstöðvar þá er ekki þar með sagt að það henti okkur alltaf bestað vera í verslunarkjörnum. Við vorum þarna í húsnæði sem hentaði okkur ekki miðað við þá þjónustu sem við viljum veita,“ segir Sigrún Ósk. „Horfum bjartir til framtíðar“ Albert Már Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri, ítrekar að Fjörður sé mikilvæg staðsetning. „Hér er mið- punktur bæjarins. Til þess að hér sé miðbær, þá þarf þessi grunnþjónusta og verslun að vera fyrir hendi.“ Hann telur að til skamms tíma muni gestum í Fjörð fækka og að það dragi úr umferð í miðbæinn; líka þeirra sem fara ferða sinna gangandi og í strætó. „Það verður seint talið til jákvæðra áhrifa.“ En nú er það svo að það er nokkuð um laus verslunarpláss í Firði. Meira að segja eru dæmi um að pláss hafi farið á nauðungaruppboð. „Það er vissulega slæmt ef það er mikið um laus pláss. Því fleiri pláss sem flosna upp, því verra fyrir húsið. En þetta er það sem við gerum, þessu erum við að vinna í. Við látum eingan billbug á okkur finna og horfum bjartir til framtíðar,“ segir Albert Már. Vill „Beint frá býli“ í Fjörð Guðrún Sæmundsdóttir, sem hefur rekið verslunina Dala- kofann um árabil í Firði ásamt systur sinni, hefur sterkar skoðanir á brott- hvarfi vínbúðarinnar, en er einnig með hugmynd um eitthvað sem gæti komið í staðinn. „Þetta er það vit- lausasta sem hægt er að gera, að taka starfsemi úr miðbænum. Það sem við þurfum að gera er að fá „Beint frá býli“ hingað inn í Fjörð. Það er nokkuð sem gæti fengið fólkið til að koma hingað í miðbæinn.“ Beint frá býli er félag bænd sem stunda afurðasölu beint frá bónda til neytenda. Félagið hvetur til heimavinnslu afurða og er megin- markmið félagsins að tryggja fólki gæðavöru og ekki síður að varðveita hefðbundnar framleiðsluaðferðir og kynna svæðisbundin hráefni og hefðir í matargerð. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir. Gunnar axel axelsson. rósa Guðbjartsdóttir.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.