Hafnarfjörður - Garðabær - 21.03.2014, Blaðsíða 10

Hafnarfjörður - Garðabær - 21.03.2014, Blaðsíða 10
10 21. mars 2014 Viðtal við Gunnar Má Sigfússon – seinni hluti: Of mikið ruslfæði Í síðasta tölublaði birtum við fyrri hluta af viðtali við Gunnar Má Sigfússon, höfund bókanna Lág- kolvetna lífstíllinn (LKL) og LKL 2 sem báðar komu út í fyrra. Þær hafa þegar selst í yfir 13 þúsund eintökum. Gunnar Már keppti á sínum tíma í fittnes og segir að þá hafi hann virkilega þurft að skoða mataræðiið ofan í kjölinn. „Matar- æðið þar eru nánast geimvísindi svo ég prófaði nánast allt undir sólinni á eigin skinni á því tímabili og las og lærði gríðarlega mikið um hversu mikil áhrif matur getur haft á bæði líkamlega og andlega heilsu.“ Einkaþjálfari í 20 ár Þetta nýtti hann sér allt við einkaþjálfun sem hann starfaði við í 20 ár, þangað til í fyrra. „Ég hætti að þjálfa í maí á síð- asta ári og er að fara að skipta algerlega um vinnu vettvang og hlakka mikið til að takast á við nýja hluti. Ég er þó enn reglulega að halda fjögurra vikna LKL námskeið hjá Lifandi markaði sem hafa verið vinsæl. Þar held ég fyrirlestra og kenni fólk allt um LKL mataræðið til þess að uppskera góðan árangur og fólk fær matseðla og aðstoð til að komast af stað með þennan nýja lífsstíl.“ Vísindaleg nálgun Nú sér maður daglega auglýsingar um lágkolvetna þetta eða hitt, kjúkling eða jafnvel brauð. En af hverju skyldi þetta vera svona vinsælt? „ Fyrir mér er það augljóst. Það sem fólk er að gera til þess að reyna að léttast og bæta heils- una þar með er ekki að virka. Ef það væri að virka myndi enginn hafa áhuga á LKL. Málið er snúið vegna þess að framboð á hollum mat hefur aldrei verið meira. Framboð á hreyfingu og aðstoðar fagaðila eins og einkaþjálf- ara hefur aldrei verið meiri. Hlýnandi veður og aukinn áhugi á útivist eins og hjólreiðum og fjallgöngu hefur augljós- lega aukið við hreyfikvóta þjóðarinnar svo maður spyr sig af hverju erum við ekki að léttast? Við erum að horfa rangt á hlutina því vandamálið er bara ekki það að okkur vanti hollustu. Við erum og höfum síðustu 30 árin verið að reyna að borða hollan mat til þess að grenn- ast, ekki satt? Með það fyrir augum verðum við fyrst og fremst að spyrja þessarar spurningar: Hvað gerist í lík- amanum þegar ég set þetta eða hitt inn fyrir mínar varir og hvaða áhrif hefur það á fituforðann?“ Munurinn á LKL og Paleo Fyrir utan lágkolvetna lífstílinn er paleo fæði líklega það sem einna mestra vinsælda hefur notið síðustu misseri hjá þeim sem vilja létta sig og bæta heilsuna. En er munur á þessu tvennu? Já, segir gunnar Már. „Áherslan á næringarefnin eru áþekk þó Paleo sé ríflegri í ávöxtum, korni og öðrum kolvetnum. Paleo er í mínum augum meira svona lífsstíll sem aðallega er tengdur mjög aktívu fólki sem stundar stífa líkamsrækt og þarf á meira af kolvetnum að halda. LKL er hannað sem leið fyrir fólk til að léttast án þess að þurfi að fara af stað í stífa líkamsrækt til að uppskera árangur. Það hentar ekki öllum að vera í ræktinni og þess þarf ekki á LKL þó ég mæli vissulega með hreyfingu en þá einhverju sem hentar þér og þú ræður við. Borðum of mikinn sykur Breyttur lífsstíll og vinsældir lágkol- vetnalífsstílsins hafa breytt innkaupa- venjum þjóðarinnar og haft áhrif á ís- lenskan landbúnað. Stóra smjörmálið frá því fyrir jólin er skilgetið afkvæmi þesssarar lífsstílsbreytingar hja´þús- undum manna. „Mér finnst frábært að fólk er farið að kaupa hreint smjör og farið að leggja óhollum grænmetis- olíum í matargerð ekki spurning. Mér Matarsíða svavars Tveggja pósta lyftur með 3 til 5 tonna lyftigetu. B ÍLALYFTUR Til sjávar og sveita í 70 ár Höfum á boðstólum mikið úrval af lyftum og fylgihlutum fyrir allar gerðir bíla Dugguvogi 4 · 104 Reykjavík · Sími, 520 0000 · www.velasalan.isDugguvogi 4 · 104 Reykjavík Sími, 520 0000 · www.velasalan.is 4, 6 og 8 pósta lyftur með 4 til 40 tonna lyftigetu. Fjöldi auka og hjálpartækja svo sem millitjakkar, hristarar og hjólaskoðunarplattar. Niðurgrafnar lyftur. Margir möguleikar á lyftiörmum og útfærslum á lyftum. 3 til 7 tonna skæralyftur einfaldar eða tvöfaldar, einnig fáanlegar galvaníseraðar. Fjölbreytt úrval af lyfti örmum, t.d. extra lágir armar fyrir sportbíla og upphækkaðir armar fyrir grindarbíla. Áratuga reynsla starfsmanna Vélasölunnar og fjölbreytt vöruúrval, gerir Vélasöluna að einu öflugasta þjónustufyrirtæki við iðnað og sjávarútveg á Íslandi.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.