Hafnarfjörður - Garðabær - 21.03.2014, Blaðsíða 12

Hafnarfjörður - Garðabær - 21.03.2014, Blaðsíða 12
Nýtt - rafmagns lyftistólar Teg. Giulia 3 - 1 - 1 og 3 - 2 - l leður. Rafmagns lyftistólar með skemmal Reykjavíkurveg 66 220 Hafnarfirði sími 565 4100 Fjarðagötu 13 • Í Firðinum Hafnarfirði • S. 555 4420 Fermingarskórnir JessiGirl 6.995,- St. 36 - 41 Einnig til í svörtu Tamaris 12.995,- St. 36 - 41 Einnig til í svörtu ER BÍLSÆTIÐ RIFIÐ ? Viðgerðir á öllum gerðum af bíla-, mótorhjóla og snjósleðasætum. Húsbílaklæðningar og öll almenn bólstrun. Við erum þekktir fyrir fljóta og góða þjónustu. Hamraborg 5 kóp, Hamrabrekkumegin S. 544 5750 www.hsbolstrun.is Formbólstrun www.eignaumsjon.is S. 585 4800, Suðurlandbraut 30. Aðalfundur framundan? Heildarlausn í rekstri húsfélaga. Heildarlausn í rekstri húsfélaga. 12 21. mars 2014 Sumar- störf hjá Garðabæ Opnað verður fyrir umsóknir um sumarstarf hjá Garðabæ seinnipartinn í dag og verður tekið við umsóknum til 1. apríl. Fram kemur á vef Garðabæjar að í boði séu fjölbreytt störf fyrir ungmenni frá 17 ára aldri. Nú sé verið að taka í notkun nýjan ráðningarvef hjá bænum. Allir sem eiga lögheimili í Garðabæ og sækja um fá boð um starf, segir á vef bæjarins. „Sögulega óréttlátt að leggja niður Sýslumannsembættið í Hafnarfirði“ Við sem erum fædd og upp-alin í Hafnarfirði munum þá tíð að innan bæjarmark- anna var hægt að nálgast flest það sem nauðsynlegt er til heimilishalds. Ég man eftir mér í Einarsbúð með mömmu að kaupa stígvéli og í kaup- félaginu að kaupa tvinna. Öll inn- kaup voru gerð innanbæjar og ekki skundað til höfuðborgarinnar nema fyrir jól og aðra stórviðburði. Það er mikilvægt hverju bæjarfélagi að halda í bæjarbraginn sem skiptir okkur öll svo miklu máli. þegar við förum til sýslumanns hvort sem er til að endur- nýja ökuskírteini, sækja veðbókarvott- orð eða sinna öðrum erindum sem embætti sýslumanns heldur utan þá skiptir máli að við erum í okkar heimabæ og margrómuð er sú góða þjónusta sem veitt er hjá embætti Sýslumanns að Bæjarhrauni. Ég tek undir með fyrrverandi bæjarfulltrúa Árna Gunnlaugssyni sem ritar grein í Morgunblaðinu sl. þriðjudag þar sem hann segir að það sé: „ sögulega óréttlátt að leggja niður sýslumanns- embættið í Hafnarfirði sem hefur haft hér aðsetur í næstum 106 ár“. Árni Gunnlaugsson hefur verið óþreytandi að benda á þau stóru mistök sem gerð voru við lokun St. Jósepsspítala og nú skorar hann á bæjarfulltrúa að knýja fast á þingmenn að breyta frumvarp- inu þannig að sýslumannsembættið í Hafnarfirði verði viðurkennt sem sjálfstætt umdæmi sýslumanns. Ég fyrir mitt leyti tek þessari áskorun af fullri alvöru og vil að það sé skoðað hvort ekki er grundvöllur fyrir því að sú endurskoðun sem nú stendur yfir á starfsemi sýslumannsembætta verði samþætt því mikilvæga verkefni að efla miðbæinn í Hafnarfirði. Ég hef fullan skilning á því að ríkið þarf að spara og kannski er unnt að hagræða og deila verkefnum milli embætta sýslumanna og í því gætu mögulega falist tækifæri sem kæmu okkur hafn- firðingum vel til að auka umsvif í mið- bænum okkar. Væri ekki tilvalið að sú umbreyting sem fyrirhuguð er á embætti sýslumanns myndi um leið styrkja miðbæinn okkar og bæta að- gengi íbúa að þjónustu embættisins? Ef stofnunum bæjarins heldur áfram að fækka er bæjarbragurinn okkar í hættu. Áfram! Ný tækifæri í Hafnarfirði er verkefni, unnið í samstarfi við ráðgjafa og sérfræðinga hjá Hafnarfjarðabæ sem snýst um að sporna við þeirri þróun sem á sér stað þegar kemur að fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins. Samkvæmt lögum ber sveitarfélögum á Íslandi að tryggja að íbúar þess get séð fyrir sér og sínum og er tilgangur verkefnisins að upp- fylla þessi lagaákvæði með að stuðla að aukinni virkni og aðstoð til sjálfshálpar með hagsmuni og velferð einstaklings- ins að leiðarljósi. Með því að bæta þjónustu við not- endur Fjölskylduþjónustu og skapa þeim raunhæf tækifæri til innkomu eða endurkomu á vinnumarkað er verið að nýta betur það fjármagn sem bæjarfélagið ver til fjárhagsstuðnings en fyrst og fremst verið að koma í veg fyrir þá neikvæðu þróun að horfa uppá ungt fólk á aldrinum 18-25 ára festast í viðjum hins félagslegs kerfis með litla sem enga von um tækifæri á vinnu- markaði. Fjárhagsaðstoð Hafnarfjarðarbæjar hefur stóraukist frá hruni eða úr tæpum 100 milljónum í 400 milljónir ár ári og á milli áranna 2012-2013 hækkuðu greiðslur vegna fjáhagsstyrk um 30 % eða 107 milljónir. Sá hópur sem vex hvað hraðast er ungt fólk. Tillögurnar eru þríþættar: Um breytingar á skipulagi Fjölskyldur- þjónustunnar, m.a. betri greiningum á þeim sem þurfa á fjárhagsaðstoð að halda, um vinnu- og virkniúrræði sem snúa að því að bjóða vinnuhæfum einstaklingum störf með fjárhagslegum hvata og að síðustu um breytingar á greiðslum til þeirra sem hafna þátttöku í vinnu eða virkniúrræðum. Einstaklingum, sem eru metnir óvinnufærir verður tryggður möguleiki á aðstoð við endurkomu á vinnumarkað í samstarfi við VMST, starfsendurhæf- ingar VIRK og Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar, vímuefnameðferð eða önnur viðeigandi úrræði og að þeim loknum mun standa til boða starf við hæfi. Félagsleg og sálræn vandamál sam- fara löngu atvinnuleysi eru þekkt vandamál en rannsóknir sýna að fólk sem er óvinnufært lengur en í 2 mánuði skortir sjálfsöryggi, sjálfs- bjargarviðleitni og fótfestu sem getur skapað vítahring sem þarf að rjúfa. Með þessu verklagi og tillögum er tilgangurinn einmitt að sporna við því að fólk festist í vítahring þessum og finni tilgang en allir sem að ver- kefninu hafa komið og mótað hafa mannúð og virðingu fyrir einstak- lingnum að leiðarljósi. Höfundur er Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Höfundur er Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar sveitarstjórnarMál

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.