Hafnarfjörður - Garðabær - 04.04.2014, Blaðsíða 2

Hafnarfjörður - Garðabær - 04.04.2014, Blaðsíða 2
2 4. apríl 2014 Segja kynbundinn launamun innan skekkjumarka: Karlar fá þrettánda mánuðinn Enda þótt launamunur kynj-anna í Garðabæ mælist innan skekkjumarka, fá karlar sem starfa hjá bænum að jafnaði hálfum til heilum mánuði meira í árslaun en konur. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Garðabæ að launakönnun Capcacent sýni að kynbundinn launamunur hjá starfsmönnum bæjarins sé innan skekkjumarka. Karlar í fullu starfi hjá bænum fái rúmlega þremur pró- sentum hærri heildarlaun en konur í fullu starfi, þegar tillit hafi verið tekið til annarra þátta en kyns. Raunar var ekki tekið tillit til menntunar. Sam- kvæmt könnuninni eru grunnlaun kvenna hins vegar um 2 prósentum hærri en grunnlaun karla. Þegar kannað er hversu mikið skilar sér í launaumslagið fá karlar hins vegar nokkru meira en konur að jafnaði. Þannig fá karlar í 70-100 prósent starfi heilum mánaðarlaunum meira en konur á ári. Þannig munar að jafnaði 34 þúsund krónum á heildar- launum karla og kvenna á mánuði, eða um 408 þúsund krónum á ári, sem eru meðalmánaðarlaun kvenna í 70-100 prósenta starfi hjá bænum. Þegar eingöngu er miðað við 100 prósenta starf, er munurinn minni, en þó körlum í hag. Meðal karlinn fær að jafnaði sem nemur hálfum mánaðar- launum meira en meðalkonan á ári. Munurinn skýrist einkum af hærri greiðslum til karla fyrir yfirvinnu og öðrum greiðslum. Könnuð voru laun hjá fólki í 70-100 prósent starfi í október í fyrra. Þetta átti við 112 karla og 449 konur. www.eignaumsjon.is S. 585 4800, Suðurlandbraut 30. Aðalfundur framundan? Heildarlausn í rekstri húsfélaga. Heildarlausn í rekstri húsfélaga. Átak gegn heimilis- ofbeldi Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam-þykkti í vikunni að undirbúið yrði í sértakt átak gegn heim- ilisofbeldi. Í því skyni verði leitað samstarfs við sveitarfélög, lögregluna, auk grasrótar- og stuðningssamtaka. Hugmyndin er að auka samtarf og bæta verklag til að taka á þessum málum. Sérstaklega á að horfa til árangurs á Suðurnesjum í þessum efnum. Framsóknarmenn útiloka ekkert Ágúst Garðarsson, oddviti framsóknarmanna fyrir bæj-arstjórnarkosningarnar í vor, segir að Framsóknarflokkurinn vilji fyrst og fremst hafa áhrif í bænum „og taka þátt í því samvinnuverkefni að gera bæjarfélagið að betra samfélagi.“ Spurður um hvort hann stefni á bæjar- stjórastólinn segir hann að framboðið fyrir sér snúist ekki um að „sækja völd“. Framsóknarflokkurinn mælist með upp undir tíu prósenta fylgi í Hafnar- firði, ef marka má könnun Félagsvís- indastofnunar Háskólans, sem birtist í Morgunblaðinu fyrir mánuði. Ágúst segir að framsóknarmenn muni ekki útiloka samstarf með neinum fyrir kosningar. „Það er ein- faldlega af þeirri ástæðu að við lítum svo á að þetta sé samvinnuverkefni að gera bæjarfélagið betra. Við verðum að vinna saman að því verkefni,“ segir Ágúst Garðarsson. Sjá viðtal bls.8. Bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla: Skiptar skoðanir bæjarfulltrúa Skiptar skoðanir eru meðal bæj-arfulltrúa um hvernig brúa eigi bilið milli þess þegar fæðingar- orlofi lýkur og þegar leikskólinn tekur við. Alþingi hefur samþykkt þingsá- lyktunartillögu um að sveitarfélög vinni áætlanir um hvernig þessu verði háttað. „Mér finnst að það sé eðlilegt að brúa bilið, en spurningin er um fjármagn til þess,“ segir Guðrún Ágústa Guð- mundsdóttir, bæjarstjóri og bæjarfull- trúi Vinstri grænna. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarráðsfull- trúi Sjálfstæðisflokksins og oddviti sjálf- stæðismanna, segir það góðra gjalda vert að stefna að því að börn komist inn á leikskóla um tólf mánaða aldur. „En ég er ekki hlynnt því að sveitarfélögin verði skikkuð til þess.“ Gunnar Axel Axelsson, oddviti Sam- fylkingarinnar, segir brýnt að marka skýra stefnu í málinu. „Við höfum lagt allt kapp á að halda uppi sama þjón- unstustigi og áður og færa okkur hægt i áttina að því að yngri börn geti notið leikskólagöngu.“ Sjá umfjöllun bls. 12. Klarínettukvartettinn verðlaunaður Klarínettukvartett Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hlaut verðlaun á lokahátíð Nótunnar sem haldin var nýlega í Eldborgarsal Hörpu. Viðurkenning kvartettsins var fyrir framúrskarandi flutning í flokknum samspil í framhaldsdeild. Nótan er uppskeruhátíð tónlist- arskólanna og komu um 200 tón- listarnemendur fram á hátíðinni í Eldborgarsalnum, auk um hundrað nemenda til viðbótar sem léku tónlist á göngum Hörpunnar meðan hátíðin stóð. Klarínettukvartettinn skipa Eyrún Björg Guðjónsdóttir, Líf Hallgríms- dóttir, Markús Bjartur Steinarsson og Ragnar Már Jónsson. Ármann Helga- son klarínettukennari hefur verið þeim til halds og trausts. Flensborg í úrslit Ræðulið Flensborgarskólans er komið í úrslit í Morfís, ræðu-keppni framhaldsskólanna annað árið í röð. Liðið mun keppa við ræðulið Menntaskólans við Sund í Háskólabíói. Flensborg sigraði Menntaskólann á Akureyri í undanúrslitum. Þar var deilt um „forræðishyggju“ og mælti Flens- borg á móti. Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, úr liði Flensborgar, var þá valin ræðu- maður kvöldsins. Með henni í liðinu eru Aron Kristján Sigurjónsson, Magni Sigurðsson, og Jón Gunnar Ingólfsson. Tvöfalt meira vöruúrval Vöruúrval í nýrri verslun ÁTVR við Helluhraun er tvöfalt meira en í versluninni sem nýlega var lokað í Firði. Nokkur styrr hefur staðið um- þennan flutning á ríkinu, enda ljóst að umferð um verslunarmiðstöðina Fjörð minnkar verulega í kjölfarið, sem kemur sér augljóslega illa fyrir verslunareigendur þar. Ari Blöndal Eggertsson, verslunarstjóri í nýju versluninni Álfrúnu, segist hins vegar ekki finna fyrir neinum pirringi hjá viðskiptavinunum. „Aðkoman er auð- veldari og það er strax miklu meira að gera en var í Firði,“ segir hann. En söluaukningin helst líka í hendur við jákvætt viðhorf. „Viðbrögð viðskipta- vinanna hafa líka verið mjög jákvæð. Við höfum ekki heyrt í neinum sem ekki er ánægður með nýju búðina.“ Hann segir starfsfólkið að sama skapi ánægt og að vinnuaðstaðan á nýja staðnum sé betri. „Okkur líður öllum mjög vel og enginn vill fara til baka.“ Sjá bls.10-11. Úrslit í „Veistu svarið“ Lið Áslandsskóla og Öldutúnsskóla keppa í kvöld til úrslita í spurn- ingakeppni grunnskólanna „Veistu svarið“. Keppnin fer fram í Hamarssal í Flensborg og hefst klukkan 20. Í keppninni sem hófst snemma í mars hafa lið frá unglingadeildum grunn- skólanna att kappi, ásamt áttunda liðinu úr Vogum. Keppt er í hraðaspurningum, vís- bendingaspurningum, bjölluspurn- ingum, hljóðdæmi og þríþraut. Lið Öldutúnsskóla vann lið Hval- eyrarskóla í undanúrslitum 28-19 og Áslandsskóli vann Setbergsskóla 31- 24, en undanúrslitaviðureignirnar fóru fram 24. mars. Frá undankeppninni. Þessi mynd úr skýrslu Capacent sýnir samsetningu launa eftir kynjum. Grunnlaun kvenna eru hærri, en karlar fá umtalsvert hærri yfirvinnugreiðslur og aðrar greiðslur. Mynd: FSA. Klarínettukvartettinn hlaut verðlaun. Morfíslið Flensborgarskóla.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.