Hafnarfjörður - Garðabær - 04.04.2014, Blaðsíða 8

Hafnarfjörður - Garðabær - 04.04.2014, Blaðsíða 8
8 4. apríl 2014 Oddviti Framsóknarflokksins: Bjarsýnn fyrir hönd framsóknar „Ég tel að það sé vilji hjá bæjarbúum að gefa nýju fólki og nýjum hug- myndum tækifæri,“ segir Ágúst Garðarsson oddviti Framsóknarflokksins, sem segist vera bjartsýnn fyrir hönd Framsóknarflokksins. Flokkurinn hefur mælst með upp undir tíu prósenta fylgi, en í síðustu kosningum hlaut flokkurinn um 6,6 prósent atkvæða og náði ekki inn manni. Tímarnir breytast Ágúst er fæddur og uppalinn í Hafnar- firði, en hann á föðurætt að rekja til Ísafjarðar. Hann segist hafa verið fastagestur í Sjólastöðinni þegar hann var strákur, en þar vann pabbi hans sem verkstjóri. „Sú minning, þegar höfnin iðaði af lífi, er skemmtileg. Það var gaman að fá að upplifa þennan tíma þó svo að sjálfur hafi ég ekki verið ýkja gamall. Það er hálf leiðinlegt að sjá hvernig komið er fyrir sjávarþorpinu Hafnarfirði í dag. En svona er þetta, tímarnir breytast og þróast og ný tæki- færi myndast,“ segir Ágúst. Hann er áhugamaður um boltaíþróttir, elda- mennsku og golf, auk þess að verja tíma með fjölskyldunni, en hann á soninn Hafstein Þór, með konu sinni Áslaugu Maríu Jóhannsdóttur. Hann er stúdent frá Flensborgar- skóla, BA í stjórnmálafræði frá HÍ og stundar nú MPM nám í verk- efnastjórnun við Háskólann í Reykjavík og segist líka vel. Aðspurður um áhrifavalda í lífi hans, þá nefnir hann annað fólk, foreldra sína sérstaklega, og það sem hann hefur tekið sér fyrir hendur fram að þessu. „Það hefur líka mótað mig og haft mikil áhrif á mig er að verða faðir. Það er engin rómantík eða ósannindi á bakvið það – heldur staðreynd. Að sjá barnið sitt vaxa og dafna er ólýsanleg tilfinning. Ég hef alltaf þótt nokkuð gömul sál, sem hlustar á gamalt íslenskt gæðapopp og horfi á 10 fréttir með popp og kók, en við það að vera faðir er ég viss um að ég hafi elst og þroskast um mörg ár. Þetta hlutverk er mér mik- ilvægt, það allra mikilvægasta í lífinu og ég ætla að standa mig vel í því.“ Frjálslynd hugmyndafræði En að pólitíkinni. Ágúst segist alltaf hafa haft mjög mikinn áhuga á þjóðfé- lagsmálum almennt „og ég hef ákveðna sýn á samfélagið og hvernig ég sé það fyrir mér“, segir hann. En hvernig myndir þú þá lýsa þínum grundvallarhugsjónum? „Samvinna og jöfnuður er mín hug- myndafræði. Sjálfur aðhyllist ég frjáls- lynda hugmyndafræði og tel best að fá niðurstöðu með samvinnu ólíkra afla og hagsmuna. Slík samvinna þarf að byggjast á virðingu og heiðarleika. Með þessu getum við breytt rétt og byggt upp betra samfélag. Fólk og velferð þess þarf og á að vera í öndvegi þess samfé- lags sem við ætlum að byggja upp hér í Hafnarfirði á næstu árum.“ Fjárhagsstaðan slæm Aðspurður um þrjú brýnustu málin sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar þarf að takast á við, segir hann erfitt að binda sig við aðeins þrennt. „Fjármál, ferðamál, íþrótta- og tómstundamál, skólarnir, velfarðar- mál, þjónusta, atvinnu- og skipulags- mál eru allt mikilvægir málaflokkar. Fjárhagsstaða bæjarins er slæm. Það er engum blöðum um það að fletta. Það er auðvitað mál sem þarf að taka og bæjaryfirvöld hafa þegar hafið þá vinnu að einhverju leyti. Þeirri vinnu verður að halda áfram og ég er viss um að þeir sem koma til með að taka við stjórnun bæjarins muni leita allra ráða til þess að gera rekstur bæjarins eins hagkvæman og mögulegt er. Skuldir og skuldbindingar sem hlutfall af tekjum er um 201% í lok árs 2013 ef horft er á drög að ársreikningi,“ segir Ágúst. Vill efla ferðaþjónustu Hann segir framsóknarmenn jafnframt vilja auka þjónustu við bæjarbúa og segir mikið svigrúm til þess, sé tekið mið af þjónustukönnun Capacent, sem gerð var í nóvember. Þar hafi bærinn fengið falleinkunn á mikilvægum sviðum. „Atvinnu- og skipulagsmál í bænum er mikilvæg viðfangsefni. Við höfum einnig mótað mjög skýra sýn á Krýsuvíkursvæðið til framtíðar. Atvinnuleysi meðal yngri kynslóðar- innar í Hafnarfirði er eitthvað sem þarf að bregðast við. Efla þarf ferðaþjón- ustuna í bænum til muna og þar eru mikil tækifæri. Við höfum gríðarlegt magn af fallegum svæðum, flottum veitingahúsum og fjöldan allan af af- þreyingu fyrir túrista. Þetta þarf að nýta mikið mun betur. Þar getum við nefnt sem dæmi: Helgafellið, Valaból, Hvarleyrarvatn, golfklúbbinn Keili, ýmsa afþreyingu og veitingastaði og margt margt fleira. Nú er stefnumót- unarvinna í fullum gangi hjá mínum flokki og ætti sú vinna að klárast um miðjan apríl.“ Til lengri tíma nefnir Ágúst fjár- hagsstöðu bæjarsins, menntakerfi, atvinnulíf, íþrótta- og tómstundastarf fyrir alla, góða þjónustu við bæjarbúa og gott velferðarkerfi „Það er ómögulegt að gera upp á milli þessara mála. Eflaust væri hægt að telja upp miklu fleiri málaflokka sem eru mikilvægir og ekki síður mik- ilvægari en þessir sem ég hef talið hér upp.“ Nýtt fólk - Ertu bjartsýnn fyrir hönd Framsóknar- flokksins í Hafnarfirði nú í vor? „Já, ég get ekki sagt annað. Ég tel að það sé vilji hjá bæjarbúum að gefa nýju fólki og nýjum hugmyndum tæki- færi. Ég tel að þegar talið verður upp úr kjörkössunum í vor muni málefnin og einstaklingarnir standa uppi. Ég verð þó að taka það fram að ég ber fulla virðingu fyrir frambjóðendum annarra flokka í bænum og fagna þeim fjölmörgu einstaklingum sem tilbúnir eru til þess að vinna fyrir bæjarfélagið og taka þátt í því verkefni að móta sam- félagið næstu árin. Það er ekkert nema ánægjulegt – en sýnir jafnframt fram á ákveðna óánægju með stjórnun bæj- arfélagsins undanfarin ár. Það verður bara að segjast eins og er.“ Áhrif ríkisstjórnarinnar Ágúst segir erfitt að segja til um hvaða áhrif það hafi á gengi Framsóknar- flokksins í Hafnarfirði í vor, að flokk- urinn eigi sæti í ríkisstjórn. „Ég geri mér ekki grein fyrir því hvernig þessi mál muni þróast á næstu vikum. Við hugsum fyrst og fremst um okkur og málefni Hafnarfjarðar. En það er auðvitað alltaf þannig að þegar flokkar setjast í ríkisstjórn þá getur það gerst að ákveðin óánægja með þeirra ákvarðanatökur blossi upp og það muni að einhverju leyti bitna á flokkunum í sveitarstjórnarmálum. Það er ósann- gjarnt en að vissu leiti skiljanlegt. Eftir allt sem undan er gengið í okkar sam- félagi tel ég mikla köllun eftir heiðar- leika, rétt- og víðsýni. Það kristallast kannski í viðbrögðum þjóðarinnar við ESB málsmeðferðinni. Ég fagna því að einstaklingar noti þann lýðræðislega rétt sinn til að mótmæla og láti í sér heyra. Það er gríðarlega mikilvægt í lýðræðissamfélögum nútímans.“ Hann segist hins vegar vera hugsi yfir „hent- ugleikapólitík“. „Stjórnarandstaðan ætlar að nota sér þetta mál til hins ítrasta og hugsar sér gott til glóðarinnar í sveitarstjórn- arkosningunum í vor. En ég spyr, hvar voru þessar sömu raddir árið 2009? Að hvetja fólk út á Austurvöll og hefja undirskriftarsöfnun vegna orða Stein- gríms J. daginn fyrir kjördag? Í þætti á RÚV tók hann þá skýrt fram að hans flokkur myndi aldrei fara í viðræður við ESB. Ekkert gerðist. Hvar voru þessar sömu raddir í ICESAVE mál- inu? Það mál átti að keyra í gegnum þingið án þess að ræða við þjóðina og ekki þótti það neitt tilkomumál á þeim tíma. Ég ætla ekki að réttlæta neitt, heldur er ég einungis að benda á hræsnina í þessu öllu saman. Það er að mínu mati gamaldags pólitík að ætla sér að keyra mál í gegn án þess að hafa nokkurt samráð við þjóðina í jafn stórum málum og þeim sem ég hef talið upp. Ég dreg ekkert undan og skil engan flokk eftir – þetta á við um alla.“ Vill að fólk sjái hið jákvæða Hann segist jafnframt vonast til þess að fólk sjái „það jákvæða sem ríkis- stjórnin hefur gert,“ og vísar til þess að frumvörp ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu skulda séu komin fram. Hann segir einnig að nú lækki skattar hóflega og í skrefum. Fjölskyldan finni fyrir því, til að mynda hafi verð á bl- eyjum lækkað umtalsvert og það muni um minna. „Kaupmáttur og hagvöxtur eru að aukast og atvinnuleysi er að minnka. Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins eru jákvæðari og bjartsýnni en áður. Þetta er jákvæð þróun fyrir okkur öll og við þurfum að vera duglegri að auglýsa og kynna þá góðu hluti sem núverandi ríkisstjórn stendur fyrir.“ SveitarStjórnakoSningar 2014

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.