Hafnarfjörður - Garðabær - 01.05.2014, Blaðsíða 6

Hafnarfjörður - Garðabær - 01.05.2014, Blaðsíða 6
6 1. maí 2014 Bækurnar sem maður verður að eiga Erlendar rannsóknir sýna að alnetið hefur breytt því hvernig við notum matreiðslubækur og uppskriftir. Skipta má þessari notkun í þrennt. Í fyrsta lagi notar fólk netið heilmikið, en þá kannski fyrst og fremst þegar það er að leita að einhverju sérstöku, t.d. ákveðinni uppskrift. Í öðru lagi notar fólk það sem kalla mætti „fínni“ matreiðslubækur við að undirbúa matarboð eða stórhátíðir. Þetta eru fallegu myndabækurnar sem fólk flettir til að fá hugmyndir og innblástur. Það sem þú átt að vita en mannst ekki Í þriðja lagi eru svo uppflettiritin. Þetta eru bækurnar sem maður grípur til að sjá hversu margar mín- útur þarf til að eggin verði linsoðin, hvernig búa á til gamaldags plokkfisk o.s.frv. Í þessum flokki eru bækur eins og Við matreiðum eftir Önnu Gísladóttur og Bryndísi Steinþórs- dóttur, Unga fólkið og eldhússtörfin eftir Vilborgu Björnsdóttur og Þor- gerði Þórgeirsdóttur og Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur. Allar hafa verið endurútgefnar trekk í trekk en bók Helgu kom fyrst út árið 1947 og hinar á áttunda áratugnum. Allar eru þær til á Bókasafni Hafnar- fjarðar. Ný, ódýr og nauðsynleg Nú hefur ný og handhæg bók bæst í þennan flokk ómissandi hand- bóka í eldhúsið. Sú er eftir Magnús Inga Magnússon matreiðslumann og heitir Eldhúsið okkar – Íslensku hversdagskræsingarnar. Þetta er lítið, fallegt og handhægt kver smeð upp- skriftum að fiskibollum, grjónagraut, grís með puru og ýsu í raspi. Bókin er einföld, aðgengileg og ódýr – er víðast til sölu á um þúsund krónur. Áratugareynsla í litlu kveri Magnús Ingi hefur áratuga reynslu sem matreiðslumaður. Hann hefur unnið á ýmsum veitingastöðum bæði hér og erlendis – og rekið nokkra þeirra síðan 1988. Þá hefur hann eldað ofan i gesti í veiðihúsum og hann sá um tíma um tólf opinber mötuneyti. Nú er Magnús Ingi með Sjávarbarinn og Texasborgara úti á Granda, auk þess að stjórna sjón- varpsþáttum á ÍNN. Þættirnir eru orðir 120 talsins. Fyrir alla sem vilja venjulegan mat Matarblaðamaður hitti höfundinn og spurði hann út í það fyrir hverja bókin væri hugsuð? „Fyrir fólk sem vill geta borðað venjulegan, einfaldan, hollan og gamaldags mat“ svavar Magnús Ingi. „Matur er mitt líf og hvaða kokk langar ekki að gefa út bók og miðla reynslu sinni?“ bætir hann við. Bókin er búin að vera í þrjú ár í bígerð en hver einast réttur er hins vegar þraut- reyndur og prófaður á þúsundum við- skiptavina í gegnum árin. Ætti að vera til á hverju heimili. Bókin er skemmtilega uppsett á ein- faldan og aðgengilegan hátt eins og hæfir efninu. Auðvelt er að leita, enda bókinni skipt í efniskafla eins og fisk- meti, sósur og meðlæti og sunnudags- steikin. Góð ráð og ábendingar frá höfundi og skemmtilegar teikningar Halldórs Baldurssonar bæta svo enn um betur. Þetta er löngu tímabært framhald eldri bóka þeirra Önnu, Vil- borgar og Helgu. Engir foreldrar ættu að hleypa börnum sínum út í lífið án þess að vera með eintak þessari ágætu bók í farteskinu. Eiginlega má segja að hún ætti að vera til á hverju heimili. HREINSUNAR 5. og 6. maí DAGAR Hafnarfjarðarbær hvetur Hafnfirðinga til að hreinsa lóðir sínar og garða á árlegum hreinsunardögum bæjarins. Jafnframt eru íbúar hvattir til að hreinsa nærumhverfi sitt í leiðinni. Hjálpumst að við að halda bænum okkar hreinum. Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðar fara um bæinn á meðan á hreinsunardögum stendur og fjarlægja garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk. Vinsamlegast athugið að setja ekki of mikið í pokana svo þeir verði hvorki of þungir eða geti rifnað. Að hreinsunardögunum loknum er hægt að fara með garðaúrgang til endurvinnslustöðva SORPU og Gámaþjónustunnar. Nánari upplýsingar eru á www.hafnarfjordur.is. FAllEGUR bæR ER okkUR kæR! GRæNUPPlAGT! MatarSíða SvavarS svavar@islenskurmatur.is „matur er mitt líf,“ segir magnús Ingi magnússon matreiðslumaður sem hefur gefið út kver með íslenskum hversdagskræsingum. Þessar bækur eru ómissandi og séu þær ekki til heima er hægt að fá þær á bókasafninu. Fjölbreytt dagskrá Verkalýðsfélagið Hlíf stendur fyrir fjölbreyttri dagskrá í Hafnarfirði í dag, á baráttudegi verkalýðsins. Safnast verður saman framan við ráðhúsið í Strandgötu klukkan hálftvö en kröfuganga leggur af stað klukkan 14. Fundur verður haldinn í Hraunseli, Flata- hrauni 3, klukkan hálfþrjú, en ræður flytja Linda Baldursdóttir varafor- maður Hlífar og Karl Rúnar Þórs- son, formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar. Eftir það verða flutt ýmis skemmtiatriði, en grínistinn Ari Eldjárn stígur á stokk, svo eitt- hvað sé nefnt.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.