Hafnarfjörður - Garðabær - 16.05.2014, Blaðsíða 4

Hafnarfjörður - Garðabær - 16.05.2014, Blaðsíða 4
4 16. maí 2014 HAFNARFJÖRÐUR / gARÐAbæR 9. TbL. 4. ÁRgANgUR 2014 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is, Veffang: fotspor.is, Ritstjóri: Ingimar Karl Helgason, sími: 659-3442 netfang: ingimarkarlhelgason@gmail.com, Matarblaðamaður: Svavar Halldórsson. Sími. 869-4940. Netfang. svavar@islenskurmatur.is, Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 13.500 eintök. dreifing: Póstdreifing. Fríblaðinu er dreiFt í 13.500 e intökum í allar íbúðir í HaFnarFirði / Garðabæ Sanngjarnar kröfur kennara og réttmætar aðgerðir þeirra hafa ekki fengið verðskuldaða athygli. Öllu meiri athygli hefur fengið verkfall flugmanna.Það hefur heyrst í þeirri umræðu að flugmenn eigi ekkert með að fara í verkfall. En svoleiðis þarf að hugsa lengra. Telur íslenskur almenningur að það væri rétt að tekjutengja verkfallsréttinn? Verkfallsréttur, neyðarúrræði í kjarabaráttu, er grunnréttur. Þennan rétt höfum við flest. Mikilvægt er að allir standi vörð um hann. Og er ekki eðlilegt að launafólk geri kröfu um að vera metið að verðleikum? En hvað er það í okkar samfélagi sem gerir að verkum að við látum réttmætar kröfur kennara sem vind um eyru þjóta, enda þótt þeirra starf sé eitt það mikilvægasta í samfélaginu? Í landinu öllu sátu um 43 þúsund nemendur heima í gær og búast má við öðru eins tvo aðra daga í mánuðinum. Launin eru almennt lág. Tugir staða eru auglýstar, því fólk leitar annað. Meðalaldur kennara er hár. Dregið hefur úr aðsókn í kennaranámið. Menntun er undirstaða og grunnur framtíðarinnar. Kennarinn er lykilmaður. Við þurfum að taka höndum saman um að viðurkenna mikilvægi hans og láta umræðuna snúast um samfélagið í heild og framtíð þess. Við eigum ekki að láta tímabundin óþægindi eins og verkfall flugmanna setja allt á annan endann, og heldur ekki láta glepja okkur til að afsala okkur réttindum eða tekjutengja þau. Verri hugmyndir hafa vart heyrst. Skynsamlegra væri að beina sjónum að kennurunum. Það er löngu kominn tími til þess að þeir verði metnir að verðleikum og að kjör þeirra endurspegli mikilvægi þeirra í samfélaginu, bæði í nútíð og um alla framtíð. Ingimar Karl Helgason Tekjutengdur verkfallsréttur? Leiðari Hreinn bær - okkur kær Eldri hafnfirðingar kannast við þetta slagorð, Hreinn bær- okkur kær frá gamalli tíð en nú fyrir þessar kosningar eru þetta einmitt einkunnarorð Sjálfstæðisflokksins í umhverfis og hreinsunarmálum. Sjálfstæðisflokk- urinn vill að Hafnarfjörður verði í forystu sem umhverfisvænt sveitar- félag. Við viljum að fegrun bæjar- ins, hreinsun stíga og opinna svæða verði sett í forgang ásamt því að ljúka frágangi og fegrun í nýjum hverfum. Við eigum yndislega fallegan bæ en það er skuggi á bæjarbragnum að of mikið rusl er víða um bæinn. Fjöl- mörg græn svæði eru í bænum sem þarf að sinna betur þannig að þau séu bæjarprýði og nýtist til útiveru fyrir bæjarbúa. Síðasta vetur var hálka til mikilla trafala fyrir bæjarbúa en klakabunkar lágu yfir bænum í margar vikur og árið á undan var einstaklega snjó- þungt. Gera þarf bragarbót og auka fjármagn til snjómoksturs og hálku- varna þannig að bæjarbúar komist klakklaust á milli staða, bæði akandi og gangandi vegfarendur. Sú for- gangsröðun sem notast hefur verið við undanfarin ár er ekki viðunandi þjónusta og það þarf að gera betur fyrir bæjarbúa. Hjólreiðar og hlaupahópar Margir vilja nota reiðhjól sem sam- göngutæki og þá skiptir miklu máli að betur sé hugsað um sópun á stígun til að fyrirbyggja slys sem geta orðið ef til dæmis glerbrot fara í hjólbarða og ennfremur er mikil gróska í almenn- ingsíþróttum í bænum og fjölmennir hlaupahópar nota stíga mikið til æf- inga. Strandstígurinn er ákaflega vin- sæll hjá öllum aldurshópum til göngu- ferða og útiveru en það þarf að sinna honum betur og ljúka lagningu hans og því stefnum við sjálfstæðismenn að. Gleðilegt sumar kæru hafnfirðingar! Atvinna er okkar mál Atvinna og verðmætasköpun eru forsendur þess að unnt sé að halda uppi hagsæld og velferð. Í komandi bæjarstjórnarkosn- ingum munu Hafnfirðingar meðal annars horfa til atvinnumála þegar ákveðið verður hverjir fari með stjórn bæjarins næstu fjögur árin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina verið málsvari þess að efla atvinnulíf, styðja frumkvöðla og framtak einstaklinga og fyrirtækja. Stuðningur annarra stjórnmálaflokka við þessi sjónarmið hefur verið brokk- gengur og er skemmst að minnast þess er bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar veigruðu sér við að taka afstöðu þegar stærsta fyrirtæki bæjarins leit- aði eftir samstarfi um að efla starf- semi sína í Hafnarfirði. Fyrir vikið urðu bæjarbúar af samgöngubótum við Reykjanesbrautina, frágangi háspennulína við Vellina, auknum atvinnutækifærum í hátækni, vel launuðum störfum og efnahagslegum ávinningi. Það er hlutverk kjörinna fulltrúa að vinna með þau margvíslegu sjónarmið sem koma upp í málum af þessu tagi og öll geta haft nokkuð til síns ágætis, leiða málin til lykta, taka afstöðu og standa skil á henni gagn- vart kjósendum. Þegar við horfum til framtíðar er ljóst að Hafnarfjörður býr yfir eins- tökum tækifærum í atvinnumálum. Bærinn er staðsettur í þjóðbraut milli höfuðborgarinnar og alþjóðaflug- vallarins í Keflavík, með höfn sem býður upp á flutninga með vörur og siglingar með farþega til og frá bænum. Við búum að auðlindum orku og vatns, og náttúru sem mikilvægt er að um- gangast og nýta af hófsemi og framsýni. Fyrir næsta kjörtímabil munum við sjálfstæðismenn setja atvinnumál í Hafnarfirði í forgang. Við munum hefja átak í atvinnuþróun í bænum, þar sem Hafnarfjörður verður mark- aðssettur með virkum hætti til þess að bjóða nýjum fyrirtækjum að setj- ast hér að. Fyrirtæki hafa mismunandi þarfir, starfsemi þeirra og vöxtur er mismunandi, og mikilvægt er að miða sölu, verðlagningu og skilmála lóða við þarfir hvers og eins. Þannig hafa t. d. smáfyrirtæki aðrar þarfir en stærri fyrirtæki og það sama má segja um sprotafyrirtæki í nýjum greinum eða hin sem starfa í hefðbundnari atvinnu- starfsemi. Taka þarf tillit til þessara mismunandi þarfa og aðstæðna og styrkja þarf stjórnsýslu bæjarins til þess að sinna betur atvinnulífinu, bæði því sem fyrir er og þeim sem hingað eiga eftir að sækja. Við sjálfstæðismenn horfum með bjartsýni til komandi tíma, enda höfum við allar forsendur til að byggja hér upp blómlegt atvinnulíf í góðri sátt við íbúa bæjarins, náttúru og umhverfi. Við höfum þá reynslu og höfum haldið uppi þeim málflutningi í bæj- arstjórn sem við leggjum til grund- vallar breytingum í vor. Við þurfum ekki systurflokkana á vinstri vængnum til að sameinast um að fylla 16 ár í meirihluta í Hafnarfirði. Höfundur er Kristinn Andersen, verkfræðingur og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði Höfundur er Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Húsnæðismálin: Raunhæfar lausnir Ef vilji er til þess hér á landi að byggja upp leigumarkað til framtíðar, þar sem fólki stendur til boða öruggt húsnæði á hagstæðum kjörum, þá verða stjórnvöld að marka sér skýra stefnu í þá átt, sveitarfélögin ekki síður en ríkið. Samfylkingin leggur áherslu á að sveitarfélögin leggi sitt af mörkum til þess að skapa raunhæfar lausnir á hús- næðismarkaði. Með samstilltu átaki er hægt að mæta stöðu leigjenda mun betur en gert er í dag. Fyrsta skrefið á þeirri leið er að sveitarfélögin setji sér skýra og afdráttarlausa stefnu um upp- byggingu, horfist í augu við stöðuna eins og hún er og leiti sem breiðastrar samstöðu um raunhæfar lausnir. Við verðum líka af áhuga á það sem aðrir hafa til málanna að leggja, meðal annars Alþýðusambandið sem hefur kynnt áhugaverðar tillögur um samstarfsverkefni sem miðar að því að byggja upp hagkvæmt leiguíbúða- kerfi sem stendur öllum til boða, óháð efnahag. Á þeim grunni geta skapast tækifæri til að byggja upp fjölbreytt húsnæðiskerfi fyrir alla. Horfum á stóru myndina Samfylkingin vill taka þátt í slíkum verkefnum, beita skipulagsvaldi sveitarfélagsins til að stuðla að því að vítt og breytt um bæinn verði byggðar íbúðir sem samræmast kröfum þeirra sem vilja litlar- og meðalstórar íbúðir. Við horfum á stóru myndina og teljum að samhliða þurfi að að efla almenn- ingssamgöngur til að stytta þann tíma sem íbúar þurfa að verja í ferðir milli lykilsvæða á höfuðborgarsvæðinu, og vinna að þéttingu byggðar. Lausnir í samræmi við nútímann Við viljum alvöru lausnir og alvöru uppbyggingu leiguhúsnæðis í bænum í takt við nútímann og hugmyndir og þarfir íbúa Hafnarfjarðar í dag. Við viljum mæta ólíkum þörfum með fjölbreyttum lausnum og við viljum vinna með íbúunum og fulltrúum allra stjórnmálaflokka að því að skapa sam- stöðu um leiðir að því markmiði. Höfundur er Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Skemmtilegri Hafnarfjörð Ég gladdist innilega um daginn við þá frétt að menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar samþykkti að ganga til samninga við Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar um rekstur á Bæjarbíói. Að sjá fleiri viðburði og meira líf í bíóinu finnast mér frábærar fréttir, því að meira líf í bæinn er það sem Hafnarfjörð vantar. Í fjárhagserfiðleikum fá menning og listir fljótt að finna fyrir niður- skurðarhnífnum og er það kannski vel skiljanlegt en til lengdar er þess háttar samfélag ansi snautt og lífsgæði íbúa þess einnig verulega skert. Víst er ýmislegt vel gert í bænum sem snýr að því að reyna að lífga upp á bæinn, 17. júní í fyrra var mjög vel heppnaður, Austugötuhátíðin sömuleiðis, Víkingahátíðin vex og dafnar og Jólaþorpið setur svip á bæ- inn en ég verð að viðurkenna að ég vil meira. Það væri frábært að þurfa ekki að sækja nánast alla skemmtun út fyrir bæjarmörkin. Ég vil hlusta á fleiri tónleika í Hafnarborg. Ég vil að bærinn komi til móts við listamenn með því að auðvelda þeim aðgengi að húsnæði í eigu bæjarins þar sem halda mætti viðburði. Ég vil hampa æsku bæjarins og greiða aðgengi hennar að tónleika- stöðum svo að ég verði búin að upplifa hana sjálf áður en þau slá í gegn í Mús- íktilraunum. Ég vil uppistand, tónleika og fleiri bíósýningar í Bæjarbíó. Ég vil hafnfirskar hönnunar- og listasýn- ingar. Ég vil þaulhugsað skipulag sem kemur að því að efla menningu og líf í bænum. Ég vil einfaldlega skemmtilegri Hafnarfjörð. Höfundur er Helga Björg Arnardóttir, situr í 5. sæti á lista Bjartrar Framtíðar í Hafnarfirði. SveitarStjórnarmál

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.