Hafnarfjörður - Garðabær - 16.05.2014, Blaðsíða 6

Hafnarfjörður - Garðabær - 16.05.2014, Blaðsíða 6
16. maí 20146 SveitarStjórnakoSningar 2014 Einstök gæði á góðu verði og vaxtalaus greiðsludreifing í 12 mánuði Eldhúsinnréttingar Þín veröld XE IN N IX 1 3 02 0 02 Innréttingar Skrifstofuhúsgögn BoConcept Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Hafnarfirði: Trú hugsjóninni um velferð, jafnrétti og samvinnu „Það sem skiptir mig mestu máli er að vinna að því að tryggja velferð allra bæjarbúa og að starfsemi og rekstur bæjarins sé í sátt við umhverfið og stuðli að góðu mannlífi fyrir alla,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og oddviti Vinstri grænna. Guðrún Ágústa er Hafnfirðingur í húð og hár, fædd á Sólvangi árið 1966 og hefur lengst af búið í bænum. Hún gekk í Öldutúnsskóla og síðan í Flens- borg. Hún og maður hennar Einar Áskelsson eiga saman fimm börn, og einn ömmustrák. Guðrún Ágústa er bókmenntafræðingur og á að auki að baki framhaldsnám í blaðamennsku og kennsluréttindum. Hún hefur starfað við blaðamennsku, útgáfu og kynningarmál, sem forvarnarfulltrúi auk kennslu við Flensborgarskólann. Hún var kjörinn bæjarfulltrúi árið 2006 og svo aftur í síðustu kosn- ingum og hefur síðan unnið að bæj- armálunum í fullu starfi. Velferð, jafnrétti og samvinna Hún segir að kjörtímabilið hafi verið erilsamt en góður árangur hafi náðst í mörgum málum. „Bæði ég sem bæjarstjóri og full- trúar okkar Vinstri grænna í nefndum og ráðum bæjarins höfum lagt okkur fram um að vera trú hugsjónum okkar um velferð, jafnrétti og sam- vinnu. Verkefnin á þessu kjörtímabili hafa verið bæði flókin og krefjandi en okkur hefur tekist að stórbæta fjárhag Hafnarfjarðar með gagn- gerri endurskipulagningu á rekstri, stjórnun og endurfjármögnun lána bæjarins. Ég vona því að bæjarbúar séu sáttir við það hvernig til hefur tekist og að okkur gefist tækifæri til að halda áfram að byggja upp enn betra samfélag næstu fjögur árin,“ segir Guðrún Ágústa. Uppeldið mótaði viðhorfin - En hver er bakgrunnur þinn í stjórn- málum? „Ég hef alltaf haft áhuga á stjórn- málum og verið félagsmálamanneskja. Ég er líka alin upp á mjög pólitísku heimili. Móðir mín var bæjarfulltrúi fyrir Alþýðubandalagið þegar ég var að alast upp, þannig að stjórnmál voru alltaf nálæg og mikil umræða um þjóðmál á heimilinu,“ segir Guð- rún Ágústa í samtali við blaðið. Hún segist sjálf ekki hafa hugsað sér að fara í pólitík, en tók samt sem áður efsta sætið á lista Vinstri grænna fyrir átta árum. „Þá brann mikið á mér ýmislegt sem ég hafði kynnst í starfi mínu sem kennari, forvarnarfulltrúi og í foreldrastarfi innan íþróttahreyf- ingarinnar. Umhverfismálin voru mér líka ofarlega í huga og ég óttaðist þá glórulausu þenslu og stóriðjustefnu sem var allsráðandi árið 2006.“ Spurð um áhrifavalda nefnir Guð- rún Ágústa móður sína, Rannveigu Traustadóttur, prófessor í fötlunar- fræðum við Háskóla Íslands. „Móðir mín var rétt orðin 16 ára þegar ég fæddist og bjuggum við hjá ömmu og afa fyrstu tvö árin. Þar til ég var níu ára vann mamma aðallega sem þroskaþjálfi á stofnunum fyrir fatlað fólk og oftar en ekki bjuggum við þá á viðkomandi stofnun, t.d. á Skálatúns- heimilinu og í Heyrnleysingjaskól- anum. Ég hef því að hluta til alist upp á stofnunum fyrir fatlað fólk og það hefur mótað mig og mínar skoðanir, og viðhorf til lífsins.“ Aukið félagslegt húsnæði Spurð um brýnustu málin fyrir bæj- arstjórn Hafnarfjarðar nefnir Guð- rún Ágústa húsnæðismálin fyrst. Fólk verði að geta eignast eða leigt sér hús- næði. „Það á ekki að vera nauðsynlegt að eiga fasteign alla ævi og það ætti líka að vera hægt að leigja húsnæði alla ævi. Það er líka nauðsynlegt að auka framboð af félagslegu húsnæði í bænum.“ Hún nefnir einnig stofnun emb- ættis umboðsmanns Hafnfirðinga, sem bæjarbúar eigi að geta leitað til, séu þeir ósáttir við málsmeðferð eða ákvarðanatöku bæjarins. „Við höfum stigið nokkur skref í átt að gegnsærri stjórnsýslu með birtingu gagna með fundargerðum og gert ahna aðgengilegri. Stofnun embættis umboðsmanns Hafnfirðinga er í raun eðlilegt skref í kjölfar þeirra sem við höfum þegar stigið.“ Jöfn tækifæri Guðrún Ágústa segir að jafnframt þurfi að jafna tækifæri barna í bænum. „Með auknu fjármagni til fræðslumála, með upptöku frístundakorts í stað núver- andi fyrirkomulags og ekki síst að skoða hvort við getum ekki sett á stofn myndlistarskóla hér í Hafnarfirði svo eitthvað sé nefnt.“ Ný hugsun Guðrún segir að Vinstri græn boði nýja hugsun um mótun samfélagsins, þegar hún er spurð um áherslumál til lengri tíma. „Þessari hugsun er best lýst með orðunum „fyrir okkur öll, á ábyrgð okkar allra“. Meginþættir í stefnu okkar eru jöfnuður, kvenfrelsi, umhverfi og lýðræði.“ Hún vill þróa áfram þjónustu við þá sem nýta sér fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar „þannig að hún komi til móts við þarfir hverfs og eins og vinni gegn því að einstaklingar festist í óviðunandi aðstæðum.“ Fólki með skerta vinnufærni verði tryggður möguleiki á viðeigandi aðstoð til að komast á vinnumarkað „og að til- gangur fjárhagsaðstoðar verði að styðja einstaklinga sem aðstoðar njóta til sjálfsbjargar og sjálfshjálpar“. Íbúar í fjárhags- áætlanagerð „Við viljum hafa samráð við bæjarbúa frá fyrstu skrefum fjárhagsáætlunar- gerðar og fram að samþykkt hennar. Feta í fótspor þeirra sem lengst eru komin í gerð þátttökufjárhagsáætlana. Með því að taka upp þátttökufjárhags- áætlun aukum við enn frekar lýðræðis- lega aðkomu bæjarbúa að mikilvægum ákvörðunum bæjarins,“ segir Guðrún Ágústa. Hún nefnir einnig ofbeldi, en skammt er frá því að bæjarstjórn samþykkti áskorun gegn heimilisofbeldi. „Hafnar- fjörður á ekki að líða ofbeldi af neinu tagi. Allar birtingarmyndir ofbeldis eru samfélaglegar meinsemdir sem verður að útrýma með markvissum aðgerðum í samstarfi við lögreglu, heilbrigðis- og menntakerfið.“ Störf í dóm kjósenda - Ertu bjartsýn fyrir hönd Vinstri grænna í Hafnarfirði nú í vor? „Ég er alltaf bjartsýn. Kosningarnar núna í vor verða spennandi. Við erum óhrædd við að leggja okkar störf í dóm kjósenda. Við höfum sýnt það að við erum óhrædd við að takast á við erfið viðfangsefni, hella okkur út í verkefnin og skila þeim farsællega af okkur. Við höfum sýnt það að okkur er treystandi og við skilum árangri,“ segir Guðrún Ágústa. - Stefnirðu á bæjarstjórastólinn? „Fái ég tækifæri er ég svo sannarlega tilbúin í að starfa áfram sem bæjarstjóri og tel mig eiga fullt erindi í það starf. Ég legg starf mitt sem bæjarstjóra og fulltrúa okkar Vinstri grænna í dóm kjósenda. Starf sem ég er afskaplega sátt við og stolt af,“ segir Guðrún Ágústa, og bætir því við að markmið Vinstri grænna sé að halda sínum hlut í bæjarstjórn og helst að bæta við sig bæjarfulltrúa. „Við erum óhrædd við að leggja okkar störf í dóm kjósenda. Við höfum sýnt það að við erum óhrædd að takast á við erfið viðfangsefni, hella okkur út í verkefnin og skila þeim farsællega af okkur,“ segir Guðrún Ágústa Guð- mundsdóttir, oddviti Vinstri grænna. Guðrún Ágústa með 27 þúsundasta Hafnfirðinginn í fanginu. í strandgötunni.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.