Hafnarfjörður - Garðabær - 16.05.2014, Blaðsíða 8

Hafnarfjörður - Garðabær - 16.05.2014, Blaðsíða 8
8 16. maí 2014 María grétarsdóttir – M-Listi fólksins í bænum María Grétarsdóttir er fimmtug. Hún er viðskiptafræðingur og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Hún hefur sinn trúnaðar- störfum fyrir Garðabæ frá árinu 1998, þegar hún varð varabæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins. Hún í flokknum til 2006, en hefur síðan starfað með M- lista fólksins í bænum. 1. Skólamál, skipulags- og umhverfis- mál, aukið lýðræði og almenn vel- ferð fólksins í bænum. 2. FÓLKIÐ- í bænum mun hafa það að leiðarljósi að gera góðan bæ enn betri. 3. Talsvert svigrúm er til að bæta lýð- ræðisleg vinnubrögð hjá meirihlut- anum auk þess sem efla má raf- ræna upplýsingagjöf til bæjarbúa í gegnum vefinn. Styrkja þarf félags- lega velferð fólksins í bænum og ekki hefur ríkt sátt um umhverfis- málin. FÓLKIÐ- í bænum hefur lagt fram nokkra tugi bókana og tillagna á kjörtímabilinu sem er að líða sem nálgast má á vefnum xm.is. Steinþór Einarsson – S-listi Samfylkingarinnar Steinþór er 49 ára gamall. Hann er skrifstofustjóri ÍTR og hefur verið bæj- arfulltrúi Samfylkingarinnar í átta ár. 1. Þjónusta við fjölskyldurnar, meirihlutinn stærir sig af lágu útsvari en í Garðabæ eru gjöld fyrir þjónustu þau hæstu á höfuð- borgarsvæðinu. Gjaldskrár fyrir leikskóla, tómstundaheimili og fæði eru einhver þau hæstu á höf- uðborgarsvæðinu. Húsnæðismál, biðlistar hafa lengi verið eftir fé- lagslegu húsnæði. Umhverfismál, átak þarf að gera í endurnýjun gatna og gangstíga í eldri hverfum og halda áfram góðri vinnu við tengingar sveitarfélag með göngu og hjólastígum. Fylgja þarf eftir á næsta kjörtímabili þeim stefnum sem nýlega hafa verið samþykktar svo sem varðandi aðstöðu íþrótta- og tómstundafélaga. 2. Ég er bjartsýnn fyrir okkar hönd. Við höfum unnið vel á kjör- tímabilinu í bæjarstjórn og í þeim nefndum sem við eigum fulltrúa í. Margar af okkar góðu tillögum hafa náð fram að ganga og okkar áherslur hafa komist viða inn. 3. Margt hefur verið vel gert og það er nú í flestum tilfellum í sveitar- stjórnarstarfi að ágæt sátt er um mjög mörg málefni. Síðan er áherslumunur í öðrum málum svo sem gjaldskrármálum í þjónustu við barnafjölskyldur. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði hafa verið lengi og er bæjarfélaginu til vansa. guðrún Elín Herbertsdóttir – æ listi bjartrar framtíðar Guðrún Elín er 36 ára, sérfræðingur í innri upplýsingaþjónustu Seðlabanka Íslands. Hún hefur ekki starfað í stjórn- málum fyrr og segist líta á það sem styrkleika sem bjóði upp á nýtt og ferskt sjónarhorn. 1. Fjölbreytni, samstaða og aukin þjónusta án meiri tilkostnaðar eru okkar helstu áherslur. Fjölbreytni á öllum sviðum þjónustu við bæjar- búa, aukna samstöðu um framtíð og skipulag bæjarins og betri nýt- ingu tekna bæjarins. Við teljum að það sé rými til að lækka kostnað í ýmsum málaflokkum með betra aðhaldi í rekstri. 2. Við erum nokkuð bjartsýn og skynjum aukna þörf bæjarbúa á samráði í ákvörðunartöku. 3. Núverandi meirihluti hefði getað náð meiri samstöðu um hitamál sem komið hafa upp á síðasta kjör- tímabili. Það er eitt að sameina árs- reikning tveggja sveitarfélaga en annað að ná góðri samstöðu íbúa. Þetta á einnig við um önnur mál eins og veginn gegnum hraunið. Ungt fólk þarf húsnæðiskost við sitt hæfi í Garðabæ og það hefði mátt huga betur að því til að koma í veg fyrir flótta þess úr bænum. Garðabær er með hæstu tekjur á íbúa, hæstu þjónustugjöldin en einnig hæsta kostnað á íbúa í helstu málaflokkum í samanburði við ná- grannasveitarfélögin. Þar hlýtur að vera rými til hagræðingar sem hefði átt að nýta. gunnar Einarsson – D-listi Sjálfstæðisflokksins Gunnar er 58 ára og hefur verið bæjar- stjóri í Garðabæ undanfarin 9 ár. Hann var í upphafi ráðinn sem ópólitískur bæjarstjóri af sjálfstæðismönnum árið 2005 en hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum á vegum Sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina. 1. Okkar slagorð er Höldum áfram. Í fyrsta lagi við viljum halda áfram með traustan fjárhag, lágar álögur og ráðdeild í fjármálum, á því byggir öll önnur þjónusta. Í öðru lagi að vera áfram í forystu í skólamálum með fagmennsku, fjölbreytni og raunverulegt val að leiðarljósi þar sem áhersla er á aukna samfellu milli skólastiga í því skyni að allir fái notið sín. Í þriðja lagi halda áfram með kröft- ugt íþrótta- tómstunda og félagstarf þar sem boðið er upp á fjölbreytta valkosti fyrir alla aldurshópa. Og í fjórða lagi að efla félagsauð íbúa Garðabæjar með því að hlúa vel að frjálsri félagastarfsemi m.a. á sviði íþrótta-tómstundamála, líknar- og mannúðarmála sem og menningar og listar. 2. Já ég er bjartsýnn á að Garðbæingar vilji halda áfram með þær áherslur sem við höfum lagt undanfarin kjörtímabil. Fjárhagur bæjarins er traustur, málefnastaðan sterk og ímynd okkar sömuleiðis. Ég sé ekki hvers vegna ætti að breyta um meirihluta þegar vel gengur. 3. Fyrir síðustu kosningar voru gefin 88 fyrirheit og nær öll hafa náð fram að ganga. Að því leyti hefur bæjarstjórnin staðið sig vel. Það kemur fram í þjónustukönnunum okkar að íbúar Garðabæjar eru ánægðir með þjónustuna og það er góður mælikvarði á frammistöðu bæjarstjórnar. Við trúum því að alltaf megi gera betur og við viljum það. Við höfum beðið um ábendingar frá íbúunum um það sem betur má gera. Í því sambandi vil ég nefna viðhald mannvirkja, gatna og gangstétta. Þar getum við gefið í og munum gera það á næsta kjörtímabili samanber okkar stefnuskrá sem inniheldur 91 fyr- irheiti sem við munum standa við. Einar Karl birgisson – b-listi Framsóknarflokksins Einar Karl er 35 ára, svæðisstjóri hjá Latabæ. Hann var kjörinn í bæjarstjórn Álftaness í síðustu kosningum og sat í stjórn Sambands ungra framsóknar- manna 2004-2007. Hann er stjórnar- formaður atvinnuleysistryggingasjóðs. 1. Skipulagsmál og samgöngur. Nú er að hefjast vinna við gerð nýs aðal- skipulags fyrir Garðabæ. Samhliða þeirri vinnu leggjum við mikla áherslu á að strax verði haldin hönnunarsamkeppni um nýtt skipulag á Garðaholti. Þar verði skipulögð 3-4000 íbúa byggð þar sem allir hópar íbúa geta fundið húsnæði við sitt hæfi. Mikilvægt að ný hverfi verði kláruð og full frágengin. Viljum að settur verði þrýstingur á að gatnamótin við Víf- ilsstaða- og Hafnarfjarðarveg verði sett á samgönguáætlun strax. Skólamál. Garðabær á að vera með bestu skólana. Þar verði áfram lögð áhersla á góða menntun nemenda og hafa kennarar náð frábærum árangri þar. En það er líka mikil- vægt að efla félagslega þáttinn og uppræta allt einelti sem á ekki að líðast. Áfram verði gott framboð leikskólastarfs og biðlistum í tón- listarnám verði eytt. Þjónusta. Við viljum að þjónusta við íbúa Garðabæjar verði bætt. Garðabær stendur vel og eiga íbúar að fá að njóta þess í formi þeirrar þjónustu sem þeir þurfa. Íþrótta-og tómstundamál. Mikil- vægur málaflokkur sem við viljum gera betur í. Viljum sjá hvatapen- inga hækka í 35.000 fyrir hvert barn. Afreksstyrkir verði hækkaðir. Fundinn verði farsæll staður fyrir fjölnota íþróttahús og gagngert viðhald og endurbætur verði gerðar á sundlauginni í Ásgarði. Eins að gervigrasvöllurinn við Breiðumýri verði kláraður strax. 2. Fyrir hönd framboðsins er ég nokkuð bjartsýnn. Finnum góðan meðbyr og fólk virðist opið fyrir nýjum röddum í bæjarstjórn. Setjum óhikað stefnuna á að ná inn tveimur mönnum. 3. Ekki er fullkomin sátt með núver- andi meirihluta og mikilvægt að fleiri raddir heyrist í bæjarstjórn- inni. Hefði viljað sjá menn halda betur á skipulagsmálum og sam- göngumálum, en engin stór slys hafa verið unnin og eiga Garðbæ- ingar möguleika að velja sér nýja forystu næstu fjögur árin. Fram- sókn Garðabæ er tilbúin í að vinna fyrir Garðbæinga að betri þjónustu og uppbyggingu, svo Garðabær verði ákjósanlegur kostur til að búa í til framtíðar. SveitarStjórnakoSningar 2014 Garðbæingar yfirheyrðir Kosið verður í fyrsta sinn í sameinuðu sveitarfélagi Garðabæjar og Álftaness nú í mánuðinum. Í síðustu kosningum voru kjörnir sjö bæjarfulltrúar í hvoru um sig, en að þessu sinni verða kjörnir ellefu bæjarfulltrúar í sameinuðu sveitarfélagi. Bæjarblaðið Hafnarfjörður/Garðabær kynnir hér oddvita framboðslistana í Garðabæ. Veldi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ hefur löngum verið óskorað, en á Álftanes- inu hafa aðrar fylkingar komist í meirihluta á síðustu árum. Fimm fylkingar verða í framboði í bænum í kosningunum. Sjálfstæðis- flokkurinn, Samfylking, Framsóknar- flokkur, M-Listi fólksins í bænum og Björt framtíð. Reynt var að mynda sameiginlegt framboð annarra en sjálfstæðismanna, en framsóknarmenn vildu ekki. Hjá hinum gengur þreifingar um sameig- inlegt framboð ekki eftir. Val sjálfstæðismanna á lista gekk ekki þrautalaust. Mikið var deilt um niður- stöðu uppstillingarnefndar, raunar svo mjög að einn bæjarfulltrúa flokksins, Páll Hilmarsson, sagði við mbl.is að Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hefði skipst í tvær fylkingar og að meirihluti þeirra væri fallinn. Hann er ekki í fram- boði fyrir flokkinn að þessu sinni. Samkvæmt könnun Félagsvís- indastofnunar HÍ sem birtist í Morgun- blaðinu í gær, er fylgi við Sjálfstæðis- flokkinn ríflega 60 prósent, sem skilaði þeim 8 bæjarfulltrúum. Björt framtíð mældist með 17 prósenta fylgi sem myndi skila tveimur fulltrúum. Sam- fylkingin héldi sínum fulltrúa en fylgið nú mælist 10 prósent. Listi fólksins í bænum mældist með 1,3 prósenta fylgi og Framsóknarflokkur 5,7. Í hvorugu tilvikinu dygði það til að ná inn manni. Allir oddvitar fengu sömu spurningar. 1. Hvaða þrjú mál setur framboð þitt á oddinn fyrir komandi kosningar. 2. Ertu bjartsýn/n fyrir hönd þíns framboðs? 3. Hvernig hefur núverandi meirihluti í bæjarstjórn staðið sig á kjörtímabil- inu að þínu mati? Hvað mátti gera betur? Svör oddvitanna má finna hér að neðan ásamt stuttri kynningu á hverjum og einum. Ráðhúsið í Garðabæ. Ellefu bæjarfulltrúar munu starfa þar á næsta kjörtímabli.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.