Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.1996, Síða 1
23. árgangur • Vestmannaeyjum 12. desember 1996 • 50. tölublað • Verðkr. 130, - • Sími: 481 3310 • Myndriti: 481 1293
Flugvöllur-
irni 50 ára
Þann 13. nóvember sl. voru 50 ár
frá því Vestmannaeyjaflugvöllur
var tekinn formlega í notkun.
Samfara framfórum í flugi hefur
mikilvægi vallarins aukist. Flug-
völlurinn hefur fylgt þróuninni og
stendur í dag fyllilega undir nafni.
í upphafi voru ekki margir sem
unnu við völlinn en með aukinni
umferð og umsvifum í flugi hefur
þeim fjölgað jafnt og þétt. I dag
vinna 16 manns með einum eða
öðrum hætti við flug í Vest-
mannaeyjum og á surnrin eru þeir
talsvert fleiri. Hafa þeir veg og vanda
um að taka á móti þeim 80 þúsund
farþegum sem fara um völlinn.
Starfa þeir hjá Flugmálastjóm,
Flugleiðum, Flugfélagi Vestmanna-
eyja og Islandsflugi.
Á myndinni eru, talið frá vinstri:
Þröstur, Sigurður, Jónas, Laufey,
Ágústa, Bjarni, Eva, Ingibjörg,
Jenný, Einar, Margrét, Valur og
Bragi. Á myndina vantar Hildi
flugumferðarstjóra. Standa þau undir
TF-SUX sem hangir uppi í
flugstöðinni en hún var fyrsta
tlugvélin sem lenti í Eyjum.
Á sunnudaginn verður opið hús í
flugstöðinni í tilefni afmælisins frá
kl. 15 til 18.
Vestmannaeyjabær:
Yfírtekur mál-
efni fatlaðra
Kjötog
græn-
meti á
Fiskmark-
aðnum
Undanfarnar vikur hafa bændur á
Suðurlandi og fleiri selt kjöt og
grænmeti í gegnum sölukerfi
Islenska fiskmarkaðarins sem
Fiskmarkaður Vestmannaeyja er
aðili að. Sigmar Georgsson,
kaupmaður í Vöruvali, hefur nýtt
sér þessa þjónustu. Segist hann
hafa fengið vörur á mjög góðu verði
á uppboðunum sem haldin eru einu
sinni í viku. Sérstaklega á þetta við
kjötvörur sem hefur komið fram í
lægra verði en hann hefur náð að
bjóða áður.
Markaðurinn, sem er uppboðs-
markaður, er á Selfossi og em það
einkum bændur af Suðurlandi sem
bjóða þar kjöt og grænmeti. Einnig
hefur verið í boði Mývatns-silungur
og hörpudiskur frá Stykkishólmi.
„Ég byrjaði að nýta mér þessa
þjónustu fyrir fjórum eða fimm
vikum. Það tók tíma að læra á
uppboðskerfið en eftir að maður náði
tökum á því hef ég verið að gera góð
kaup,“ segir Sigmar.
Hann hefur keypt kjöt, grænmeti og
Mývatnssilung í gegum markaðinn.
„Mest hef ég keypt af svínakjöti og
svolítið af lambakjöti. Hef ég gert
mjög góð kaup, sérstaklega í kjöti og
hefur mér ekki áður tekist að fá það á
Ingimar Georgsson hjá Heild-
verslun Karls Kristmannssonar
og Sigmar bjóða í kjöt og
grænmeti á Fiskmarkaðnum á
þriðjudaginn.
eins hagstæðu verði."
Sigmar segir að viðskiptavinir sínir
hafi strax fengið að njóta hagstæðra
innkaupa. „Um daginn var ég með
nýja svínabóga og svínahnakka á
mjög góðu verði og í síðustu viku var
niðursagað súpukjöt og úrbeinaðir
frampartar á verði sem er langt fyrir
neðan venjulegt verð,“ sagði Sigmar
að endingu.
Á bæjarstjórnarfundi á þriðju-
daginn var samþykktur samn-
ingur um yfirtöku bæjarins á
málefnum fatlaðra í bænum frá
ríkinu. Samningurinn er gerður við
félagsmálaráðuneytið og felur í sér
að Vestmannaeyjabær taki að sér
að veita fötluðum þá þjónustu sem
þeir eiga rétt á lögum samkvæmt.
Tekur bærinn að sér verkefni
svæðisskrifstofu Suðurlands í
málefnum fatlaðra, sambýlið við
Vestmannabraut, Kertaverk-
smiðjuna Heimaey, dagvistun og
skammtímavistun að Búhamri 17,
leikfangasafn og frekari liðveislu.
Er þetta gert í samræmi við lög um
reynslusveitarfélög og hefur fjár-
málaráðuneytið ábyrgst fjárhagslið
samningsins. í samningum segir að
meginmarkmið samningsins sé að
færa stjóm og ábyrgð á þjónustu við
fatlaða á eina hendi, þ.e. Vest-
mannaeyjabæ og stuðla um leið að
betri nýtingu á því fjármagni sem veitt
er til málaflokksins og bættri þjónustu
við fatlaða.
Málaflokkurinn mun heyra undir
félagsmálaráð bæjarins en yfirumsjón
verður í höndum framkvæmda-
nefndar um reynslusveitarfélög en
félagsmálastofnum bæjarins mun
annast daglegan rekstur. Framlag til
málaflokksins frá ríkissjóði verður
31,7 milljónir á næsta ári, 32 milljónir
1998 og 32,3 milljónir 1999.
Núverandi starfsmenn sem sinna
málefnum fatlaðra verða áfram
starfsmenn rfkisins og halda öllum
skyldum sínum og réttindum en
starfsmenn sem ráðnir verða frá og
með 1. janúar verða starfsmenn Vest-
mannaeyjabæjar.
Fyrirliggjandi samningur var sam-
þykktur í bæjarstjóm og tekur að
óbreyttu gildi 1. janúar nk.
Bflaverkstæðið BRAGGINN s/f.
RÉTTINGAR OG SPRAUTUN:
Flötum 20 - Sími 481 1535
VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ.
Græðisbraut 1 - sími 4813235
r.a r-VM.num.
Alla daga n/sunnudaga Kl. 08:15 Kl. 12:00
Sunnudaga kl: 14:00 kl: 18:00
Aukaferð Föstudaga kl: 15:30 kl: 19:00
‘Ucrjóljur hfi.
BRUAR BILIÐ
Sími 4812800 Fax 4812991